Annasamir dagar og ögurstundir

Stefán var um árabil verkstjóri og framkvæmdastjóri í stórum fiskvinnslufyrirtækjum í Vestmannaeyjum og þegar því tímabili ævinnar lauk fluttist hann til Stokkseyrar og gerðist framkvæmdastjóri Harðfrystihúss Stokkseyrar um skeið. Af dvölinni þar er forvitnileg saga, sem hætt er við að ýmsir ráðamenn myndu heldur vilja láta liggja í þagnargildi. Starfsferlinum í sjávarútvegi lauk Stefán sem […]

Mánudagsmenning í Hveragerði

Í kvöld, mánudagskvöldið 24. nóvember kl. 20:00 er dagskrá helguð Steini Steinarri í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Hjalti Rögnvaldsson leikari og nemendur úr 9. bekk Grunnskólans lesa texta eftir Stein, Pjetur Hafstein Lárusson flytur erindi um Stein. Félagar úr Hljómlistarfélagi Hveragerðis flytja tónlist eftir Bergþóru Árnadóttur við texta Steins. (meira…)

Gullverðlaun hjá A- og B-liðum Selfoss í 6. flokki karla í handbolta

Selfoss-strákarnir 6. flokki unnu tvöfaldan sigur í annarri umferð Íslandsmótsins sem fór fram fyrir skömmu. Öll lið landsins í þessum aldursflokki vorum saman komin á fyrsta stórmótinu af fimm, þar sem um 600 keppendur kepptu í 60 liðum. Keppt er í flokki A-, B- og C-liða. Sigraði Selfoss í flokki A- og B-liða, en töpuðu […]

Leikskólafréttir

Miðvikudaginn 19. nóvember fóru börn á Tígradeild og eldri börn á Strumpadeild í menningarferð á Selfoss. Ferðinni var heitið á bókasafnið þar sem var tekið vel á móti okkur, börnin fengu að hlusta á skemmtilegar sögur og skoða og fá að láni nokkrar bækur. Því næst var ferðinni heitið á Kaffi Krús þar sem börnin […]

Ívar �?rn í fyrsta sæti í Bikarmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna

Ívar Örn Bergsson, bakarameistari og vaxtaræktarmaður bar sigur úr býtum á Bikarmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmannna sem haldið var í Háskólabíói um helgina. Ívar bar sigur úr býtum í vaxtaræktarflokki karla en alls tóku 43 keppendur þátt í mótinu öllu, karla og konur og var keppt í hinum ýmsu flokkum. (meira…)

�?ematónleikar í sal skólans að Eyravegi 9 á Selfossi á morgun 24. nóv.

Mánudaginn 24. nóvember, kl. 19:30 stendur Tónlistarskóli Árnesinga fyrir árlegum þematónleikum í sal skólans að Eyravegi 9 á Selfossi. Þema tónleikanna í ár er kvikmyndatónlist og hefur undirbúningur staðið yfir frá því snemma í haust. Nemendur skólans flytja þekkt verk úr erlendum og innlendum kvikmyndum og verður efnisskáin mjög fjölbreytt. Aðgangur er ókeypis og öllum […]

Taflfélag Vestmannaeyja í 3. sæti

Taflfélag Vestmannaeyja tók þátt í Íslandsmóti unglingasveita í skák en mótið fór fram í Sjálandsskóla í Garðabæ í gær. A-sveit TV gerði sér lítið fyrir og endaði í þriðja sæti, náði að tryggja sér bronsið með dramatískum hætti í lok mótsins. Þetta er jafnframt besti árangur félagsins til þessa á Íslandsmóti unglingasveita. B-sveitin var skipuð […]

Gunnar Heiðar og félagar úr fallsæti

Esbjerg vann í dag mikilvægan sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður í liði Esbjerg í dag sem kom sér upp úr fallsæti með 1-0 sigri. Reyndar eru öll fjögur neðstu liðin – Horsens, Esbjerg, Vejle og SönderjyskE – með ellefu stig. (meira…)

Davíð á frímerki

Einn heitasti brandarinn sem gengur nú á meðal allra nema sjálfstæðismanna er þessi: „Veistu af hverju það hefur ekki verið gefið út frímerki með mynd af Davíð Oddssyni? Svar: Því sjálfstæðismenn vita ekki hvora hliðina þeir eiga að sleikja… “ (meira…)

Sjálfstæðisflokkur dregst enn saman og fengi 24.8%

Vinstri græn myndu bæta við sig tíu þingmönnum frá síðustu kosningum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 27,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, sem gæfi honum 19 þingmenn, í stað þeirra níu sem nú sitja á Alþingi fyrir flokkinn. Vinstri græn yrði þar með næst stærsti flokkurinn. 23,0 prósent sögðust styðja flokkinn í könnun blaðsins í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.