Stal forgangsakstursljósum og notaði

Síðastliðinn miðvikudag hringdi vegfarandi í lögreglu og lét vita um fólksbifreið sem væri í akstri á Suðurlandsvegi í Ölfusi og notaði forgangsakstursljós til að komast framúr bifreiðum. Það náðist til mannsins sem neitaði samvinnu við lögreglu. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. (meira…)
Heilsað að sjómannasið í Eyjum

Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í vikunni sem leið og töluverður erill í kringum skemmtistaði bæjarins. Auk tveggja líkamsárása sem tilkynntar voru til lögreglu var lögreglan í tvígang kölluð að veitingastaðnum Lundanum vegna átaka þar fyrir utan. Hins vegar liggja ekki fyrir kærur í þeim tilvikum en einhver meiðsl voru samt sem […]
Safnahelgi á Suðurlandi 7. �? 9. nóvember 2008

Söfn um allt Suðurland og í Vestmannaeyjum bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá helgina 7. – 9. nóvember 2008. Yfirskrift dagskrárinnar verður Safnahelgi á Suðurlandi með undirtitilinum Matur og menning úr héraði því auk hins sögulega og menningarlega hluta dagskrárinnar verður minnt á gamlar og nýjar hefðir í matargerðarlist í héraðinu. (meira…)
Hermann aðeins með 211 mínútur í vetur

Hermann Hreiðarsson kom ekkert við sögu hjá liði sínu um helgina þegar Portsmouth gerði markalaust jafntefli við Aston Villa. Hefur Hermann aðeins fengið að leika rúmlega 200 mínútur í vetur. Tvívegis hefur Hermann verið í byrjunarliði Portsmouth en í bæði þau skipti tapaði lið hans stórt. Fjögur skipti önnur hefur Hermann komið við sögu sem […]
Aldarminning Sigurjóns �?lafssonar frá Eyrarbakka

Myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson frá Einarshöfn á Eyrarbakka fæddist 21. október árið 1908 og ólst þar upp. Fyrstu tilsögn í myndlist hlaut hann hjá Ásgrími Jónssyni listmálara og síðar Einari Jónssyni myndhöggvara. Samhliða listnáminu lauk Sigurjón sveinsprófi í húsamálun frá Iðnskólanum í Reykjavík vorið 1927. Ári síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann hóf nám […]
ÍBV 2 með glæsilegan sigur í Meistaradeildinni

Útibú handboltaliðs ÍBV í Vestmannaeyjum, Haukar, unnu í dag einn stærsta sigur íslensks handbolta þegar liðið lagði ungverska stórliðið Veszprém á Ásvöllum í dag 27:26 en Haukar höfðu mikla yfirburði í leiknum. Í liði Hafnarfjarðarliðsins má finna fjölda Eyjamanna, m.a. fimm leikmenn sem stóðu svo sannarlega fyrir sínu í leiknum. (meira…)
Menningarferðir á Listasafn Árnesinga í Hveragerði

Á þriðjudag fór Elísabet Harðardóttir myndlistarkennari með nemendur í myndlist 103 og nemendur í leiráföngum í menningarferð á Listasafn Árnesinga í Hveragerði. Sýningin sem þau sáu heitir Picasso á Íslandi” og sýnir áhrif Picassos á íslenska listamenn á síðustu öld og fram til dagsins í dag. Þetta er önnur heimsókn FSu á safnið þessa önnina. […]
Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2008 samþykkt

Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2008 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 9. október s.l. Bæjarstjóri kynnti áætlunina og í máli hennar kom fram að rekstur bæjarins er í góðu jafnvægi en aukin verðbólga gerir aftur á móti að verkum að væntingar um jákvæða niðurstöðu í lok árs munu ekki nást. Gert er ráð fyrir aukningu í […]
Vetrarvertíðin hafin hjá Sæprjóni

Vetrarvertíðin er hafin hjá Prjónastofunni Sæprjóni á Stokkseyri enda er fyrsti vetrardagur næsta laugardag 25. október. Prjónastaofan framleiðir m.a. hina vinsælu vinnuvetlinga eftir línu Mosfells á Hellu og eru þeir mikið notaðir af iðnaðarmönnum við útiverk sem og útivistarfólki svo sem hestafólki. Vettlingar renna út eins og heitar lummur þessa dagana enda allra veðra von. […]
Selfyssingar of stór biti fyrir Eyjamenn

ÍBV og Selfoss mættust í dag í 1. deild karla í handbolta en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum. Selfyssingar hafa verið á miklu flugi í upphafi leiktíðar og höfðu unnið þrjá af fjórum leikjum en á meðan höfðu Eyjeamenn unnið tvo, báða á heimavelli. En gestirirnir frá Selfossi voru mun sterkari í dag og unnu […]