Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í vikunni sem leið og töluverður erill í kringum skemmtistaði bæjarins. Auk tveggja líkamsárása sem tilkynntar voru til lögreglu var lögreglan í tvígang kölluð að veitingastaðnum Lundanum vegna átaka þar fyrir utan. Hins vegar liggja ekki fyrir kærur í þeim tilvikum en einhver meiðsl voru samt sem áður á þeim sem þarna áttu hlut að máli. Þá þurfti lögreglan, að venju, að aðstoða fólk til síns heima vegna ölvunarástands þess.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst