Nýtt myndband með Hrútavinabandinu

Húsfyllir var hjá Hrútavinafélaginu/ Súluvinafélaginu á Uppskeru- og réttarsamkomu í veitingahúsinu Hafinu bláa við Ölfusárósa fyrir nokkru. Hljómsveit Hrútavina “Bændabandið” kom fram með gestasönvaranum Karen Dröfn Hafþórsdóttir á Eyrarbakka. Hér má sjá myndband frá samkomunni: http://www.123.is/vilpreb/video/ (meira…)
Fjöldi við opnun 50. málverkasýningarinnar

Fjölmenni var hjá Elfari Guðna Þórðarsyni, listmálari á Stokkseyri, er hann opnaði 50. málverkasýninguna í gærkveldi í sýningarsal sínum Svarta-kletti í Menningarversatöðinni á Stokkseyri. Sýning Elfars Guðna nú er jafnframt afmælissýning listamannsins því hann fagnaði 65 ára afmæli í gær. Sýningin verður opin daglega allt til 7. desember nk. frá kl. 14:00 – 18:00 Sjá […]
Dagur sauðkindarinnar laugardaginn 18. okt. á Hvolsvelli

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu stendur fyrir Degi sauðkindarinnar í Rangárþingi laugardaginn 18. október í Skeiðvangi, reiðhöllinni á Hvolsvelli. Á dagskránni kl. 14:00 – 17:00 verður m.a. opinn markaður á lambhrútum og gimbrum, dómar og röðun á veturgömlum hrútum og uppboð á hrútum. Um kvöldið verður síðan Sviðamessa á Hótel Hvolsvelli Dagskrá: (meira…)
Samgöngubætur í hættu?

Samningaviðræður við þýska skipafyrirtækið Fassmeer um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju eru komnar í biðstöðu. Ástæðan er erfiðleikar erlendis við að fá bankatryggingar sökum lítils trausts á íslenska fjármálakerfinu og efasemda um að íslenska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. (meira…)
Hvernig væri að létta lund

Það eru sjálfsagt margir þungt hugsi og áhyggjufullir yfir hvernig komið er fyrir efnahag þjóðarinnar. En lífið heldur áfram og hér eru nokkrar frábærar ljósmyndir sem eru þess virði að vera skoðaðar. Kannski létta þær lundina og láta okkur gleyma peningaáhyggjum um stund . (meira…)
Húsfyllir í �?ingborg

Á annað hundrað manns sótti fyrsta haustfund Landssambands kúabænda sem haldinn var í Þingborg í Flóa sl. mánudagskvöld. Þórólfur Sveinsson formaður LK flutti framsögu þar sem ítarlega var fjallað um verðlags- og kjaramál sem og sölumál og framtíðarhorfur. Einar K. Guðfinnsson ávarpaði fundinn, fór yfir stöðu mála og svaraði fyrirspurnum. (meira…)
Tvö ár síðan skipalyftan hrundi

Í dag, 17. október eru liðin tvö ár síðan upptökumannvirki Skipalyftunnar í Vestmannaeyjahöfn hrundi en á lyftunni var skipið Gandí VE og stóð skipið upp á endann eftir að lyftan brotnaði. Sex menn sem á lyftunni voru féllu í sjóinn og slösuðust tveir, þar af annar nokkuð alvarlega. Skipið skemmdist nokkuð en upptökubúnaðurinn, skipalyftan sjálf, […]
Vinnudagur hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja

Á morgun, laugardaginn 18. október verður hinn árlegi vinnudagur Golfklúbbs Vestmannaeyja. Þá koma félagsmenn saman og búa völlinn undir veturinn. Margar hendur vinna létt verk og skorar stjórn klúbbsins á félagsmenn að fjölmenna. Byrjað verður 9.30. (meira…)
Bakkabróðir byggir með þyrlu

Bakkabróðirinn Ágúst Guðmundsson fer nýjar leiðir við byggingu 250 milljóna króna sumarhúss við Þingvallavatn. Sumarhúsið er á besta stað inni í sjálfum þjóðgarðinum en Ágúst hefur meðal annars notað þyrlu til að flytja steypu að grunni hússins. Undanfarið hefur Ágúst þó látið bera minna á framkvæmdum og í stað þyrlunnar eru komnir verkamenn á sérstökum […]
Alþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið hefst í dag

Um helgina heldur Sögusetur – 1627, áhugafélag fólks um sögu Tyrkjaránsins, sína fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu í Vestmannaeyjum. Við fangsefni ráðstefnunnar er annars vegar stofnun og starfræksla söguseturs í kringum Tyrkjaránið og hins vegar að skapa íslenskri þekkingu og rannsóknum á þessum merka atburði, stað í alþjóðlegri umræðu um sambærileg rannsóknarefni. Fyrirlestrarnir verða öllum opnir og […]