Í dag, 17. október eru liðin tvö ár síðan upptökumannvirki Skipalyftunnar í Vestmannaeyjahöfn hrundi en á lyftunni var skipið Gandí VE og stóð skipið upp á endann eftir að lyftan brotnaði. Sex menn sem á lyftunni voru féllu í sjóinn og slösuðust tveir, þar af annar nokkuð alvarlega. Skipið skemmdist nokkuð en upptökubúnaðurinn, skipalyftan sjálf, var ónýt á eftir. Þrátt fyrir fögur loforð þingmanna og annarra í pólitíkinni þá hefur ekkert þokast í átt að því að hafist verði handa við að lagfæra og bæta mannvirkið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst