Við keyrum verðið niður

Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir marga einstaklinga og fyrirtæki. Krónan sveiflast hratt upp og niður, matvaran hækkar, lánin hækka og allt virðist vera á leið á versta veg. En ekkert er svo illt að ei boði gott. Í morgun var opnaður vefurinn www.finnalén.is. Finnalén.is var stofnað með þeim tilgangi að auka samkeppni á .is […]
Ekki fyrirhugað að fresta framkvæmdum

Vegna þess árferðis sem nú ríkir á Íslandi hafa mörg sveitarfélög hætt við framkvæmdir sem fyrirhugað var að fara í. Þannig hætti Akureyrarbær t.d. við uppbyggingu á knattspyrnusvæðis KA en jarðvinna hófst tveimur dögum áður en ákvörðunin var tekin. Í Vestmannaeyjabæ hefur verið tekin ákvörðun um nokkrar framkvæmdir, m.a. nýtt knattspyrnuhús, uppbygging útisvæðis við sundlaugina […]
Foo Fighters í hart við John McCain

Íslandsvinurinn Dave Grohl og félagar í bandarísku rokkhljómsveitinni Foo Fighters hafa bannað John McCain, forsetaefni Repúblikanaflokksins, að nota lagði „My Hero“ í kosningabaráttu sinni. Rokkararnir segja að þetta setji blett á lagið og sé algjörlega óviðeigandi. Þeir segja að McCain hafi notað lagið í kosningabaráttunni án þeirra samþykkis. Talsmaður repúblikana segir hins vegar að flokkurinn […]
Dagur sauðkindarinnar

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu stendur fyrir Degi sauðkindarinnar í Rangárþingi laugardaginn 18. október í Skeiðvangi, reiðhöllinni á Hvolsvelli. Fjáreigendum á milli Markarfljóts og Ytri Rangár er boðið að koma með allt að 15 fjár á sýninguna.Fjölbreytni á litum og önnur sérkenni eru æskileg. Á dagskránni verður m.a. opinn markaður á lambhrútum og gimbrum, dómar og […]
St. Ola fékk á sig brot

St. Ola, sem nú leysir farþegaferjuna Herjólf af hólmi í siglingum milli lands og Eyja, fékk á sig brot þegar skipið sigldi út frá Þorlákshöfn í kvöld. Fregnir af atburðinum eru enn nokkuð óljósar en ekki hefur náðst samband við skipið. Þó er það vitað að engin slys urðu á fólki og hélt skipið áfram […]
GAP og Landvernd með ráðstefnu í Sesseljuhúsi

Um síðast liðna helgi var fróðleg námsstefna á vegum Landverndar í Sesseljuhúsi þar sem yfirskriftin var Vistvernd í verki – menntun til sjálfbærni. Þar töluðu stofnendur Vistverndar í verki í Evrópu, þau Marilyn og Alexander Mehlmann og Peter van Luttervelt, sérfræðingur í vinnustaðaráðgjöf. Margt fróðlegt kom fram í erindum og umræðum. (meira…)
Innstæður í Sparisjóðnum að fullu tryggðar

Í ljósi þeirra aðstæðna sem upp hafa komið í fjármálakerfi landsins telur Sparisjóður Vestmannaeyja ástæðu til að greina frá sinni stöðu. Þetta kemur fram í viðtali Eyjafrétta við Ólaf Elísson, sparisjóðsstjóra. „Allar innstæður í Sparisjóðnum eru tryggar. Til frekari áréttingar vísast til nýsettra laga og yfirlýsingar ríkisstjórnar Íslands um að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og […]
Einstakur viðburður í Höllinni í kvöld

Það verður einstakur viðburður í Höllinni í Vestmannaeyjum í kvöld þegar hin goðsagnakennda hljómsveit Mezzoforte stígur á svið og heldur sína fyrstu tónleika hér á landi í langan tíma. Sveitin hefur reglulega komið fram á ýmsum viðburðum hér á landi en langt er síðan sveitin hélt eiginlega tónleika. Í Eyjum hefur sveitin ekki spilað síðan […]
Leggur til 250 milljóna útgjöld

Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki, hefur endurflutt tillögu á Alþingi um að allt að 150 vefmyndavélum verði komið upp á fögrum og sérkennilegum stöðum á landinu. Segir í tillögunni að verkefnið myndi skapa óþrjótandi möguleika á landkynningu í þágu ferðaþjónustu, sögu, menningar og atvinnulífs og að skoðun gæti kitlað taugar til frekari kynna af landinu. (meira…)
�?vænt mótspyrna Eyjamanna gegn Fram

1. deildarlið ÍBV veitti úrvalsdeildarliði Fram verðuga keppni í 32ja liða úrslitum Eimskipsbikarkeppninnar þegar liðin mættust í Eyjum í kvöld. Liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar en í stöðunni 7:7 hrökk allt í baklás hjá ÍBV og gestirnir gengu á lagið. Staðan í hálfleik var svo 13:19 en lokatölur urðu 27:37. Leikurinn var hins […]