St. Ola, sem nú leysir farþegaferjuna Herjólf af hólmi í siglingum milli lands og Eyja, fékk á sig brot þegar skipið sigldi út frá Þorlákshöfn í kvöld. Fregnir af atburðinum eru enn nokkuð óljósar en ekki hefur náðst samband við skipið. Þó er það vitað að engin slys urðu á fólki og hélt skipið áfram áleiðis til Vestmannaeyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst