Gaulverjaskóli seldur

Gengið hefur verið frá sölu á Gaulverjaskóla í Flóahreppi. Nýir eigendur hyggjast bjóða upp á svefnpokapláss og aðra aðstöðu fyrir ferðamenn í húsnæðinu. Gaulverjaskóli stendur rétt hjá hinu ágæta félagsheimili Félagslundi. (meira…)

Ungmenni með skilríki annarra reyndu að svindla sér inn á skemmtistaði

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið m.a. við að aðstoða fólk til síns heima eftir skemmtanahald helgarinnar. Þá komu upp tvö tilvik þar sem ungmenni voru að reyna að komast inn á skemmtistaði bæjarins með skilríkjum annarra, en slíkt er óheimilt. Þá voru nokkur útköll hjá lögreglu vegna ósættis í heimahúsum […]

Markvörður Zaporozhye lék með ÍBV

Haukar léku gegn úkraínska liðinu Zaporozhye um helgina í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Í liði Hauka má finna nokkra Eyjamenn og fyrrum leikmenn ÍBV, eins og Arnar Pétursson, Gunnar Berg Viktorsson, Kára Kristján Kristjánsson og markverðirnir Birki Ívar Guðmundsson og Gísli Guðmundsson. En í liðið mótherjanna mátti einnig finna fyrrum leikmann ÍBV, Soltan nokkurn Majeri, markvörð. (meira…)

Enn minkur í Eyjum?

Svo virðist sem enn sé minkur í Vestmannaeyjum en í vor klófesti Ásmundur Pálsson, meindýraeyðir, einn mink á Básaskersbryggju við skrifstofu hafnarstjóra. Á föstudag varð Ásmundur var við einkennileg spor í snjónum á Kleifarbryggju, þar sem nýja frystigeymsla Vinnslustöðvarinnar er. Líklega voru það spor eftir mink. (meira…)

�?Herra Skandinavía�?

„Það var eins og við hefðum unnið bikarúrslitaleik í kvöld. Ég hef alltaf sagt að við ættum meira inni og við höfum ekkert verið síðri aðilinn í þessum síðustu leikjum og vonandi er þessi sigur bara byrjunin á einhverju stærra, sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem tryggði liði sínu Esbjerg 1:0-sigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni […]

St. Ola fer ekki fyrri ferð í dag

Farþegaferjan St. Ola fer ekki fyrri ferð samkvæmt áætlun í dag vegna veðurs. Athuga á klukkan 15.00 í dag hvort ferjan fari seinni ferð dagsins en þá verður farið klukkan 16.00 frá Vestmannaeyjum og 19.30 frá Þorlákshöfn. Klukkan 6.00 í morgun voru suðaustan 24 metrar á sekúndu á Stórhöfða. (meira…)

Áfram nóg kjöt til í landinu

Nú þegar krónan hefur fallið um rúm 20 prósent á eini viku og orðrómur er um skort á ýmsum nauðsynjavörum ber á kvíða fyrir framtíðinni. Pétur Þorgrímsson, aðstoðarforstjóri Danól, segist ekki vita um framtíðina þar sem hún velti á gjaldeyri bankanna. Komi til skorts segir Erna Bjarnadóttir hjá Bændasamtökunum að nóg kjöt sé til í […]

Sundlaugin í Laugaskarði eykur þjónustu við laugargesti

Bæjarráð Hveragerðis samþykkti, á fundi sínum fimmtudaginn 2. október síðastliðinn, tillögur menningar- og frístundafulltrúa um breytingu á vetraropnun laugarinnar. Frá og með 15. október verður opið virka daga frá kl. 06:45 – 21:15 og kl. 10:00 – 17:30 um helgar. Vonandi mun þessi aukna þjónusta auka gestakomur bæði í sund og líkamsrækt. (meira…)

Fjölgar sem fyrr í Sveitarfélaginu Árborg

Á fundi í Veitu- og framkvæmdastjórn Sveitarfélagsins Árborgar sem haldinn var 2. okt. sl. kom eftirfarandi fram um íbúafjölda í Árborg: 29. september 2008 eru 7894 skráðir íbúar í Árborg. Á Selfossi eru skráðir 6531Í Sandvík 191Á Eyrarbakk og dreifbýli 601Á Stokkseyri og dreifbýli 555Óstaðsettir 16 Hinn 21. ágúst var íbúafjöldinn þessi: (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.