Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin, sem stofnað var til í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna, voru veitt í fjórða sinn í gærkvöldi. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa náð framúrskarandi árangri á ýmsum sviðum sjávarútvegsins, svo sem fiskveiðum, útgerð, fiskvinnslu og framleiðslu tækjabúnaðar Vinningshafar: (meira…)

Sala á lambakjöti eykst

Sala á lambakjöti hefur sjaldan verið betri, en sala í ágúst jókst um 45% í samanburði við ágústmánuð í fyrra. Sala á lambakjöti var 20% meiri í sumar í samanburði við fyrrasumar. Á sama tíma hefur dregið úr sölu á kjúklingum. Samdrátturinn í ágúst nam 11,5%. Sala á kjöti jókst um 4,7% í sumar. (meira…)

Spariféð tryggt

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að innistæður sparifjáreigenda séu tryggar og það sé ekkert að óttast. Hann segir olíuskort hér óhugsandi, því fari víðs fjarri. Ummæli um lokun og hrun banka sé einfaldlega rangt stöðumat og óheppilegt sé að taka svona sterkt til orða um veruleika sem ekki á við. (meira…)

Allt að verða klárt fyrir Hippahátíðina

Þau fengu fallegt flugveður þau Shady Owens, Rúnar Júl og Paparnir þegar flogið var með þau til Eyja í gær, Hippabandið var að sjálfsögðu mætt á flugvöllinn og tók á móti þeim með söng. Síða var þeim keyrt á hippabílnum niður í Höll, þar hófurst æfingar strax og stóðu fram eftir kvöld. Chris og Bára […]

Vilja að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu axli sína ábyrgð

Í bæjarráði á miðvikudag var tekið fyrir tilboð til Vestmannaeyjabæjar að kaupa nemakort á 31 þúsund krónur fyrir hvern nema sem er með lögheimili í Vestmannaeyjum en nemur í höfuðborginni. Bæjarráð afþakkar boðið og lýsir furðu sinni á því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skuli með tilgreindum aðgerðum, ekki axla þá ábyrðg sem fylgir því að […]

�?akkir frá fjölskyldunni í Holti

Fjölskyldan í Holti vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hugsuðu hlýtt til okkar og hjálpuðu okkur í sambandi við brunann hjá okkur 20 júlí sl. Sérstakar þakkir fá Víðir, Sigurjón, Ingimar Jóhann og allir aðrir sem stóðu að tónleikum til styrktar okkur. Einnig sérstakt þakklæti frá Unnari og Baldri til Þórarins, Viðars, […]

Vetur konungur gerir sig sýnilegan

Fyrstu snjóar féllu á Suðurlandi í gær 2. október sem er mjög snemma enda fyrsti vetrardagur ekki fyrr en 25. október n.k. Í fyrra féll fyrsti snjórinn á Eyrarbakka þann 28. oktober og árið þar á undan þann 8. nóvember. Eftir helgi er spáð rauðum tölum og rignigu þannig vetur konungur mun kveðja um stund. […]

Nýtt hagkerfi á Íslandi?

Nú þegar krónan er í frjálsu falli þurfa landsmenn að herða sultarólina. Frystikistur rjúka út, fólk hamstrar mat, frystir hann til að hjálpa til yfir erfiðasta hjallann. Íbúum landsins eru gefin góð ráð í aðhaldi en Eyjafréttum barst nú í morgun ráð fyrir ráðamenn þjóðarinnar. Það er nýtt hagkerfi! (meira…)

Hvít jörð og þungfært fyrir fólksbíla

Nú er hvít jörð í Vestmannaeyjum en í gærkvöldi byrjaði að snjóa og snjóaði fram á nótt. Óvanalegt er að snjó festi á jörð í Vestmannaeyjum svo snemma veturs og flestir óviðbúnir og margir enn með sumardekkin undir bílunum. Það var því þungfært fyrir fólksbíla í morgun enda ekki búið að ryðja nema lítinn hluta […]

Nýr húsvörður í �?jórsárveri

Ráðinn hefur verið nýr húsvörður í félagsheimilið Þjórsárver. Hann heitir Erling Sæmundsson og býr á Skálatjörn, Flóahreppi. Erling er vélstjóri að starfaði sem slíkur þar til hann fluttist í Flóahrepp.Hann hóf störf 2. október og er boðinn velkominn til starfa á ágætri heimasíðu Flóiahrepps www.floahreppur.is Tekið er á móti pöntunum á Þjórsárveri í síma 898-2554. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.