Níu sækja um

Níu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Í prestakallinu eru þrjár sóknir; Eyrarbakka, Stokkseyrar og Gaulverjabæjar. Umsóknarfrestur rann út þann 25. september síðastliðinn. Embættið veitist frá 1. nóvember næstkomandi. Umsækjendur eru: (meira…)

September tónleikaröð lauk á síðasta kvöldi september

Jóhann Stefánsson (trompet), kennari í Tónlistarskóla Árnesinga og Jörg E. Sondermann (orgel), organisti í Selfosskirkju, fluttu verk eftir Johann Sebastian Bach, Petr Eben og fleiri á tónleikum í kvöld í Selfosskirkju á síðasta kvöldi september. Tónleikarnir voru lokatónleikar september tónleikaraðar Selfosskirkju sem verið hafa í hverjum septembermánuði samfellt frá árinu 1991 og þetta því átjánda […]

�?ingsetning í skugga hamfara á fjármálamarkaði

Hundrað þrítugasta og sjötta löggjafarþing Alþingis verður sett á morgun í skugga hamfara á fjármálamarkaði. Þingsetning hefst með guðsþjónustu klukkan hálftvö á morgun í Dómkirkjunni. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir frá Stokkseyri, dómkirkjuprestur predikar og þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, ráðherrar, alþingismenn og […]

Humarvertíð 2008 framlengd til 31. október

Sjávarútvegsherra hefur framlengt veiðitímabil humars á árinu 2008 til 31. október. Venjulega eru humarveiðar aðeins heimilar á tímabilinu 15. mars – 30. september. Frá þessu er skýrt á vef Fiskistofu. Sjá mynd undir -nánar- . . (meira…)

54 vilja stýra Landsvirkjun

Alls höfðu borist 54 umsóknir um starf forstjóra Landsvirkjunar í gær. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns eru mjög hæfir umsækjendur meðal þeirra sem hann hefur séð á listanum. Farið verður yfir umsóknirnar næstu daga og segir Ingimundur að unnið verði hratt og örugglega. (meira…)

Trompet- og orgeltónleikar

Í kvöld þriðjudaginn 30. sept. verða tónleikar í Selfosskirkju með verk fyrir trompet og orgel. Jóhann Stefánsson (trompet), kennari í Tónlistarskóla Árnesinga og Jörg E. Sondermann (orgel), organisti í Selfosskirkju, flytja verk eftir Johann Sebastian Bach, Petr Eben og fleiri. Tónleikarnir eru hluti af septembertónleikaröð Selfosskirkju og hefjast kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og er […]

Dragnót í september

Hópurinn orðinn þéttur í efstu þremur sætunum. Geir ÞH er kominn í annað sætið og ljóst má vera að einn þessara þriggja sem þarna eru verður hæstur í september. Valgerður BA ætlar nú ekki alveg að segja skilið við toppinn því hún kom með 17 tonn í 2 ferðum. Annars eru ótrúlega miklar breytingar búnar […]

Eyjabúð 55 ára

Á morgun, miðvikudag 1. október verður verslunin Eyjabúð 55 ára. Af því tilefni býður verslunin þeim viðskiptavinum sem hafa tök á að þiggja veitingar á milli 10-12 þann dag. Í framhaldi af þessum tímamótum verða tilboð í gangi sem verða auglýst í vikunni. (meira…)

Fjölmenni á málstofu um sögu Hveragerðis

Menningarmálanefnd Hveragerðis stóð fyrir málstofu um Hveragerði þann 24. september síðastliðinn. Um hundrað gestir af öllu Suðurlandi sóttu málstofuna og áttu skemmtilega kvöldstund á Listasafni Árnesinga.Björn Pálsson sýndi og sagði frá gömlum myndum og tóku gestirnir þátt í þeirri upprifjun og urðu myndirnar ljóslifandi í minningunni. Kristín B. Jóhannesdóttir las upp ljóðið, Vinurinn eftir séra […]

ÍBV fékk Fram í 32ja liða úrslitum

Nú í kvöld var dregið í 32ja liða úrslitum í Eimskipabikarnum í handbolta karla en 31 lið var skráð til keppni. Bikarmeistarar Hauka sitja hjá í fyrstu umferð en karlalið ÍBV fékk heimaleik gegn úrvalsdeildarliði Fram. Leikirnir fara fram 5. og 6. október. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.