Níu sækja um

Níu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Í prestakallinu eru þrjár sóknir; Eyrarbakka, Stokkseyrar og Gaulverjabæjar. Umsóknarfrestur rann út þann 25. september síðastliðinn. Embættið veitist frá 1. nóvember næstkomandi. Umsækjendur eru: (meira…)
September tónleikaröð lauk á síðasta kvöldi september

Jóhann Stefánsson (trompet), kennari í Tónlistarskóla Árnesinga og Jörg E. Sondermann (orgel), organisti í Selfosskirkju, fluttu verk eftir Johann Sebastian Bach, Petr Eben og fleiri á tónleikum í kvöld í Selfosskirkju á síðasta kvöldi september. Tónleikarnir voru lokatónleikar september tónleikaraðar Selfosskirkju sem verið hafa í hverjum septembermánuði samfellt frá árinu 1991 og þetta því átjánda […]
�?ingsetning í skugga hamfara á fjármálamarkaði

Hundrað þrítugasta og sjötta löggjafarþing Alþingis verður sett á morgun í skugga hamfara á fjármálamarkaði. Þingsetning hefst með guðsþjónustu klukkan hálftvö á morgun í Dómkirkjunni. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir frá Stokkseyri, dómkirkjuprestur predikar og þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, ráðherrar, alþingismenn og […]
Humarvertíð 2008 framlengd til 31. október

Sjávarútvegsherra hefur framlengt veiðitímabil humars á árinu 2008 til 31. október. Venjulega eru humarveiðar aðeins heimilar á tímabilinu 15. mars – 30. september. Frá þessu er skýrt á vef Fiskistofu. Sjá mynd undir -nánar- . . (meira…)
54 vilja stýra Landsvirkjun

Alls höfðu borist 54 umsóknir um starf forstjóra Landsvirkjunar í gær. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns eru mjög hæfir umsækjendur meðal þeirra sem hann hefur séð á listanum. Farið verður yfir umsóknirnar næstu daga og segir Ingimundur að unnið verði hratt og örugglega. (meira…)
Trompet- og orgeltónleikar

Í kvöld þriðjudaginn 30. sept. verða tónleikar í Selfosskirkju með verk fyrir trompet og orgel. Jóhann Stefánsson (trompet), kennari í Tónlistarskóla Árnesinga og Jörg E. Sondermann (orgel), organisti í Selfosskirkju, flytja verk eftir Johann Sebastian Bach, Petr Eben og fleiri. Tónleikarnir eru hluti af septembertónleikaröð Selfosskirkju og hefjast kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og er […]
Dragnót í september

Hópurinn orðinn þéttur í efstu þremur sætunum. Geir ÞH er kominn í annað sætið og ljóst má vera að einn þessara þriggja sem þarna eru verður hæstur í september. Valgerður BA ætlar nú ekki alveg að segja skilið við toppinn því hún kom með 17 tonn í 2 ferðum. Annars eru ótrúlega miklar breytingar búnar […]
Eyjabúð 55 ára

Á morgun, miðvikudag 1. október verður verslunin Eyjabúð 55 ára. Af því tilefni býður verslunin þeim viðskiptavinum sem hafa tök á að þiggja veitingar á milli 10-12 þann dag. Í framhaldi af þessum tímamótum verða tilboð í gangi sem verða auglýst í vikunni. (meira…)
Fjölmenni á málstofu um sögu Hveragerðis

Menningarmálanefnd Hveragerðis stóð fyrir málstofu um Hveragerði þann 24. september síðastliðinn. Um hundrað gestir af öllu Suðurlandi sóttu málstofuna og áttu skemmtilega kvöldstund á Listasafni Árnesinga.Björn Pálsson sýndi og sagði frá gömlum myndum og tóku gestirnir þátt í þeirri upprifjun og urðu myndirnar ljóslifandi í minningunni. Kristín B. Jóhannesdóttir las upp ljóðið, Vinurinn eftir séra […]
ÍBV fékk Fram í 32ja liða úrslitum

Nú í kvöld var dregið í 32ja liða úrslitum í Eimskipabikarnum í handbolta karla en 31 lið var skráð til keppni. Bikarmeistarar Hauka sitja hjá í fyrstu umferð en karlalið ÍBV fékk heimaleik gegn úrvalsdeildarliði Fram. Leikirnir fara fram 5. og 6. október. (meira…)