Selfoss færðist til í skjálftunum

Mælipunktar í Árborg, Ölfusi og Hveragerði færðust til í jarðhræringunum í lok maí og er nú unnið að endurmælingum þeirra. Sambærileg tilfærsla varð í skjálftunum árið 2000. Þá færðust punktar til um 10 sentimetra á Selfossi en gengu að hluta til baka. Í skjálftunum síðastliðið vor færðist Selfoss um sautján sentimetra til suðausturs og hækkaði […]
Íslandspóstur bætir í landflutninga

Íslandspóstur ætlar að færa út kvíarnar og hefja sókn á sviði landflutninga. Tíu ný pósthús verða reist á landsbyggðinni og sex önnur endurbætt til að geta sinnt nýjum verkefnum betur. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir gríðarlegar rekstrarbreytingar hafa orðið hjá fyrirtækinu síðastliðin tíu ár. Aukin sókn í landflutningum miði að því að búa fyrirtækið undir […]
�?gönsku strákarnir áfram hjá ÍBV

Úgönsku leikmennirnir Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba hafa framlengt samninga sína við ÍBV. Báðir leikmennirnir spiluðu stórt hlutverk í frábærum árangir ÍBV í sumar og eru mikilvægir hlekkir í liðinu. Andrew hefur verið hjá ÍBV síðan 2006 og hefur því sitt fjórða tímabil með ÍBV á næsta ári. Augustine Nsumba, eða Gústi kom til félagsins […]
Svakalegasta Lundaball aldarinnar í aðsigi

Nú liggur það fyrir að stærsta, flottasta og glæsilegasta Lundaball sem haldið hefur verið á hinni fögru Heimaey er orðin staðreynd. Jú, það er rétt Helliseyjarlundaballið fer að hefjast. Herlegheitin hefjast á laugardagskvöld næstkomandi og staðurinn er Höllin. Við vitum að Lundaböll sl. 6 ár hafa verið dálítið þung og jafnvel þvingandi. En nú verður […]
Los Angeles með rétt til að semja við Margréti Láru

Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir gæti verið á leið til Los Angeles til að leika þar knattspyrnu í nýrri amerískri atvinnudeild á komandi keppnistímabili. Los Angeles fékk í gærkvöld réttinn til að semja við Margréti Láru en þá völdu liðin sjö sem skipa deildina á fyrsta ári fjóra leikmenn hvert úr hópi bestu knattspyrnukvenna heims. (meira…)
Eyjamenn ánægðir með sinn heimabæ

Í nýrri könnun sem Capacent er nú að klára kemur fram að íbúar í Vestmannaeyjum eru sérlega ánægðir með sinn heimabæ og þá þjónustu sem þar er í boði. Sem dæmi eru tæp 92% aðspurðra mjög ánægð eða frekar ánægð með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á. Íbúar í Vestmannaeyjum eru í 4. sæti […]
Sparisjóðurinn tekur við umboði VÍS

Sparisjóður Vestmannaeyja og VÍS hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að sparisjóðurinn tekur við umboði VÍS í Vestmannaeyjum frá og með 1. október nk. Egill Arnar Arngrímsson þjónustustjóri VÍS í Vestmannaeyjum mun halda áfram að þjóna viðskiptavinum á svæðinu og bjóða tryggingaþjónustu VÍS og Lífís og verður hann frá næstu mánaðamótum með […]
Fangelsin verða byggð

Ríkistjórnin ákvað í gærmorgun að veita 300 til 400 milljónum árlega á næstu þremur árum til boðaðra byggingaframkvæmda í fangelsismálum. 160 fangar voru í íslenska fangakerfinu í gær. Þar af sátu 143 í fangelsum landsins en rými þar eru alls 137. 127 þeirra voru að afplána óskilorðsbundna refsingu og fimmtán sátu í gæsluvarðhaldi. Öll rými […]
Fór húsavillt við þjófnað

Maður hafði samband við lögreglu og greindi frá því að borvél hefði verið stolið frá honum og hann hefði séð hana auglýsta á Barnaland.is. Lögregla fór til þess sem hafði auglýst borvélina. Hann viðurkenndi að hafa farið inn í fyrirtæki í Þorlákshöfn og tekið borvélina. Ástæðuna kvað hann þá að fyrirtækið þar sem borvélin var […]
Heimsókn frá Jemtalandi í Svíþjóð

Miðvikudaginn 17. sept. komu í heimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurlands 11 kennarar frá Dille Gård Naturbruksgymnasium sem er í borginni Östersund í Jemtalandi í Norður-Svíþjóð. Dille Gård skólinn leggur meðal annars áherslu á íslenska hestinn í starfi sínu. Kennararnir skoðuðu FSu undir leiðsögn alþjóðafulltrúa skólans, Lárusar Bragasonar. Eftir það var farið niður að Austurkoti og Votmúla […]