Selfoss sigraði á Seltjarnarnesi

Selfyssingar gerðu góða ferð á Seltjarnarnesið í 1. deild handboltans í gærkvöldi en aðkomumennirnir sigruðu lið Gróttu, 29:25. Var þetta fyrsti leikur beggja liða í deildinni en báðum er spáð góðu gengi. Var leikurinn þó afar kaflaskiptur og mikið var um mistök sem eðlilegt verður að teljast í fyrsta leik. Grótta komst snemma vel yfir […]

Afhjúpun minnisvarða Stefáns og Guðfinnu í Vorsabæ

Sunnudaginn 21. september n.k. kl. 15.00 verður afhjúpaður minnisvarði um hjónin í Vorsabæ, Guðfinnu Guðmundsdóttur og Stefán Jasonarson, í skógræktarreit Umf. Samhygðar við Timburhóla í Gaulverjabæjarhreppi hinum forna. Þau hjón voru bændur í Vorsabæ í hálfa öld og Stefán var frumherji í störfum fyrir samtök sunnlenskra bænda, ungmennafélags- hreyfinguna, umferðaröryggi og varðveislu þjóðlegra verðmæta. Árið […]

Yfirfull fangelsi á landinu

Fangelsi landsins eru yfirfull og hafa fangelsisyfirvöld neyðst til að vista fanga á lögreglustöðvum og tvímennt er í um tíu klefum á Litla Hrauni. Meðal annars hefur verið skoðað hvort hægt sé að vista fanga í gámum. Fangelsi landsins rúma ekki lengur á álagstímum alla þá sem dæmdir eru til afplánunar í landinu. (meira…)

Séra Gunnar Björnsson giftir þrátt fyrir leyfi frá störfum

Séra Gunnar Björnsson, fyrrverandi sóknarprestur á Selfossi, ætlar að framkvæma hjónavígslu í Stokkseyrarkirkju á morgun þrátt fyrir að hafa verið settur í leyfi frá störfum. Samkvæmt hjúskaparlögum er slíkt heimilt að því gefnu að hann fái starfandi prest til að færa hjónavígsluna í kirkjubók. Gunnar var í vikunni leystur frá störfum eftir að hafa verið […]

Humar sendur með flugi og beint inn í Veisluturninn í Reykjavík

Í hádeginu í dag var gerð áhugaverð tilraun þegar lifandi humar var fluttur flugleiðina frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og beint inn í hinn glæsilega veitingastað Veisluturninn, þar sem Eyjamaðurinn Sigurður Gíslason er allt í öllu. Sendingin er hluti af alþjóðlegu verkefni sem sextán fyrirtæki taka þátt í, m.a. Vinnslustöðin, Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Háskóli Íslands og Veisluturninn […]

Bændaglíman í dag

Nú sér fyrir endann á golfsumrinu en síðasta mót sumarsins ár hvert hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja er Bændaglíman. Mótið fer fram í dag og hefst klukkan 17.00. Mótið fer þannig fram að skipt er í tvö lið, líkt og í Ryderkeppninni og mun tapliðið þjóna sigurliðinu til borðs í veislu í mótslok. Fyrirliðar sveitanna eru í […]

Uppskeruhátíð í Gónhól á Eyrarbakka

Nú eru bændur og búalið að uppskera á fullu það sem sáð var til sl. vor og því ætla bændur á Suðurlandi að kynna og selja afurðir sínar í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka um helgina, 20. og 21. september. Jafnframt fer fram í Gónhólnum síðasta myndlistarkeppni sumarsins í listasmiðju barna sunnudaginn 21. september kl. 15:00. […]

Bjargið kom úr kletti í Klifinu

Blaðamaður Eyjafrétta skaust upp á Klif nú í morgun með Jóni Sighvatssyni, rafeindavirkja en enginn hefur farið jafn oft upp á fjallið og Jón. Eins og fram kom hér á vefnum fyrr í vikunni féll stærðarinnar bjarg úr Klifinu, líklega um 30 tonn að þyngd og endaði aðeins um meter frá vegslóða í Friðarhöfn. Nú […]

�?að er hollt að hlægja

Það er hollt að geta hlegið. Sumir hafa þann góða eiginleika að hlægja smitandi hlátri. Hvaða Eyjamaður þekkir t.d. ekki þegar Guðgeir Matthíasson hlær. – Þá hlægja allir í kringum hann, þótt ekkert fyndið sé í gangi, nema hláturinn hans. Hér er lítið myndband um ungan dreng, sem hefur þennan eiginleika. (meira…)

Uppskeru- og réttarhátíð 24. september

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi boðar til uppskeru- og réttarsamkomu miðvikudagskvöldið 24. september nk. kl. 20:00 í einu af félagsheimilum sinna manna í Veitingahúsinu Hafinu bláa við Ölfusárósa. Þakkað verðu gott og gjöfult sumar til lands og sveita og fagnað upphafi vertíðar til sjávarins. Á borðum verður rammíslensk kjötsúpa og þjóðleg hausastappa úr þorskhausum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.