Hemmi fyrirliði gegn Dönum

Hermann Hreiðarsson verður með fyrirliðabandið í fjarveru Eiðs Smára Guðjohnsen þegar Íslendingar etja kappi við Dani á Parken á miðvikudagskvöldi. Hermann leikur þá sinn 75. landsleik og verður þetta áttundi leikurinn sem hann ber fyrirliðabandið með íslenska landsliðinu. (meira…)

Fimm karlmenn handteknir í gærkvöldi og nótt

Fimm karlmenn voru handteknir í gærkvöldi og í nótt og dvelja nú í fangageymslum á Selfossi og bíða yfirheyrslu vegna hnífsstungumálsins sem upp kom í vinnubúðum við Hellisheiðarvirkjun á föstudagskvöldið. (meira…)

Pólverji stunginn með hnífi

Lögreglan á Selfossi vinnur nú að rannsókn líkamsárásar sem pólskur verkamaður varð fyrir af hendi landa síns eða sinna í fyrrakvöld í vinnubúðum við Hellisheiðavirkjun. Lögreglunni barst tilkynning um árásina kl. 21:37 í fyrrakvöld. (meira…)

9. flokkur körfuboltans í þriðja sæti Íslandsmótsins

Níundi flokkur ÍBV í körfubolta gerði góða ferð til Mekka körfuboltans, Reykjanesbæ, nánar tiltekið til Njarðvíkur. Þar léku strákarnir í fyrsta sinn í A-riðli Íslandsmótsins, fyrsti flokkur ÍBV sem gerir það en fimm lið voru í riðlinum. Eyjapeyjar sýndu það að árangur þeirra er engin slembilukka en ÍBV endaði í þriðja sæti og hélt þar […]

Hugmynd að samgöngumáta milli lands og Eyja

Vestmannaeyingum eru samgöngumál afar hugleikinn. Jarðgöng, nýr Herjólfur í Þorlákshöfn, Herjólfur í Landaeyjahöfn. Einu sinni var rætt um flotgöng, brú á milli lands og Eyja og fleira í þeim dúr. (meira…)

Eva Sveins Íslandsmeistari í Icefitness

Eva Sveinsdóttir varð í gærkvöld Íslandsmeistari í Icefitness sem fór fram í Laugardalshöllinni. Eva fór hreint á kostum í keppninni, sigraði allar greinarnar, tók 60 armbeygjur, hékk í fitnessgreip í 2,47 mínútur og fór hraðaþrautina á 1,14 mín. og jafnaði þar Íslandsmetið í brautinni. Eva sigraði svo í samanburðinum sem fór reyndar fram í vikunni […]

Eyjamenn heillum horfnir

Eyjamenn virðast heillum horfnir í handboltanum en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Haukum með fjórtán mörkum, 23:37. Haukar voru sterkari allan leikinn, skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og fyrsta mark ÍBV kom ekki fyrr en þegar rúmlega níu mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan í hálfleik var 9:18 fyrir gestina. (meira…)

Skólaball á Draugabarnum!

DJ Exos og hljómsveitin Sirkuz skiptust á að halda uppi fjörinu á skólaballi FSu á Draugabarnum í gærkvöldi. Skoða myndir. (meira…)

Líklega um 2000 tonna kast hjá Guðmundi

„Jæja, hvað á maður að segja. Við köstuðum hérna rétt fyrir utan þorpið í Grundarfirði og fengum sennilega ein 2000 tonn í þessu kasti. Við erum með þetta á síðunni núna og erum að dæla í okkur,“ segir Þorbjörn Víglundsson á bloggsíðu sinni en svo virðist sem áhöfnin á Guðmundi VE hafi bætt met félaga […]

ÍBV tekur á móti Eyjapeyjum og félögum þeirra

Í dag klukkan 15:00 mætast ÍBV og Haukar í N1 deild karla. Í Haukaliðinu má meðal annars finna þrjá Eyjamenn, þá Gunnar Berg Viktorsson, Arnar Pétursson og Kára Kristjánsson. Gengi liðanna er ólíkt, Haukar eru í öðru sæti deildarinnar með tólf stig en ÍBV í neðsta sæti með ekkert stig en bæði lið hafa leikið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.