Samið um endurbyggingu Gjábakkabryggju

Gjabakkabryggja 24 Opf Cr

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs á miðvikudag var farið yfir tilboð sem bárust í endurbyggingu Gjábakkabryggju. Fram kemur í fundargerðinni að þann 29. apríl hafi verið opnuð tilboð í endurbyggingu Gjábakka, í stálþilrekstur. Jafnframt segir að engar athugasemdir hafi borist um framkvæmd útboðsins. Eftirfarandi tilboð bárust: Kranar ehf. 199.583.169 kr. Sjótækni ehf. 225.884.500 kr. Hagtak […]

Baldurshagi undir regnboganum

Regnbogi Baldurshagi 20250508 205933

Hann var glæsilegur regnboginn sem myndaðist yfir Eyjum í kvöld. „Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast þegar við erum sjálf á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki getum við gengið að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar við horfum á regnbogann höfum við sólina í bakið. Ljósgeisli […]

Ríkið styrkir gerð göngustígs í hlíðum Eldfells

Atvinnuvegaráðuneytið og Vestmannaeyjabær hafa undirritað samning um verkefnastyrk til gerðar göngustígs (gönguleiðar) í hlíðum Eldfells í tengslum við listaverk til minnis um eldgosið á Heimaey 1973. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Listaverkið er hannað af Ólafi Elíassyni og mun gönguleiðin liggja frá verkinu og hringinn í kringum gíginn í Eldfelli.  Saman munu listaverkið […]

Minna Ágústsdóttir um Mey ráðstefnuna: „Gleðin var einstök“

Kvennaráðstefnan Mey fór fram í Sagnheimum fyrir fullum sal kvenna þann 5. apríl síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar er að sameina konur, styrkja, gleðja og valdefla. Þrír ólíkir fyrirlesarar stigu á svið yfir daginn og fjölluðu um fjölbreytt og áhugaverð málefni. Minna Ágústsdóttir, forstöðukona Visku, stendur að baki ráðstefnunnar. Minna svaraði nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Fullt nafn: […]

Vill einstefnu frá Tangagötu að Básaskersbryggju

Gata Bryggja 20250508 073604

Dóra Björk Gunnarsdóttir fyrir hönd Vestmannaeyjahafnar lagði fram – á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs – til kynningar tillögu að tilraunaverkefni þar sem einstefna yrði frá Tangagötu að Básaskersbryggju við smábátahöfn. Tillagan er til þess fallin að bæta umferðaröryggi við Vigtartorg samhliða aukinni þjónustu við skemmtiferðaskip og ferðamenn á torginu. Í skýringum með tillögunni segir […]

Leiðréttingin leiðrétt

Samantekt Í lok mars síðastliðnum héldu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra blaðamannafund undir yfirskriftinni Veiðigjöld í sjávarútvegi leiðrétt.  Þar var m.a. fjallað um verðlagningu makríl og mun á Íslandi og Noregi. Í þessari grein varpa ég ljósi á: Rangan samanburð á afurðaverði makríls í greinargerð með frumvarpi um veiðigjald vegna þess að: Borið er saman verð á […]

Frönsk útgáfa á Tyrkjaránssögum

Karl Smári Hreinsson Nú fyrir skömmu kom út frönsk þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar ásamt öðrum samtímaheimildum um Tyrkjaránið á Íslandi. Bókin er langítarlegasta verk sem gefið hefur verið út umTyrkjaránið frá því að Sögufélagið gaf út bókina Tyrkjaránið á Íslandi á árunum 1906-1909. Þýðinguna gerðu Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols en þeir […]

Veiðigjalda-frumvarpi dreift á Alþingi

Fundur FJR

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um leiðréttingu á veiðigjöldum hefur verið dreift á Alþingi að lokinni framlagningu í ríkisstjórn og meðferð þingflokka. Frumvarpið var birt í samráðsgátt frá 25. mars sl. til 3. apríl sl. Samtals bárust 112 umsagnir frá einstaklingum, fyrirtækjum, hagsmunaaðilum, sveitarfélögum, félagasamtökum og stofnunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar […]

Kalli úr Kolrössu og Sororicide gengur til liðs við hOFFMAN

Thumbnail IMG 3087

Karl Ágúst, þekktur úr hljómsveitunum Kolrössu og Sororicide, hefur nú tekið við trommusettinu hjá rokkhljómsveitinni hOFFMAN og leysir þar af hólmi Magna Frey. 1.maí gefur hOFFMAN út glænýtt lag, „90 Years“, sem verður hluti af væntanlegri plötu þeirra, sem kemur út síðar á árinu. Sveitin hefur síðustu misseri verið önnum kafin við að semja nýtt […]

Eyjafréttir komnar út

Út er komið fjórða tölublað Eyjafrétta. Blaðið er fjölbreytt en inn í blaðinu er einnig aukablað frá Drífanda – stéttarfélagi í tilefni af 1. maí. Í Eyjafréttum er meðal annars umfjöllun og myndir frá Hljómey. Þá svarar Terra til um sorpmálin. Sjávarútvegurinn er einnig fyrirferðamikill í blaðinu, en bæði Ísfélag og Vinnslustöð héldu nýverið aðalfundi […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.