Samgönguframkvæmdum forgangsraðað

Ernir Opf DSC 6789

Alþingi samþykkti í gær fjárlög fyrir árið 2025. Heildarframlög til samgöngumála nema rúmum 62 milljörðum kr. og hækka um 9 milljarða kr. frá yfirstandandi ári, eða 17%.  Unnið verður í ýmsum stórum verkefnum á árinu 2025, m.a. á Vestfjörðum, Reykjanesbraut og við Hornafjarðarfljót. Þá verða þrír milljarðar settir í að leggja tengivegi víða um land […]

Vegleg gjöf til Verkdeildar BS frá Kiwanisklúbbnum Helgafell

Við í Verkdeild Barnaskólans, sem samanstendur af fimm flottum peyjum og starfsfólki, viljum koma kærum þökkum til Kiwanismanna í Vestmannaeyjum. Þeir voru svo höfðinglegir að færa okkur að gjöf Prowise snjallsjónvarp sem mun nýtast okkar nemendum vel í allskyns kennslu, sem er bæði skemmtileg og fjölbreytt. Þetta sjónvarp mun hjálpa okkur starfsfólki að nýta styrkleika […]

Minntust þeirra sem látist hafa í umferðinni

Minningastund um fórnarlönd umferðaslysa

Í gær var þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum og beðið fyrir þeim sem slasast hafa. Viðbragsaðilar mættu í messuna. Í gærkvöld mættu viðbragðsaðilar frá Björgunarfélaginu, sjúkraliðinu og lögreglu ásamt séra Guðmundi Erni. Einnig voru nokkrir aðilar sem mættu þrátt fyrir ískaldan sunnudag. Falleg stund við hlið kirkjugarðsins þar sem kveikt var á kertum […]

Litla Mónakó – VÁ!

default

Ný fóðurverksmiðju að koma til Vestmannaeyja? Gríðarleg verðmætasköpun og samlegðaráhrif verður hjá risunum þremur. Allt að 50 störf gætu skapast + afleidd störf. Klasamyndunin er hafin! Svona hefst pistill Jóhanns Halldórssonar um áframhaldandi uppbyggingu í Vestmannaeyjum, sem hann kallar gjarnan litla Mónakó. Grípum aftur niður í pistil hans. Stærsti framleiðandi á fiskifóðri í heimi Í […]

Minningarstund um fórnalömb umferðarslysa

DSC 5668 Minningardagur Umferdarslys 2023 Op 2

Á morgun verður minningarstund í Landakirkju um fórnalömb umferðarslysa. Árið 2005 ákváð allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að helga þriðja sunnudag í nóvember ár hvert minningu þeirra sem látist hafa í umferðarslysum, samstöðu með þeim sem glíma við fötlun og örkuml sem afleiðing umferðarslysa, umhyggju um aðstandendur þeirra, sem og um löggæslu, sjúkralið og aðra þá sem […]

Búbblur og bröns á laugardag

Sjalfst 4efstu 2024 Ads

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum opnar kosningaskrifstofu fyrir alþingiskosningarnar 30.nóvember. Framundan er mikilvægur tími fyrir okkur sjálfstæðisfólk um allt land og því mikilvægt að þétta hópinn og koma alvöru stemningu í starfið. Við opnum því kosningaskrifstofu á laugardag, fyrir litla lundaballið hans Eyþórs Harðar, oddvita okkar, sem hefur ásamt félögum sínum í Heimaeyjarlandinu haft veg og vanda […]

Friðarhöfn – spennandi glæpasaga frá Vestmannaeyjum

Ljósmyndari: Juliette Rowland Það hefur ekki farið fram hjá Eyjamönnum síðastliðnar vikur að hópur tökufólks hefur verið hér í Eyjum. Um eru að ræða kvikmyndafyrirtækið Glassriver, en þau hafa verið í tökum vegna þáttaseríru sem kallast Friðarhöfn og kemur út á næsta ári. Glassriver var stofnað árið 2016 með því markmiði að framleiða vandað íslenskt sjónvarpsefni. Síðan þá […]

Gul viðvörun: Norðvestan hvassviðri eða stormur og él

Vidv 141124

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir fyrir alla landshluta.  Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Gul viðvörun vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austfjörðum, á Miðhálendi og á Ströndu og norðurlandi vestra. Viðvörun á Suðurlandi tekur gildi klukkan 6.00 og verður í gildi […]

Bjóða fría blóðsykursmælingu

Blodsykurmaeling 24 OPF 20241114 131414

Í dag býður Lionsklúbbur Vestmannaeyja og heilsugæslan upp á blóðsykursmælingu í Apótekaranum. Aðalsteinn Baldursson sér um mælinguna og er fólk hvatt til að nýta tækifærið. Margir ganga með dulda sykursýki, sem er hættulegur sjúkdómur. Sykursýki er vaxandi vandi í heiminum. Talið er að hundruð manna á Íslandi séu með sykursýki án þess að hafa hugmynd […]

X24: Framboðsfundur í dag

Í dag verður opinn fundur með oddvitum allra stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi. Fundað verður í Höllinni kl. 17:30, húsið opnar kl. 17:00. Fundurinn er haldinn í samvinnu Vestmannaeyjabæjar, Eyjafrétta og Tíguls og eru bæjarbúar hvattir til að mæta. Oddvitar flokkana eru: Halla Hrund Logadóttir – Framsóknarflokkurinn Guðbrandur Einarsson – Viðreisn Guðrún Hafsteinsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn Ásthildur Lóa […]