Óli Gränz kynnir nýja bók í Eldheimum- uppfært

Metnaðarfullri dagskrá safnahelgar er svo sannarlega ekki lokið. Fram undan er stórskemmtilegt kvöld þar sem Óli Gränz sem vart þarf að kynna mætir með nýja bók um sitt viðburðarríka lífshlaup. Óli Gränz fæddist í Vestmannaeyjum 1941 og átti heima í Jómsborg, á Kirkjuvegi 88 og Breiðabliki. Hann var til sjós á yngri árum og var […]
Lúðrasveitin blæs til hausttónleika

Lúðrasveit Vestmannaeyja heldur sína árlegu hausttónleika nú um komandi helgi, laugardaginn 8. nóvember kl. 16:00. Tónleikarnir fara fram í Hvítasunnukirkjunni og gengið verður inn Hallarlundsmegin. Lúðrasveitin hefur starfað óslitið frá stofndegi 22.mars 1939 og hafa hausttónleikarnir verið hluti af starfinu lengur en elstu menn muna. Að geta haldið úti slíku starfi í bæjarfélagi sem okkar […]
Fermingarbörn ganga í hús til styrktar vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

Á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember milli kl. 17.30 og 19.00 munu fermingarbörn í Landakirkju ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Hér er um hina árlegu söfnun fermingarbarna að ræða. Fyrir söfnunina hafa fermingarbörnin fengið fræðslu um verkefnið, sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda. Það er ágætt að […]
„Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“

Með sölu Þórunnar Sveinsdóttur VE og lokun á Leo Seafood verða mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Nafn skipsins er samofið gifturíkri sjósókn auk þess sem rekstrarsaga útgerðarinnar er afar farsæl. Hagnaður félaganna hefur verið hlutfallslega meiri en annarra sjávarútvegsfyrirtækja sem aftur hefur verið undirstaða nýsmíði skipa, kaupa á aflaheimildum og uppbyggingu fiskvinnslu. Fyrirtækin hafa […]
Félags- og húsnæðismálaráðherra í Eyjaheimsókn

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar á fimmtudaginn síðastliðinn. Markmið ferðarinnar var að ræða fyrirhugaða uppbyggingu hjúkrunarheimilis og kynna sér starfsemi helstu stofnana í málaflokki ráðherrans. Bæjarráð tók á móti Ingu í ráðhúsinu, þar sem rætt var um áform um nýtt hjúkrunarheimili við sjúkrahúsið. Lögð var áhersla á að framtíðarlausnin yrði hluti af heildstæðri […]
Allraheilagra messa í Landakirkju – látinna Eyjamanna minnst

Í gær fór fram Allraheilagra messa í Landakirkju þar sem heiðruð var minning látins Eyjafólks. Á messunni voru nöfn þeirra Eyjamanna sem látist hafa á árinu lesin upp og kveikt var á kerti fyrir hvern og einn þeirra til heiðurs. Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja sungu við athöfnina. Einsöng fluttu Sólbjörg Björnsdóttir og […]
Áratugur af samvinnu og þróun heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjumum

Í lok október voru liðin tíu ár frá því að Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sameinaðist undir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, og markar þessi dagsetning mikilvægan áfanga í þróun heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi og í Eyjum. Sameiningin tók gildi í október 2015, með það að markmiði að efla samvinnu, bæta þjónustu og tryggja sterkari stoðir fyrir heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum. Undanfarin […]
16,8 milljóna króna kostnaður Minjastofnunar

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt verð á nýjum lóðum við Miðgerði sem eru tilkomnar vegna gjalda frá Minjastofnun. Í kjölfarið hefur Vestmannaeyjabær auglýst lausar til umsóknar lóðir við Miðgerði 1–11 og við Helgafellsbraut 22–26. Samkvæmt upplýsingum sem Eyjafréttir kölluðu eftir frá Vestmannaeyjabæ var kostnaður Minjastofnunar við verkið rúmlega 16,8 milljónir króna. Samkvæmt auglýsingu bæjaryfirvalda eru í […]
Safnahelginni lýkur með bókakynningu og teboði

Safnahelginni í Vestmannaeyjum lýkur í dag, sunnudag með áhugaverðri bókakynningu í Sagnheimum. Þar kynna tvær þekktar konur nýjustu bækur sínar. Knattspyrnudrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir með ævisöguna Ástríða fyrir leiknum og Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og spennusagnahöfundur, sem leiðir lesendur inn í sögu sem gerist þegar fólk verður veðurteppt í Vestmannaeyjum. Einnig verður konunglegt teboð haldið […]
Framtíðarsýn

Ég var að renna yfir skýrslu Jóhanns Halldórssonar um hugsanlega uppbyggingu á stórskipaviðlegukanti á Eiðinu og hafði bara gaman af, vonandi verður málið að veruleika, en þetta rifjaði upp fyrir mér ansi margar greinar sem ég hef skrifað í gegnum árin og meðal annars fyrsta framboðið mitt, en ég tók þátt í framboði sem hét […]