Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðv-runin gildi í fyrramálið kl. 06:00 og gildir til kl. 12:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-25 m/s og vindhviður staðbundið yfir 35 m/s, hvassast syðst á svæðinu. Varasamt ferðaveður. Suðurland […]
Nýr yfirlæknir sjúkradeildar í Vestmannaeyjum

Magnús Böðvarsson tekur við stöðu yfirlæknis sjúkradeildar Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum frá og með 1. janúar 2026. Magnús er sérfræðilæknir með sérhæfingu í lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Hann útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands árið 1976 og hélt þaðan til Bandaríkjanna í sérfræðingsnám í almennum lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Hann hefur starfað sem nýrnalæknir frá árinu 1986, meðal annars […]
Göfug orkuskipti í orði – öfug orkuskipti í verki

Síðastliðin þrjú ár hefur náttúran leikið aðalhlutverk í raforkumálum á Íslandi. Kaldir og úrkomulitlir vetur ollu skerðingum á raforku frá Landsvirkjun árin 2023 og 2024 og fram í febrúar 2025 en þá skipti náttúran um ham. Vorið og hlýindi komu snemma og innrennsli var með allra mesta móti í miðlunarlón. Þrátt fyrir afar lélegt upphaf […]
Töluvert ráðrúm til bætingar og vaxtar í Vestmannaeyjum

Það er stutt í kosningar og sést það vel á því að menn eru farnir að geysast út á ritvöllinn. Það er ánægjulegt, sér í lagi þegar að kröftugur tónn kemur úr óvæntri átt eins og í tilfelli Jóhanns Inga Óskarssonar. Það er einnig ánægjulegt vegna þess að upplifun mín af samtölum við bæjarbúa um […]
Gul viðvörun fram á kvöld

Veðurstofa Íslands gaf í gær út gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi til kl. 20.00 í kvöld. Í viðvörunarorðum segir: Norðaustan 15-23 m/s með hviðum upp í 35 m/s undir Eyjafjöllum austur í Mýrdal. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá gaf Herjólfur út í morgun […]
Bað pabba sinn um hjálp – hinn dreymdi um stærra heimili

Tveir spilarar voru heppnastir allra í Lottó um síðustu helgi þegar þeir skiptu með sér sjöföldum fyrsta vinningi og hlutu rúmlega 79,3 skattfrjálsar milljónir hvor. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að annar vinningshafinn sé búsettur á Suðurnesjum, hinn á Norðurlandi og báðir keyptu miðana sína á netinu. „Hvorugt þeirra vissi af vinningnum þegar við […]
Kæri Páll

Takk fyrir greinina – en ég verð að byrja á því sem skiptir mig mestu: Í mínum tveimur greinum hef ég aldrei nefnt einn einasta bæjarfulltrúa með nafni. Ég fjallaði um bæjarstjórn sem heild, forgangsröðun hennar, efnahagsstjórn og skort á umræðu. Ég valdi að nafngreina engan, af virðingu – því gagnrýni mín sneri að kerfi […]
Endilega ræðum málin!

Það er mikilsvert að bæjarbúar – ekki síst unga fólkið – láti sér annt um bæinn sinn og veki máls á því sem þeim þykir að betur mætti fara. Mér þótti það því sérstakt gleðiefni að sjá ungan og duglegan mann sem ég kannast ágætlega við, Jóhann Inga Óskarsson, kveða sér hljóðs í bæjarmiðlunum – […]
Viðarssynir á skotskónum

Eyjamennirnir og bræðurnir, Arnór og Elliði Viðarssynir voru báðir í eldlínunni með sínum liðum í handboltanum í gærkvöld. Arnór átti stórleik í sænska handboltanum. Arnór, sem leikur með Karlskrona, skoraði sjö mörk úr tíu skotum og var með sjö stoðsendingar í 29:29 jafntefli gegn Malmö. Hann var bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í leiknum. Karlskrona var […]
Vilja reka Herjólf áfram

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að óska eftir framlengingu á samningi sveitarfélagsins og ríkisins um rekstur Herjólfs. Núgildandi samningur rennur út 31. desember 2026, en heimilt er að framlengja hann um tvö ár, til ársloka 2028. Sveitarfélagið þarf að senda tilkynningu til ríkisins í janúar 2026, óski það eftir að nýta sér framlengingarákvæði samningsins. Bæjarráð samþykkti […]