Allraheilagramessa í Landakirkju

Allraheilagramessa verður í Landakirkju sunnudaginn 2.nóvember kl. 20.00. Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja munu flytja Requem eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar eru Sólbjörg Björnsdóttir og Geir Jón Þórisson. Matthías Harðar leikur á orgel og Kitty Kovács stjórnar. Á allraheilagramessu minnumst við þeirra sem látist hafa í Vestmannaeyjum eða verið jarðsettir í kirkjugarði Vestmannaeyja síðastliðna […]
Skemmtiferðaskip í Klettsvík

Skemmtiferðaskipið Vasco da Gama kom til Vestmannaeyja í morgun og vakti mikla athygli. Það er óvenjulegt að skemmtiferðaskip komi til Eyja á þessum árstíma, en áhöfnin nýtti tækifærið til að kynna farþegum íslenskt mannlíf og náttúru í vetrarbúningi. Skipið liggur í Klettsvíkinni og smellti Óskar Pétur Friðriksson meðfylgjandi myndum. (meira…)
Gular viðvaranir víðast hvar – uppfært

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir eftirtalin svæði: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 31. okt. kl. 09:00 og gildir til 1. nóv. kl. 07:00. Í viðvörunartexta segir: Hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s undir Eyjafjöllum. Búast […]
Örfá sæti eftir á Dömukvöld ÍBV!

Dömukvöld handknattleiksdeildar ÍBV verður haldið á morgun, föstudaginn 31. október í Golfskálanum. Húsið opnar kl 19:30 og borðhald hefst kl 20:30, segir í tilkynningu frá dömukvöldsnefnd handknattleiksdeildar ÍBV. „Glæsilegir smáréttir frá Vöruhúsinu. Nammibarinn verður á sínum stað. Veislustjóri er eyjamærin Hrund Scheving. Einar Ágúst kemur til okkar og tekur lagið. Kvöldið endar með því að […]
Jól í skókassa: Skil í Landakirkju til 31. október

Verkefnið Jól í skókassa stendur nú yfir. Markmið þess er að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma eða aðrar erfiðar aðstæður með jólagjöf sem send er í skókassa. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og hefur glatt ótal börn sem annars hefðu lítið eða ekkert fengið um jólin. Þátttakendur, bæði börn og fullorðnir, eru hvattir […]
Safnahelgin hefst á morgun

Safnahelgin er fram undan og menningarlífið í Eyjum fer á fullt þegar söfn, gallerí og menningarhús bæjarins sameinast í fjölbreyttri og líflegri dagskrá. Gestir geta notið ljósmyndasýninga, tónleika, bókakynninga og fræðandi erinda, auk þess sem opnar vinnustofur og sýningar bjóða upp á einstaka innsýn í list og sögu Eyjanna. Safnahelgin er orðin fastur liður í […]
Dömu- og herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV býður Eyjamönnum til tveggja stórviðburða um næstu helgi þegar bæði dömu- og herrakvöld verða haldin í Golfskálanum – og ljóst er að stemningin verður eftir því! Fyrst á dagskrá er dömukvöld handboltans sem fer fram föstudagskvöldið 31. október. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30. Veislustjóri verður Hrund Scheving. Einar Ágúst […]
Veturinn heilsar með viðvörunum

Fyrsti vetrardagur var síðastliðinn laugardag. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrstu lægð vetrarins en hún nálgast nú landið. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 28. okt. kl. 18:00 og gildir til kl. 12:00 á miðvikudag. Í viðvörunarorðum segir: Líkur á snjókomu eða […]
Ársþing SASS: Farsæld barna og byggðaþróun í brennidepli

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) stendur nú yfir í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri í Skaftárhreppi. Um 100 fulltrúar frá öllum 15 sveitarfélögum á Suðurlandi sækja þingið, ásamt alþingismönnum, starfsmönnum samtakanna og öðrum opinberum starfsmönnum. Meginmarkmið þingsins er að móta sameiginlegar tillögur og ályktanir í hagsmunagæslu fyrir landshlutann í heild. Á þinginu í ár er sjónum […]
Hex Hex Dyeworks með litríka pop-up búð í Safnahúsinu

Áhugi á handavinnu breyttist í litríkt ævintýri þegar Ásdís Björk Jónsdóttir og Elfar B. Guðmundsson stofnuðu Hex Hex Dyeworks, sem framleiðir handlitað garn úr völdum efnum. Næsta laugardag opna þau litla pop-up búð í anddyri Safnahússins, þar sem gestir geta kynnt sér garnið og handverkið á bak við það. Hex Hex Dyeworks er lítið fjölskyldufyrirtæki […]