Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Suðurland og Miðhálendið. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 1. ágúst kl. 22:00 og gildir hún til 2. ágúst kl. 02:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 13-18 m/s við ströndina og í Vestmannaeyjum og talsverð rigning. Tjöld geta fokið og fólk er hvatt til að huga að […]
Óeðlilegur fjöldi dauðra dúfa í Eyjum

Matvælastofnun birtir í dag á heimasíðu sinni ábendingu vegna óeðlilegs fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Er almenningi ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna. Tilkynning MAST í heild sinni: „Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Ástæður fyrir dauða fuglanna er í rannsókn. Meðan niðurstöður […]
Féll strax fyrir þjóðhátíð

Kom fyrst á þjóðhátíð 19 ára – Nú í forystu í undirbúningi og framkvæmd Hvað fannst þér um þjóðhátíð þegar þú mættir í fyrsta skipti í Dalinn? „Mér fannst hún æðisleg. Þess vegna kom ég aftur og aftur og upplifunin, bara VÁ! Maður gat ekki hugsað sér að fara eitthvað annað þó fleiri útihátíðir væru […]
Götulokanir vegna Þjóðhátíðar

Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ er farið yfir götulokanir um Þjóðhátíð. Hér að neðan má sjá götulokanirnar betur útlistaðar. Götulokanir við Lundann, föstudag, laugardag og sunnudag frá 15:00 – 20:00. Götulokanir miðbær, laugardag og sunnudag frá 12:00 – 20:00. (meira…)
Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði Tenerife

Kona um fimmtugt hlaut fyrsta vinning í Lottó síðastliðinn laugardag og vann rúmar 9,3 milljónir króna í einföldum potti. Miðann keypti hún í Lottóappinu, líkt og hún er vön, og kom vinningurinn henni skemmtilega á óvart, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. „Ég sá að fyrsti vinningur hefði farið á miða keyptan […]
Ný fyrirliðabönd í sölu

Þjóðhátíðarnefnd hefur í ár nýtt átak undir heitinu „Er allt í lagi?“ Skilaboðin eru einföld og skýr og til þess ætluð að minna okkur á að gæta að okkur sjálfum og að hvort öðru. Þannig eru gestir hátíðarinnar hvattir til þess að kanna aðstæður óhikað og spyrja einfaldlega „Er allt í lagi?“ Eyjamenn þekkja mikilvægi […]
Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Íslensku U‑17 landsliðin náðu sögulegum árangri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) 2025. Drengirnir unnu gull og stúlkurnar brons og þar á meðal voru fjórir efnilegir leikmenn úr ÍBV. Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson léku stórt hlutverk með U‑17 landsliði drengja sem vann Þýskaland í úrslitaleiknum og tryggði sér gullverðlaunin. Hjá stúlkunum tryggði íslenska liðið […]
Endurnýja samstarfssamning

Á föstudaginn sl. undirrituðu Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, f.h. TV endurnýjaðan samstarfssamning milli Vestmannaeyjabæjar og Taflfélags Vestmannaeyja. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára og hefur það að markmiði að efla samstarf aðila með það að leiðarljósi að styrkja stöðu skákíþróttarinnar í samfélaginu. Sérstök áhersla er lögð á að skapa vettvang fyrir kynningu, […]
Ítreka nauðsyn þess að halda áfram vel utan um reksturinn

Drög að sex mánaða uppgjöri Vestmannaeyjabæjar voru lögð fyrir bæjarráð í liðinni viku. Um er að ræða samstæðu A og B. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins um 5,6% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 4,2% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu sex mánuði ársins er betri en áætlanir gerðu […]
Þjóðhátíð: Vekja athygli á breytingum

Nú styttist óðfluga í hátíðina okkar og því vilja ÍBV-íþróttafélag og þjóðhátíðarnefnd vekja athygli á nokkrum breytingum sem verða í Herjólfsdal í ár: 1. Engin almenn bílastæði í Herjólfsdal Í ár verða engin almenn bílastæði í Herjólfsdal. Þetta er liður í því að draga úr umferð á hátíðarsvæðinu og auka öryggi gesta. Umferð og rökkur […]