Jarðrannsóknir milli lands og Eyja í bígerð

Búið er að stofna félag sem fær nafnið “Eyjagöng ehf.”. Félagið er stofnað til að leiða eitt mikilvægasta rannsóknarverkefni samgöngumála á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum um áratugaskeið. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmanni félagsins að tilefni stofnunarinnar sé niðurstaða starfshóps á vegum samgönguráðuneytisins frá árinu 2024, þar sem skýrt kom fram að brýnt væri að […]
Innilaugin lokuð fram á næsta ár

Framkvæmdir vegna viðhalds á hreinsikerfi innilaugar sundlaugarinnar hafa reynst mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum. Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að upphafleg áætlun hafi gert ráð fyrir að verklok yrðu í byrjun desember, en vegna tafa sé nú stefnt að því að innilaugin opni aftur í […]
Lögregla hvetur til varúðar eftir umferðaróhapp í morgun

Um klukkan átta í morgun varð umferðaróhapp á gatnamótum Illugagötu og Kirkjuvegar þegar ekið var á ungan dreng á reiðhjóli. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum eru tildrög slyssins í rannsókn. „Þetta fór betur en áhorfðist. Meiðslin drengsins eru sem betur fer minniháttar,” segir Stefán. Hann segir enn fremur að aðstæður í […]
100 milljarða framkvæmd

Laxey hlaut þessa viðurkenningu á hátíðarkvöldi Þjóðmála í vikunni og kemst í hóp ekki minni aðila en Amoraq (AMTQ) sem fékk viðurkenninguna í fyrra og Oculis (OCS) sem fékk viðurkenninguna árið á undan en þessi fyrirtæki eru í dag talin í hópi mestu vaxtafélaga í íslensku kauphöllinni. Uppbyggingin hjá Laxey er einnig sennilega ein mesta […]
Rafmagnslaust í Eyjum – uppfært

Rafmagnslaust er í Vestmannaeyjum þessa stundina. Í stuttri tilkynningu frá stjórnstöð Landsnets segir að verið sé að vinna í því að koma rafmagni aftur á bæinn. Beðið er frekari upplýsinga frá Landsneti og verður þessi frétt uppfærð um leið og þær berast. Uppfært kl. 16.50: Tengivirkið í Vestmannaeyjum er komið aftur í rekstur, segir í […]
Ljósaganga á Eldfell í þágu Krabbavarnar

Krabbavörn Vestmannaeyja stendur fyrir hinni árlegu ljósagöngu á Eldfell í dag klukkan 18:00. Markmið göngunnar er að sýna samstöðu með þeim sem greinst hafa með krabbamein, heiðra batahetjur og minnast þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins. Gengið verður upp Eldfell og er þátttakendum boðið að mynda ljósaröð upp fjallið með höfuðljósum, vasaljósum eða ljósum […]
Malbikað í dag

Malbikunarvinnu miðar áfram í Vestmannaeyjum og segir Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar í samtali við Eyjafréttir að unnið verði að verkinu í dag. Að sögn Brynjars er áformað að malbika bílastæðið við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Hvítingaveg, portið hjá Vinnslustöðinni og á Kirkjuvegi eftir framkvæmdir HS Veitna. „Þeir stefna á að taka daginn í dag […]
Foreldrar hvattir til að yfirfara samfélagsmiðla barna sinna

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara vandlega yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. Tilefnið er mál sem hefur komið upp í Eyjum sem tengist svokölluðum 764 ofbeldishópi. Umræddir hópar geta borið mismunandi nöfn, en eiga það sameiginlegt að nota börn í annarlegum tilgangi. Samskiptin fara fram í gegnum samfélagsmiðla og leiki sem […]
Þrjár sveitir frá TV á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025–2026 fór fram í Rimaskóla í Reykjavík dagana 13.–16. nóvember sl.. Seinni hlutinn verður haldinn 5.–8. mars 2026. Teflt er í fimm flokkum: Úrvalsdeild með sex átta manna sveitum og síðan í 1., 2., 3. og 4. deild, þar sem samtals 48 sex manna sveitir keppa, þar af 24 í fjórðu […]
Rekstrarafkoman umfram áætlun

Bæjarráð Vestmannaeyja tók á dögunum fyrir drög að níu mánaða rekstraryfirliti fyrir sveitarfélagið. Samkvæmt uppgjörinu er rekstrarstaða A- og B-hluta betri en áætlun gerði ráð fyrir, þó að vísbendingar séu um aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Samstæðan í heild sinni sýnir jákvæða þróun, þar sem heildartekjur eru 6,8% yfir fjárhagsáætlun fyrstu níu mánuði ársins. Heildarrekstrarkostnaður […]