Sinubruni í Heimakletti – myndband

default

Sinubruni hefur brotist út í Heimakletti. Eldurinn logar í gróðri á toppi fjallsins og sést vel víða um bæinn. Heimaklettur er hæsta fjall Vestmannaeyja, stendur 279 metra yfir sjávarmáli og er eitt helsta kennileiti eyjanna. Eldurinn er því mjög áberandi og hefur vakið athygli íbúa og gesta. Friðrik Páll Arngrímsson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Vestmannaeyja, segir […]

Þegar maður hættir að sjá Heimaklett

MyndGJÁ

Áður en ég varð AKP í Vestmannaeyjum bjó ég í Hafnarfirði. Ég starfaði í 101 Reykjavík. Allir vita sem vilja að umferðin í frá þessum tveimur stöðum á morgnanna og síðdegis er ekkert minna en helvíti fyrir andlega heilsu hvers manns. Fastur í fyrsta gír í 15 kílómetra, bíllinn ískaldur og eina sem hægt er […]

Nokkrir punktar fyrir Þrettándagleði ÍBV

DSC 5105

Á facebook-síðu ÍBV er gefnir upp nokkrir góðir punktar fyrir fólk að fara eftir í kvöld. Hátíðin hefst kl. 19:00 þegar kveikt er á ÍBV kertunum á Molda. Gengið verður Hlíðarveg, upp Illugagötu, niður Höfðaveg og þaðan á Malarvöllinn. Þau sem að eiga bíla á gönguleiðinni vinsamlegast færið þá af götunum. Ekki er leyfilegt að […]

Er glasið ekki örugglega hálffullt?

Um áramót – Hörður Baldvinsson – Framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Það er mikill kostur að hafa bjartsýnina að leiðarljósi og reyna að vera jákvæð, þrátt fyrir að stundum séu ytri aðstæður erfiðar. Við hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja erum bjartsýn á framtíðina og erum þess fullviss að í Vestmannaeyjum sé fullt af frábæru fólki sem vill eiga heima hér, […]

Myndir: Hátíðleg móttaka forsetahjónanna

Halla

Heimsókn forsetahjónanna til Vestmannaeyja hófst í gær og lýkur í kvöld. Fyrsti liður heimsóknarinnar var móttaka og opið hús í Sagnheimum, þar sem Halla Tómasdóttir forseta Íslands og Björn Skúlason var tekið hátíðlega. Bæjarbúar fjölmenntu í Sagnheima og nutu samveru með forsetahjónunum. Á dagskrá voru tónlistaratriði, auk þess sem börn úr leikskólanum Sóla sungu. Þá […]

Dagskrá þrettándagleðinnar

Hin árlega Þrettándagleði ÍBV verður haldin með hefðbundnu sniði á morgun, föstudaginn 9. janúar. Spáð er blíðskaparveðri, köldu en rólegu. Áframhaldandi dagskrá tengt þrettándanum mun einnig standa yfir helgina. Föstudagur  14:00: Grímuball Eyverja verður á sínum stað í Höllinni þar sem jólasveinar mæta og veitt verða verðlaun fyrir búninga. 19:00: Formleg dagskrá þrettándans hefst við […]

Mikið áunnist – Margt framundan

Um áramót – Helga Jóhanna Harðardóttir – Bæjarfulltrúi Eyjalistans  Það er margt spennandi sem hefur átt sér stað á árinu hjá bænum. Það hafa kollegar mínir í bæjarstjórn bent á hér í greinum á undan mér, en ég ætla að verða við beiðni Eyjafrétta og koma með nokkra punkta. Nú hafa nýir rafstrengir verið lagðir, sem var […]

Raforkumál í Eyjum

Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast um orkumál hér í Eyjum síðustu daga finnst mér rétt að útskýra betur forsögu þess að VM4 og VM5 voru lagðir til Eyja og þær breytingar sem það hefur í för með sér.  Málaflokkurinn er nokkuð erfiður yfirferðar og mjög eðlilegt að nokkurs misskilnings gæti í umræðunni. Fram […]

Slökkviliðið varar við notkun neyðarsóla á þrettándanum 

Slökkvilið Vestmannaeyja sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem íbúar eru hvattir til að sýna sérstaka varúð við flugeldanotkun á þrettándanum, þar sem mikil hætta er á sinubruna vegna veðurskilyrða. Sérstaklega er varað við notkun neyðarsóla. Áramótin reyndust annasöm hjá slökkviliði Vestmannaeyja og kollegum þeirra víða um land vegna fjölda útkalla tengdum sinubrunum. Samkvæmt […]

34 keppendur skráðir í Vöruhúsdeildina

Mánudaginn 5. janúar hófst deildarkeppni Pílufélags Vestmannaeyja og er þetta annað árið í röð sem keppnin er haldin. Aðalstyrktaraðili deildarinnar í ár er Vöruhúsið og ber deildin því hið glæsilega nafn Vöruhúsdeildin 2026. Alls eru 34 keppendur skráðir til leiks, sem er tveimur fleiri en í fyrra. Mótinu er skipt í fjórar deildir; tvær 8 […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.