Hraðskákmeistaramót þann 1. maí

Taflfélag-Vestmannaeyja_la

Hraðskákmeistamót Vestmannaeyja 2025 verður haldið fimmtudaginn 1. maí nk.  kl. 13.00 í skákheimili TV að Heiðarvegi 9. Tímamörk á hvorn keppenda   5 mín. + 3 sek. fyrir hvern leik  og má reikna með að hver skák taki  10-12 mín. Hraðskákmeistaramótið gefur skákstig eftir reglum Fide. Skráning keppenda fer fram hjá skákstjóra Sæmundi Einarssyni  á netfangið […]

Gleðilegt sumar

Leikvöllur Born Tms IMG 2413

Eyjafréttir/Eyjar.net sendir lesendum óskir um gleðilegt sumar. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að í tilefni af sumardeginum fyrsta bjóði Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið er í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Þá má […]

Sumardagurinn fyrsti – Frítt í sund og söfn

Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, verður sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur. Sumardagurinn fyrsti markar upphaf íslensks sumars samkvæmt gamla norræna tímatalinu og er alltaf haldinn á fimmtudegi. Í tilefni dagsins verður frítt í sund, ásamt í Eldheima og Sagnheima. Opnunartímar: Sundlaugin verður opin frá kl. 09:00 til 17:00 Sagnheimar verður opið frá kl. 12:00 til 15:00 […]

Segja enga innstæðu fyrir auknum strandveiðum

Frestur til að sækja um leyfi til strandveiða rann út á miðnætti og Fiskistofa hefur gefið út leyfi fyrir 684 báta. Miðað við þann fjölda er ljóst að engar aflaheimildir verða til staðar svo standa megi við það loforð stjórnvalda að strandveiðibátar megi sækja sjó í 48 daga. Ætla má að aflinn verði 25 þúsund […]

Sumarið heilsar með hvassviðri

fánar_tms

Á morgun er sumardagurinn fyrsti. Þá er ekki úr vegi að líta til veðurs. Í nýrri veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Suðurland segir: Austan 5-13 og bjart með köflum, en 8-15 á morgun, hvassast syðst. Hiti 5 til 10 stig í dag en að 14 stigum á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan […]

Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins

Utkall 1000010779

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út á áttunda tímanum í kvöld að íbúðarhúsi á Brekastíg. Að sögn Friðriks Páls Arnfinnssonar, slökkviliðsstjóra var eldurinn staðbundinn í eldhúsi, en mikill reykur í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. „Það gekk hratt og vel að ráða niðurlögum eldsins og við tók að reykræsta húsið,” segir Friðrik Páll. Aðspurður um […]

Ekki rukkað fyrir málma og verð á gleri lækkar

Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322

Terra hefur tilkynnt um breytingu á verðskrá og innheimtuaðferð í Vestmannaeyjum. Á vef fyrirtækisins segir að frá og með 22. apríl muni ný verðskrá taka gildi á móttökustöð Terra umhverfisþjónustu í Vestmannaeyjum auk þess mun félagið breyta innheimtuaðferð á næstu misserum. Félaginu þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast að undanförnu, enda endurspeglar hún ekki þann […]

Kalkúnar í Eyjum – uppfært

Nýverið fékk ritstjórn Eyjafrétta ábendingu um að komnir væru kalkúnar á túnið vestan við Haugasvæðið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ekki fylgir sögunni hverjir hafa flutt þá til Eyja. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kalkúnar eru fluttir til Eyja, en árið 2009 var greint frá því á síðum Eyjafrétta að Árni […]

Hreggviður Óli heimsmeistari í GÚRKU

Heimsmeistaramótið í Gúrku var haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum í gær. Mótið var í boði Vina Ketils bónda og voru 75 þátttakendur skráðir til leiks. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vinanna. Heimsmeistari í GÚRKU árið 2025 er Hreggviður Óli Ingibergsson og er hann jafnframt fyrsti heimsmeistarinn á þessu sviði. Við óskum Hregga til hamingju með […]

Lundinn sestur upp

Fyrstu lundarnir settust upp í Vestmannaeyjum í gær. Sást til lundans í og við Kaplagjótu við Dalfjall í gærkvöldi. Lundinn er á sínu vanalega róli, því ef skoðuð eru síðustu ár þá má sjá að hann er að setjast upp á bilinu 13 til 19. apríl. Í Vestmannaeyjum er ekki síður talað um lundann sem […]