Áratugur af samvinnu og þróun heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjumum

Í lok október voru liðin tíu ár frá því að Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sameinaðist undir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, og markar þessi dagsetning mikilvægan áfanga í þróun heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi og í Eyjum. Sameiningin tók gildi í október 2015, með það að markmiði að efla samvinnu, bæta þjónustu og tryggja sterkari stoðir fyrir heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum. Undanfarin […]
16,8 milljóna króna kostnaður Minjastofnunar

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt verð á nýjum lóðum við Miðgerði sem eru tilkomnar vegna gjalda frá Minjastofnun. Í kjölfarið hefur Vestmannaeyjabær auglýst lausar til umsóknar lóðir við Miðgerði 1–11 og við Helgafellsbraut 22–26. Samkvæmt upplýsingum sem Eyjafréttir kölluðu eftir frá Vestmannaeyjabæ var kostnaður Minjastofnunar við verkið rúmlega 16,8 milljónir króna. Samkvæmt auglýsingu bæjaryfirvalda eru í […]
Safnahelginni lýkur með bókakynningu og teboði

Safnahelginni í Vestmannaeyjum lýkur í dag, sunnudag með áhugaverðri bókakynningu í Sagnheimum. Þar kynna tvær þekktar konur nýjustu bækur sínar. Knattspyrnudrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir með ævisöguna Ástríða fyrir leiknum og Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og spennusagnahöfundur, sem leiðir lesendur inn í sögu sem gerist þegar fólk verður veðurteppt í Vestmannaeyjum. Einnig verður konunglegt teboð haldið […]
Framtíðarsýn

Ég var að renna yfir skýrslu Jóhanns Halldórssonar um hugsanlega uppbyggingu á stórskipaviðlegukanti á Eiðinu og hafði bara gaman af, vonandi verður málið að veruleika, en þetta rifjaði upp fyrir mér ansi margar greinar sem ég hef skrifað í gegnum árin og meðal annars fyrsta framboðið mitt, en ég tók þátt í framboði sem hét […]
Framlengja samning um móttöku flóttafólks

Vestmannaeyjabær hefur framlengt þjónustusamning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks til 31. desember 2025. Um er að ræða viðauka við eldri samning sem tók gildi í upphafi árs 2024. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Péturssyni, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, tryggir samningurinn að bæjarfélagið fái greiddan allan kostnað vegna þjónustu sem tengist móttöku flóttafólks. […]
Metallica tribute tónleikar á Háaloftinu

Fyrr á árinu voru haldnir tónleikar í Höllinni til heiðurs hljómsveitarinnar Nirvana, þar sem 31 ár var liðið síðan söngvari hljómsveitarinnar Kurt Cobain lést. Tónleikarnir heppnuðust ótrúlega vel og var stemningin æðisleg. Spilað var fullt af lögum af öllum þeim breiðskífum sem Nirvana gaf út á sínum tíma og voru áhorfendur mjög ánægðir með hvernig […]
Safnahelgin: Enn einn dagskrárliður felldur niður

Því miður þarf að fresta bókakynningu Emblu Bachmann sem átti að vera kl. 11 í fyrramálið, laugardaginn 1. nóvember. Nýr tími verður auglýstur síðar. Þetta segir í tilkynningu frá skipuleggjendum Safnahelgar. Áður hafði verið tilkynnt um að tónleikum Pálma Sigurhjartarsonar og Stefaníu Svavarsdóttur sem vera áttu í kvöld hafi verið aflýst. Einnig var tilkynnt um […]
Konunglega teboðið færist

Konunglega teboðið sem átti að vera kl. 14:00 á morgun, laugardag, færist til um einn dag vegna veðurs. Konungalega teboðið verður á sunnudaginn 2. nóvember kl. 15:00, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Sunnudag kl. 15:00 Sagnheimar: Konunglegt teboð. Guðný Ósk Laxdal heldur erindi um dönsku konungsfjölskylduna en Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander þar […]
Sjá um gangbrautavörslu í skammdeginu

Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja hefja á mánudaginn næstkomandi gangbrautavörslu við nokkrar fjölfarnar gangbrautir í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann og hvetja elstu nemendur til að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan og jákvæðan hátt. Í tilkynningu frá Grunnskóla Vestmannaeyja og Landsbankanum segir að […]
Allraheilagramessa í Landakirkju

Allraheilagramessa verður í Landakirkju sunnudaginn 2.nóvember kl. 20.00. Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja munu flytja Requem eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar eru Sólbjörg Björnsdóttir og Geir Jón Þórisson. Matthías Harðar leikur á orgel og Kitty Kovács stjórnar. Á allraheilagramessu minnumst við þeirra sem látist hafa í Vestmannaeyjum eða verið jarðsettir í kirkjugarði Vestmannaeyja síðastliðna […]