Herjólfsmenn skoða göng í Færeyjum

Áhöfnin sem sigldi Herjólfi III til Færeyja á sunnudaginn hefur nýtt tímann vel. Meðal annars skoðaði hún Sandeyjargöngin sem nú er verið að vinna við. Þau eru tæpir 11 kílómetrar að lengd og verða lengstu göngin í Færeyjum. Eyjapeyinn Björn Sigþór Skúlason var leiðsögumaður þeirra í gegnum göngin. Þetta kemur fram á FB-síðu Helga Rasmussen […]

Þyrla send vegna þoku í Reykjavík

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél Mýflugs, sem annast sjúkraflutninga, gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík. Þetta kemur fram á vefnum visir.is „Oftast er það nú á hinn veginn farið, að það sé þoka í Vestmannaeyjum, en í kvöld var því […]

Lundaballið 2022

Lundaball 2022 Allt er þá þrennt er….. Lundaballið, uppskeruhátíð bjargveiðimanna verður haldið laugardaginn 1. október næstkomandi og verður það í höndum Brandara þetta árið. Við lofum frábærri skemmtun enda höfum við fengið nægan tíma í undirbúning og gerð skemmtiatriða síðustu tvö ár. Sjáumst hress á Lundaballi Brandarar (meira…)

Arína Bára dúxaði með 9,3 í meðaleinkunn

Á laugardaginn útskrifaði  Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum  35 nemendur sem luku námi af sex námsbrautum.  Þar af voru fjórir sem útskrifuðust frá Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra sem . FÍV er í samstarfi við um nám í húsasmíði.  Stúdentar í ár eru 23, þar af fimm sem um leið ljúka sjúkraliðabraut. Fimm luku námi á sjúkraliðabraut, tveir með […]

Konurnar áfram í Mjólkurbikarnum

ÍBV-konur eru á fljúgandi siglingu þessa dagana. Eru í fjórða til fimmta sæti Bestudeildarinnar með tíu stig ásamt Stjörnunni  eftir sex umferðir. Unnu Breiðablik úti í fimmtu umferð, 0:1 og Þór/KA heima, 4:3 í þeirri sjöttu. Þá eru þær komnar áfram í Mjólkurbikarnum eftir 0:2-sig­ur á útivelli gegn Kefla­vík í dag. Fyrra markið var sjálfsmark […]

ÍBV spilar í fótboltanum í dag

Kvennalið íBV í knattspyrnu spilar í dag leik í bikarkeppni við lið Keflavíkur á HS Orkuvellinum, en leikurinn hófst kl. 15:00. ÍBV situr nú í 5. sæti í Bestu deild kvenna og má segja að skemmtileg orka sé í kringum liðið í ár. Lið Keflavíkur er í 7. sæti. Karlalið ÍBV í knattspyrnu spilar deildarleik […]

Herjólfur kveður í bili

Þá er Herjólfur farinn í slipp í Færeyjum, og óvíst hvenær hann kemur aftur til heimahafnar. Hann sigldi út úr höfninni í Eyjum um kl. 13:00 í dag og þeytti skipsflautuna hressilega í kveðjuskyni. (meira…)

Eiga hrós skilið þrátt fyrir naumt tap

Aðeins einu marki munaði, 30:31, í fjórða leik úrslitakeppninnar í handbolta karla þar sem Valur stóð uppi sem sigurvegari og varð um leið Íslandsmeistari 2022. Leikið var í Vestmannaeyjum og var leikurinn frábær frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Stemningin í Íþróttamiðstöðinni, þar sem stuðningsmenn beggja liða gerðu hvað þeir gátu til að hvetja sína […]

Þyrla sótti slasaðan mann í Stafsnes

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann fyrir skömmu sem hafði slasast eftir fall í Stafsnesi. Frá þessu er greint á mbl.is sem hefur eftir logreglunni í Vestmannaeyjum að fallið hafi verið 30 metrar niður skriðu.  Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út og sendi það bát og menn á staðinn. Aðstæður reyndust erfiðar og fór sigmaður úr þyrlunni á […]

Viðrar vel til útivistar

Það viðrar vel á okkur í Eyjum þessa helgina og það er alveg upplagt veður til útivistar; hæg breytileg átt eða hafgola og léttskýjað. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands og ekkert lát er á góðviðrinu, en á vefnum vedur.is kemur fram að það muni hlýna enn hjá okkur á morgun, sunnudag og hiti […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.