Taka raflínu til Eyja úr rekstri vegna hrafnsunga

Landsnet hefur ákveðið að taka Vestmannaeyjalínu 1 úr rekstri næstu vikurnar vegna „óvæntra leigjenda“. Hrafnapar hefur búið sér til laup á endastæðu línunnar við Rimakot. Landsnet greinir frá þessu á Facebook þar sem segir að hrafnaparið hafi fjölgað sér. „Þar sem við hjá Landsneti leggjum okkur alltaf fram við að sýna ábyrgð í umgengni við […]
Kostnaður við endurbætur orðinn 335 milljónir

Á fundi Framkvæmda -og hafnaráðs þann 11. maí sl. var tekin fyrir framvinduskýrsla varðandi endurbætur á Ráðhúsinu. Reiknað er með að hægt verði að flytja inn á miðhæð og efstu hæð nú í sumar og mun þá stjórnsýsla bæjarins sem nú er á 2 hæð Landsbankans flytja þangað. Kemur fram að kjallari verði tilbúinn með […]
12 sóttu um sem forstöðumaður íþróttamiðstöðarinnar

Nýlega var auglýst eftir forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar. Starfið felur í sér stjórnun og rekstur íþróttahúss, sundlaugar og annarra íþróttamannvirkja s.s. Týsheimilis og knattspyrnuhúss. Hagvangur hefur umsjón með ráðningunni en hafin er vinna við yfirferð umsóknanna. Tólf sóttu um og eru það eftirfarandi einstaklingar: Anton Örn Björnsson Forstöðumaður Hafþór Jónsson Sundlaugavörður Hákon Helgi Bjarnason Verslunarstjóri Hermann Hreinsson […]
Viðvörun frá Herjólfi

Spáð er hækkandi ölduhæð í nótt og á morgun, miðvikudaginn 18. maí og er útlit til siglinga í Landeyjahöfn ekki góðar segir í tilkynningu frá Herjólfi. Verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Attention passengers – 18.05.22 We kindly would like to point out that we’re expecting rising sea level tomorrow , Wednesday […]
Bestu þakkir

Kæru bæjarbúar, Við hjá Eyjalistanum viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem studdu okkur og hvöttu til góðra verka. Til allra þeirra sem sýndu okkur traust til þess að vinna í þágu bæjarbúa næstu fjögur árin. Í nýafstöðnum kosningum hélt Eyjalistinn sínum hlut, bætti við sig manni í bæjarstjórn og mun af krafti […]
Fréttatilkynning frá framboði Sjálfstæðisflokksins

Eftir langt kosningavor sem hófst með prófkjöri og sveitastjórnakosningum í kjölfarið, þá langar okkur að þakka Eyjamönnum fyrir góðan stuðning. Að loknum kjördegi þá höfðu 1.151 greitt okkur atkvæði sitt, eða 44,1% kjósenda sem gerir okkur að stærsta stjórnmálaaflinu í Eyjum með 4 af 9 í sveitarstjórn. Við munum fylgja eftir stefnumálum okkar á komandi […]
Framhald bólusetninga og sýnatakna vegna covid í Vestmannaeyjum

Bólusetningar vegna covid Vegna áframhaldandi covid faraldurs mælir sóttvarnarlæknir með 4 bólusetningu fyrir 80 ára og eldri og að þeir sem ekki eru fullbólusettir ljúki bólusetningum. Bólusetningar hafa gengið vel í Vestmannaeyjum og hefur starfsfólk heilsugæslunnar notið ómetanlegrar aðstoðar frá starfsfólki Íþróttahúss, Rauða kross félaga , starfsfólki grunn og leikskóla og félaga björgunarsveitar , fjölmiðla […]
Kæru Vestmannaeyingar!

Við í H-listanum, Fyrir Heimaey, þökkum ykkur innilega fyrir það traust sem þið sýnduð okkur í kosningunum í gær. Við bættum við okkur fylgi, fengum 35,7% atkvæða, og meirihlutinn hélt velli. Úrslitin sýna, svo ekki verður um villst, að bæjarbúar taka undir það sjónarmið okkar að Fyrir Heimaey eigi við þá sjálfstætt og mikilvægt erindi […]
Talningu lokið, H og E listi halda meirihluta í Bæjarstjórn

Talningu er lokið í Vestmannaeyjum á kjörskrá voru 3.283 en kjörsókn var 80,9% en alls skiluðu 2.657 kjósendur sér á kjörstað. Litlar breytingar urðu á fylginu frá fyrstu tölum og síðan í sveitarstjórnarkosningunum 2018. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 1.151 atkvæði, 44,1% og fjóra fulltrúa. Eyjalistinn fékk 526 atkvæði eða 20,2% og H-listinn Fyrir Heimaey fær 931 […]
Meirihlutinn heldur velli samkvæmt fyrstu tölum

Samkvæmt fyrstu tölum frá Vestmannaeyjum eru litlar sviptingar á fylginu síðan í sveitarstjórnarkosningunum 2018. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 709 atkvæði, 44%. Eyjalistinn fékk 338 atkvæði eða 21% og H-listinn Fyrir Heimaey fær 536 atkvæði, eða 33%. Meirihlutinn heldur samkvæmt þessu og staðan lítt breytt. Talin atkvæði eru 1.609, 16 auðir seðlar og 10 ógildir. (meira…)