Bólusetningar vegna covid
Vegna áframhaldandi covid faraldurs mælir sóttvarnarlæknir með 4 bólusetningu fyrir 80 ára og eldri og að þeir sem ekki eru fullbólusettir ljúki bólusetningum.
Bólusetningar hafa gengið vel í Vestmannaeyjum og hefur starfsfólk heilsugæslunnar notið ómetanlegrar aðstoðar frá starfsfólki Íþróttahúss, Rauða kross félaga , starfsfólki grunn og leikskóla og félaga björgunarsveitar , fjölmiðla í Vestmannaeyjum auk annara heilbrigðisstarfsmanna við bólusetningar Viljum við þakka þeim kærlega fyrir.
Framvegis verður bólusett á heilsugæslunni og er fólk sem óskar eftir bólusetningu beðið um að skrá sig í síma 4322500. Sjá nánari auglýsingu í bæjarblöðum.
Sýnatökur vegna covid 19 verða framvegis tvisvar í viku , þriðjudaga og fimmtudaga kl 9:30 og getur fólk skráð sig í gegn um Heilsuveru. Að beiðni sóttvarnarlæknis eru tekin PCR próf og er tilgangurinn að fylgjast með útbreiðslu covid 19 og hvort ný afbrigði komi fram.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst