Maí er nýr skoðunarmánuður fyrir húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, bifhjól, létt bifhjól í flokki II og fornökutæki

Samgöngustofa vekur athygli á að með reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja hafa ökutæki í ákveðnum ökutækja- og notkunarflokkum fengið nýjan skoðunarmánuð. Skal nú og framvegis færa þau til skoðunar eins og þau hefðu 5 í endastaf skráningarmerkis, sem þýðir að skoðunarmánuðurinn er maí. Þetta á við um húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, bifhjól, létt bifhjól […]
1. maí verður haldinn hátíðlegur í AKÓGES

maí verður haldinn hátíðlegur í AKÓGES með kaffisamsæti og dagskrá Dagskrá: Kl. 14.00 Húsið opnar Kl. 14:30 Kaffisamsæti 1. maí ávarp flutt Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja sjá um tónlistaratriðin. Sendum launafólki hátíðar- og baráttukveðjur í tilefni dagsins Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyja (meira…)
Metnaðarfullt starf Eyjalistans

Hvað er það sem fær mann til að vilja starfa í pólitík? Það er þegar maður brennur fyrir málefnum bæjarins sem maður býr í og manni langar til þess að hafa áhrif og koma sínum skoðunum á framfæri. Ég byrjaði formlega í pólitík fyrir rúmum 4 árum síðan þegar kosningabarátta Eyjalistans hófst og ég og […]
Unga fólkið og Eyjar

Ég flutti á höfuðborgarsvæðið eins og margt ungt fólk til að ná mér í frekari menntun. Eftir nokkur ár í borginni og mikið og streð í námi ætlaði ég aldrei að flytja til Vestmannaeyja aftur. Það var bara ekki inn í myndinni. Það sem ég gerði ekki ráð fyrir var það að eignast barn. Þegar […]
Hvernig er staðan á vaktinni?

Ég gerði mér til gamans nú á dögunum að spjalla við nokkra Vestmannaeyinga um landsins gagn og nauðsynjar, stöðu ýmissa mála og fleira i þeim dúr. Vestmannaeyjabæjar við barnafjölskyldur geysilega mikilvæga. Í því sambandi nefndi hún að fæðiskostnaður, gjaldskrár leikskóla og frístundavers væru í lágmarki. Þetta allt skipti miklu máli fyrir barnafólk. Þá […]
Breytt deiliskipulag – Miðbæjarskipulag, 2 áfangi, Standvegur 51 (Tölvun)

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 7. apríl 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Miðbæjar, 2 áfangi, auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í meginatriðum í stækkun byggingarreits, auknu byggingarmagni og viðbættri 4. hæð á Strandvegi 51. Heildar byggingarmagn var 514,6 m2 og verður 1490,0 m2. Grunnflötur byggingarinnar er einnig stækkaður […]
Rútuferðir á leikir helgarinnar

Handknattleiksdeild ÍBV ætlar að hafa rútuferðir á leik 2 hjá Stjörnunni og ÍBV í 6 liða úrslitum kvenna og svo Hauka og ÍBV í undanúrslitum karla. Plönin eru eftirfarandi: Laugardagurinn 30.apríl Herjólfur kl.12:00 frá Eyjum (frítt í Herjólf fyrir þá sem fara með rútunni) Farið beint í Mýrina í leikinn sem hefst kl.16:00 að hvetja […]
Fjórar sóttu um stöðu leikskólastjóra á Kirkjugerði

Vestmannaeyjabær auglýsti í mars í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Kirkjugerði en umsóknarfrestur rann út fyrr í þessum mánuði. Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs staðfesti í samtali við Eyjafréttir að fjórar umsóknir hefðu borist. En það voru þær: Sigríður Diljá Magnúsdóttir – Leikskólakennari/deildarstjóri Anna Jóna Guðmundsdóttir – Leikskólastjóri Ásta Björk Guðnadóttir – Aðstoðarleikskólastjóri Eyja Bryngeirsdóttir […]
Skansinn fyrir gos (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá skemmtilegt myndbrot af Skansinum fyrir gos sem Vestmannaeyjabær birti á facebook síðu sinni í morgunn. Vikumyndin er samstarfsverkefni við Ljósmyndasafn Vestmannaeyjar. (meira…)
Of ung fyrir krabbamein?

Safnahúsið Vestmannaeyjum og Brakkasamtökin bjóða þér á ljósmyndasýninguna Of ung fyrir krabbamein? Saga Sóleyjar – Þórdís Erla Ágústdóttir Í Einarsstofu, 30. apríl kl 13:00 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fjallar um reynslu sína sem BRCA arfberi. Einnig munu Gunnar Bjarni Ragnarsson og Sóley Björg Ingibergsdóttir taka þátt í umræðum um BRCA og arfgeng krabbamein. Þá […]