Afleiðingar gætu orðið svaðalegar

Einstaka lundi er farinn að sjást í Vestmannaeyjum en að sögn Erps Snæs Hansen, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum, er þó ekki enn hægt að tala um að lundinn hafi sest upp í Eyjum. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. „Hann er ekki farinn að sýna sig í neinu magni ennþá. Þegar talað er […]
Foreign Monkeys, Molda, Merkúr og False Majesty á Háaloftinu í kvöld

Efnt verður til sannkallaðrar rokkveislu á Háaloftinu í kvöld, síðasta vetrardag 20. apríl kl. 20:30 þegar rokksveitir eyjanna Foreign Monkeys, Molda, Merkúr og False Majesty stíga á svið. Húsið opnar kl. 20:30 og er forsala enn í gangi á tix.is. Miðaverð í forsölu eru kr. 2.500 en kr. 3.000 við hurð. Sveitirnar lofa kraftmiklum tónleikum […]
Opið fyrir umsóknir um Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Lóu – nýsköpunarstyrki, en markmiðið með þeim er að efla nýsköpun á landsbyggðunum sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni. Styrkjunum er ætlað að styðja við frumkvöðla- og nýsköpunarverkefni sem og til uppbyggingar innviða fyrir verðmætasköpun og atvinnulíf, á forsendum svæðanna sjálfra. Heildarfjárhæð Lóu árið 2022 er 100 milljónir króna, en hámarks styrkur til […]
Fella niður ferð vegna starfsmannafundar

“Vegna starfsmannafundar komum við til með að þurfa að fella niður ferðir kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn.” Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér í dag. Þar kemur einnig fram að þeir farþegar sem eiga bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að […]
Nóg um að vera á sumardaginn fyrsta

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022 útnefndur Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2022 í Eldheimum á sumardaginn fyrsta, 21. apríl kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög. Krakkar úr 8. bekk Grunnskólans í Vestmannaeyjum sem tóku þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var á Hellu í […]
Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni

Íslandsmótið í fótbolta karla, Besta deildin, fór af stað í gær. Fyrsti leikur ÍBV í deildinni er í dag þegar strákarnir mæta Val á Hlíðarenda klukkan 18:00. Í árlegri spá forráðamanna efstu deildar karla var birt á dögunum var Valsmönnum spáð 3. sæti í deildinni en ÍBV því tíunda. (meira…)
Vilja byggja bílaþvottastöð við Faxastíg

Ósk um afstöðu til breytingar á deiliskipulagi var tekin fyrir á síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsráðs. Oddur Víðisson fyrir hönd Skeljungs hf. óskar eftir afstöðu ráðsins vegna byggingar bílaþvottastöðvar við Faxastíg 36. Ráðið tók jákvætt í erindið og fól starfsmönnum sviðsins framgang málsins. Ekki hefur verið starfrækt bílaþvottastöð í Vestmannaeyjum síðan Olís rak slíka stöð […]
Fjölmenni í páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins

Árleg páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fór fram í gær, páskadag, í blíðskaparveðri á Skansinum. Viðburðurinn hefur verið árlegur þó heimsfaraldur hafi sett strik í reikninginn síðustu tvö árin. Búið var að fela yfir 300 númeruð egg í páskalitum, víðsvegar á Skanssvæðinu og mættu vel á þriðja hundrað manns, börn og fullorðnir til að njóta samveru, […]
Sumarfjörið verður á sínum stað í sumar

Sumarfjörið með tilheyrandi leikjum, fjöri og sprelli verður í sumar. Þetta kemur fram í frétt á vef Vesgmannaeyjabæjar en skráning fer fram í maí. Það skiptist í þrjú tveggja vikna tímabil og hefst fyrsta tímabilið um leið og skóla lýkur. Foreldrar geta valið tíma fyrir hádegi, eftir hádegi eða allan daginn. Líkt og áður verður […]
Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins á páskadag

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins bjóða Eyjamönnum til páskaeggjaleitar á Skansinum á Páskadag 17. apríl kl. 14:00. Páskahæna flokksins verður á staðnum og Jarl tekur lagið í blíðunni. Mæting er við virkið á Skansinum Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga saman notalega stund. (meira…)