Vestmannaeyingar móta umhverfis- og auðlindastefnu sveitarfélagsins – könnun fyrir íbúa

Dagana 13-24 apríl ætlar Vestmannaeyjabær að framkvæma skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfélagsins. Þú getur haft áhrif! Upplýsingar sem safnast í þessari könnun verða notaðar við mótun umhverfis- og auðlindastefnu sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að taka þátt og deila skoðunum sínum og hugmyndum um hvernig Vestmannaeyjabær getur bætt áhrif sveitarfélagsins á umhverfið. Við erum öll hluti […]

Dagskrá Landakirkju á páskum

Það verður mikið um að vera þessa páskana í Landakirkju líkt í hefðbundnu árferði. Hér má sjá dagskrá páskahelgarinnar. Skírdagur 14. apríl kl. 20:00 Altarisganga og afskrýðing altaris Föstudagurinn langi 15. apríl kl. 11:00 Píslasagan lesin Páskadagur 17. apríl kl. 8:00 Hátíðarguðsþjónusta – Kristur upprisinn Boðið til morgunverðar að lokinni athöfn Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum kl. […]

Breyttur tími göngu um slóðir Júlíönu Sveins

Sýningin Ertu héðan? opnaði á laugardaginn í KFUM&K húsinu og í tengslum við hana stendur sýningarstjórinn, Vala Pálsdóttir, fyrir göngu um slóðir myndlistarkonunnar Júlíönu Sveinsdóttur. Fyrirhuguð ganga á fimmtudaginn verður færð á föstudaginn langa á sama tíma kl. 11. Spá fimmtudagsins gerir ráð fyrir sterkum vindi og mikill úrkomu og því hefur verið brugðið á […]

Átta stelpur frá ÍBV á landsliðsæfingum hjá HSÍ

Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson landsliðsþjálfarar U-15 í handknattleik hafa valið Önnu Sif Sigurjónsdóttur, Ásdísi Höllu Pálsdóttur, Bernódíu Sif Sigurðardóttur, Birnu Dís Sigurðardóttur, Birnu Maríu Unnarsdóttur og Söru Margréti Örlygsdóttur á æfingar með U-15 landsliðinu 22.-24. apríl, allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson landsliðsþjálfarar U-16 í handknattleik […]

Þungarokkstrommarinn í Hafnareyri stefnir í húsasmíði

„Ég væri alveg til í að geta lifað á tónlistinni en held að það sé ekki mega-raunsætt í augnablikinu. Þess vegna ætla ég að byrja í fjarnámi í Tækniskólanum í haust og stefni á að útskrifast sem húsasmiður,“ segir Mikael Magnússon, starfsmaður Hafnareyrar og besti trommuleikari Músiktilrauna í ár. Hann er liðsmaður þungarokkssveitarinnar Merkúrs sem […]

ÍBV fær rúmenskan landsliðsmarkvörð

ÍBV er búið að krækja í Lavinia Boanda, landsliðsmarkvörð Rúmeníu í fótbolta. Þetta er fullyrt á vefnum fotbolti.net. Hin 28 ára gamla Lavinia gengur til liðs við ÍBV frá Olimpija Cluj í Rúmeníu. Auður Svein­björns­dótt­ir Scheving var aðal­markvörður ÍBV á síðustu leiktíð en hún er farin aftur til Vals. ÍBV leikur í Bestu deildinni í […]

Ásgeir kveður ÍBV

Handknattleiksmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson hefur samið við sænska liðið OV Helsingborg til tveggja ára og kveður þar með ÍBV í sumar eftir tveggja ára veru. Ásgeir Snær er 23 gamall örvhent skytta sem kom til ÍBV frá Val þar sem hann lék upp yngri flokka og upp í meistaraflokk. „Hér um mjög spennandi tækifæri að […]

VSV-styrkir til náms í skipstjórn og vélstjórn

Vinnslustöðin gekk á dögunum frá styrktarsamningi við Stefán Inga Jónsson, skipverja á Brynjólfi VE, og nema í skipstjórn í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Hann lýkur í vor þriðju önn í skipstjórnarnámi. Stefán Ingi þarf að bæta við sig fjórum önnum til að ljúka fullu námi og það hyggst hann gera. Hann hefur stundað námið samhliða sjómennsku […]

Spá að ÍBV haldi sæti sínu í deild þeirra bestu

Íslandsmótið í fótbolta karla, Besta deildin, fer af stað á mánudaginn kemur. Hin árlega spá forráðamanna efstu deildar karla í fótbolta var birt í hádeginu. Íslands- og bikarmeisturum síðustu leiktíða, Víkingum, er spáð titlinum aftur í ár. Breiðablik er spáð öðru sæti, en mjög naumt var á mununum. ÍBV er spáð 10. sæti deildarinnar og […]

Tilkynning um framboðslista við bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum 14. maí 2022

Yfirkjörstjórn Vestmannaeyjabæjar tilkynnir hér með, að hún hefur úrskurðað að neðangreindir listar séu frambornir og verða því í kjöri við bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum 14. maí 2022 D – Listi Sjálfstæðisflokksins 1. Eyþór Harðarson 110663-3079 Útgerðarstjóri Hólagötu 38 2. Hildur Sólveig Sigurðardóttir 200383-4949 Sjúkraþj./Bæjarfulltr. Hrauntúni 44 3. Gísli Stefánsson 120687-2559 Æskulýðsfulltr./Tónlistark. Hrauntúni 4 4. Margrét Rós […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.