Uppfærðar reglur um úthlutun byggingarlóða

Vestmannaeyjabær hefur uppfært vinnureglur við úthlutun byggingarlóða. Reglurnar hafa m.a. ný ákvæði um umsóknir, forgang umsækjenda og framkvæmdatíma. Reglurnar má skoða hér. Í stuttu máli: • Nýjar lóðir eru auglýstar sérstaklega (1. auglýsing) með að lágmarki 2ja vikna umsóknarfresti og fer úthlutunin fram skv. vinnureglum. • Ef lóð er ekki úthlutað eftir 1. auglýsingu eða úthlutun hefur […]
Fyrirmyndarfélög í Vestmannaeyjum

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Um helgina var bæði ÍBV íþróttafélagi og Golfklúbbi Vestmannaeyja veittar viðurkenningar fyrir störf sín sagt er frá þessu í fréttum á vef ÍSÍ. „Skilar sér í betra og skipulagðara starfi“ ÍBV Íþróttafélag fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á hátíðlegri athöfn föstudaginn 8. apríl þegar […]
Fjölmenni við opnun sýningarinnar “Ertu héðan?” (myndir)

Það var margt um manninn þegar sýningin “Ertu héðan?” opnaði á laugardaginn í KFUM & K húsinu. Sýningastjórinn er Vala Pálsdóttir en sýningin er afurð meistararitgerðar hennar frá Listaháskóla Íslands og er útskriftarverkefnið hennar frá skólanum. Í ritgerðinni veltir Vala upp þeirri hugmynd að Vestmannaeyjabær taki að sér að halda utan um störf og ævi […]
Óska eftir samtali við ráðamenn um byggingu nýs hjúkrunarheimilis

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Samráðshópur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), Hollvinasamtaka Hraunbúða, fulltrúa aðstandenda heimilisfólks, Félags eldri borgara og Vestmannaeyjabæjar um málefni Hraunbúða, hefur tekið til starfa og fundaði síðast þann 22. mars sl. Fyrirhugað er að halda slíka fundi mánaðarlega. Hlutverk hópsins er að tryggja að sem flestir sem […]
Frítt á fjölskyldutónleika með Frikka Dór og Jóni Jónssyni í Höllinni

Kæru Eyjamenn Á morgun kl. 14 verða fjölskyldutónleikar með Frikka Dór og Jóni Jónssyni í Höllinni. Frítt er inn og allir hvattir til að mæta og eiga góðan Pálmasunnudag saman. Tónleikarnir verða um klukkustund. Um kvöldið verða síðan hefðbundnir tónleikar og er miðasala hér: https://tix.is/is/event/12647/februartonleikar-ibv/ Hlökkum til að sjá ykkur, Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar! (meira…)
Drög að atvinnustefnu Vestmannaeyjabæjar

Lögð voru fram drög að atvinnustefnu Vestmannaeyjabæjar á fundi bæjarráðs í vikunni. Stýrihópur um atvinnustefnuna sem skipaður er Írisi Róbertsdóttur, Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, Njáli Ragnarssyni, Frosta Gíslasyni og Ívari Atlasyni hefur verið að störfum og Evgenía Mikaelsdóttir, sem sinnt hefur starfi verkefnastjóra. Hópurinn fundaði um drögin fyrr í vikunni og er sammála um að leggja […]
Rekstarafkoma Vestmannaeyjabæjar jákvæð

Á fundi sínum í gær tók bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2021. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og lágar skuldir. Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um tæpar 394 m.kr. og rekstrarafkoma A-hluta var jákvæð um 137 m.kr. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 7.525 m.kr. og rekstrargjöld […]
Eyjakvöld í Höllinni

Loksins, loksins, ….eftir langa bið Eyjakvöld í Höllinni föstudaginn 8.apríl 2022 kl 21:00 Nú höldum við af stað í 12. vertíð Eyjakvöldanna sívinsælu. Meðal nýjunga verða Lúkarsvísur, kvæði um Sævar í Gröf og þá munum við frumflytja lagið “Mitt uppáhalds lag” eftir sjálfan Binna í Gröf auk gömlu góðu Eyjalaganna. (meira…)
Við saman í Eyjum

Að taka þátt í stjórnmálastarfi getur verið kvíðvænlegt og ákveðin opinberun sem fylgir því að gefa kost á sér. Vinir eða fjölskylda sem hafa kannski aðrar skoðanir en frambjóðandinn skilja ekkert í að viðkomandi trúi á þá sýn sem hann og flokkurinn hafa og tala mögulega ástvini sína niður. Á sama tíma hefur fólk fundið […]
Sumarstörf á vegum Vestmannaeyjabæjar 2022

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsfólki 17 ára og eldra til sumarstarfa á vegum bæjarins fyrir árið 2022. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl nk. Bókavörður I – Bókasafn Flokkstjóri í vinnuskóla – Umhverfisverkefni Forstöðumaður á gæsluvelli – Gæsluvöllur Hafnarvörður I – Vestmannaeyjahöfn Leikskólakennari/leiðbeinandi – Kirkjugerði Leikskólakennari/leiðbeinandi – Víkin 5 ára deild GRV Safnvörður I – Byggðasafn/Landlyst Safnvörður I – Eldheimar Starfsmaður við dagvist aldraðra – Hraunbúðir Starfsmaður á gæsluvelli – Gæsluvöllur Starfsmaður […]