Minning – Þórunn Ingibjörg Ingvarsdóttir

Góður félagi okkar í ÍBV- íþróttafélagi Þórunn Ingibjörg Ingvarsdóttir er látinn eftir stutta en erfiða baráttu við við alvarleg veikindi. Þórunn var fædd í Neskaupstað 18. febrúar 1954 og lést hér í Eyjum 21. mars s,l. Þórunn kom snemma öflug að starfi íþróttanna hér í Eyjum, fyrst hjá Knattspyrnufélaginu Týr og svo að starfsemi Í.B.V. íþróttafélags […]

Hinn almenni íþróttaiðkandi er Íþróttamaður Vestmannaeyja

Það tilkynnist hér með að valnefnd hefur valið hinn almenna íþróttaiðkenda í Vestmannaeyjum, Íþróttamann Vestmannaeyja árið 2020. Æfinga- og keppnisbönn ásamt takmörkunum á æfingaferðum vegna heimsfaraldursins árið 2020 hafði mikil áhrif á alla íþróttaiðkendur. Með jákvæðu hugarfari og góðum þjálfurum voru iðkendur ungir sem aldnir mjög duglegir að æfa sína íþrótt sem best þeir gátu […]

Jarl stefnir á 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins

Jarl Sigurgeirsson skólastjóri Tónlistaskólans í Vestmannaeyjum birti eftirfarandi tilkynningu á facebook síðus sinni í kvöld: Í dag skilaði ég inn framboði mínu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á suðurlandi sem fyrirhugað er 29.maí næstkomandi. Ég er búinn að velta fyrir mér lengi þessum möguleika og fann að ég hafði löngun til að taka mitt næsta skref í […]

Breytt aðkoma sjúkrabíla við HSU

Breyting hefur verið gerð á aðkomu sjúkrabíla að Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Framvegis mun aðkoma sjúkrabíla verða norðan megin við húsið, við kjallaradyr. Öll umferð og lagning ökutækja er því stranglega bönnuð við innganginn. Breytingar á aðalinngang “Þessar breytingar eru í tengslu við aðrar breytingar á inngöngum og aðkomu sjúklinga við HSU,” sagði Guðný Bogadóttir, […]

Mokveiði bæði í þorski og ýsu

Ísfisktogarar Bergs-Hugins, Bergey VE og Vestmannaey VE, komu báðir með fullfermi til Eyja í gær eftir stutta veiðiferð frá þessu er greint í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Aflinn var að mestu ýsa og þorskur en nokkuð einnig af ufsa og lýsu. Heimasíðan ræddi við skipstjórana og spurði þá hvernig vertíðin gengi. Jón Valgeirsson, skipstjóri á […]

Síðasti dagurinn til að sækja um sumarstörf

Í dag er síðasti dagurinn í dag til þess að sækja um sumarstörf á vegum Vestmannaeyjabæjar. Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsfólki 17 ára og eldra til sumarstarfa á vegum bæjarins fyrir árið 2021. Leitað er að jákvæðum, duglegum og samviskusömum einstaklingum. Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni til að sækja […]

GRV fékk úthlutað úr Sprotasjóði

Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hljóta alls 42 verkefni styrki að þessu sinni. Heildarupphæð styrkjanna eru rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi […]

Skólahald með nokkuð hefðbundunum hætti

Samkvæmt nýrri reglugerð um skólahald, verður skólahald með nokkuð hefðbundunum hætti strax á miðvikudag frá þessu er greint á heimasíðu GRV. “Í raun eru litlar breyingar frá þeim reglum sem voru í gildi áður en skólum var lokað fyrir páska.” Nýjustu takmarkanir. Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými […]

Starfslaun bæjarlistamanns 2021

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsóknum og tillögum um bæjarlistamann Vestmannaeyja fyrir árið 2021. – Starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja má veita einstaklingi, hópi listamanna eða félagasamtökum. – Bæjarlistamaðurinn skuldbindur sig til að skila af sér menningarstarfi í formi listsköpunar, sem unnin er á starfsárinu. Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2021. Bæjarráð velur úr framkomnum umsóknum og […]

Laun í vinnuskólanum hækka um 7,1%

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti fyrirkomulag Vinnuskólans fyrir sumarið 2021 á fundi fjölskyldu- og tómstundaráð. Boðið er upp á vinnuskóla fyrir börn fædd 2005 -2007. Fjöldi vinnudaga og vinnutíma í viku er sá sami og verið hefur. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Sótt er um rafrænt. Lagt er til að laun fyrir sumarið 2021 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.