Jarl Sigurgeirsson skólastjóri Tónlistaskólans í Vestmannaeyjum birti eftirfarandi tilkynningu á facebook síðus sinni í kvöld:
Í dag skilaði ég inn framboði mínu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á suðurlandi sem fyrirhugað er 29.maí næstkomandi. Ég er búinn að velta fyrir mér lengi þessum möguleika og fann að ég hafði löngun til að taka mitt næsta skref í pólitísku starfi, auk þess sem ég hafði fengið talsverða hvatningu til framboðs. Ákvörðunin var ekki endanlega tekin fyrr en í dag og var það nokkuð stórt skref, en virkilega góð tilfinning að skila inn framboðinu.
Ég hef verið virkur í grasrótarstarfi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í um 15 ár og er nú formaður fulltrúaráðs. Það var mikil upplifun fyrir mig á sínum tíma að koma inn í pólitískt starf og átta mig á hversu gefandi það er og einnig hversu miklu máli skiptir fyrir samfélög að viðhalda góðu pólitísku starfi. Gott pólitískt grasrótarstarf er að mínu mati nauðsynlegur grunnur allrar stjórnsýslu hvort sem er í héraði eða á landsvísu.
Mínar áherslur eru tengdar landsbyggðinni. Ég trúi því að ef við búum til jarðveg með viðunandi samgöngum, nettengingum, heilsugæslu og menningu þá komi störf með fólkinu þegar það velur sér búsetu. Sogkraftur höfuðborgarinnar fer dvínandi í takt við tæknibreytingar sem gera fólki kleift að velja sér búsetu eftir öðru en atvinnumöguleikum. Sú þróun sést vel á íbúatölum og fasteignaverði á landsbyggðinni í kring um höfuðborgina. Fólk sækir í auknum mæli í rólegheit, náttúrufegurð, tímasparnað og þægindi. Það er hlutverk þeirra sem fara með völdin að útbúa jarðveg landbsyggðarinnar þannig að fólk geti og vilji búa þar. Ég myndi gjarna vilja taka þátt í að móta þann jarðveg.
Ég óska eftir stuðningi Sjálfstæðisfólks á suðurlandi í fyrirhuguðu prófkjöri. Þar sækist ég eftir 4.sæti, sem við ætlum svo í framhaldi að gera að öruggu sæti þingmanns í kosningum í haust. Ég hlakka til að taka þátt í spennandi prófkjöri með frábæru fólki.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst