Engin viðbrögð frá ráðuneytinu vegna fjárhagsstöðu Herjólfs

Þann 17. ágúst síðast liðinn átti bæjarráð fund með samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna fjárhagsstöðu Herjólfs ohf. þar sem meðal annars var kynnt lögfræðiálit er varðar greiðslur ríkisins vegna grunnvísitölu og öryggismönnunar á skipinu. Á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá fundinum hafa engin önnur viðbrögð komið frá ráðuneytinu við erindi bæjarins en að svarið […]

Íbúar á landsbyggðinni fá lægri flugfargjöld með Loftbrú

Flugvollur

Í dag kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra útspil sitt í flugsamgöngum til landsbyggðarinnar, Loftbrú. Loftbrúin byggir á hinni svokölluðu og margumræddu skosku leið. Loftbrú veitir öllum þeim sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum 40% afslátt af heildarfargjaldi á öllum áætlunarleiðum innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, […]

Skráðar pysjur komnar yfir 7000

Skráðar lundapysjur í pysjueftirlitinu eru orðnar 7014 en rúmlega helmingur þeirra hefur verið vigtaður eða 3751. Meðalþyngd þessara fulga er 284 grömm. Forsvarsmenn eftirlitsins eru ánægðir með þessa þátttöku í rafrænum skráningum en árið í ár er orðið það næst stærsta frá upphafi skráninga. Verulega hefur dregið úr skráningum síðustu daga og því ljóst að pysjuveiðitímabilið 2020 er senn á enda. (meira…)

Ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2019 birtir

Ársreikningar allra sveitarfélaga landsins fyrir rekstrarárið 2019 hafa nú verið birtir á einum stað á vef Fjársýslu ríkisins um opinber fjármál. Þar má einnig finna ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2018. Á vef Fjársýslunnar eru birtir allir ársreikningar opinberra aðila. Skoða ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2019 (meira…)

Aukaferðir föstudaga og sunnudaga

Eftirfarandi breytingar á áætlun Herjólfs koma til með að taka gildi föstudaginn 18.september. Aukaferðir alla föstudaga og sunnudaga frá Vestmannaeyjum klukkan 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 15:45. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi í hádeginu. (meira…)

Stöndum með íslenskri framleiðslu

Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. […]

Hreystivöllurinn við Brimhólalaut að verða klár

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við nýjan hreystivöll við Íþróttamiðstöðina. Framkvæmdum miðar vel og munu verktakar klára verkið á næstu dögum. Völlurinn verður staðsettur í Brimhólalaut við Íþróttamiðstöðina. Völlurinn verður stallaður svo hægt verður að nýta upphækkunina í æfingar, undirlagið á vellinum er gervigras og á vellinum eru tæki sem henta öllum sem eru hærri […]

Göngum í skólann

Átakið Göngum í skólann var sett í síðustu viku. Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar. Með þessu er ætlunin að hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir […]

Gerum meira en minna – Hlutdeildarlán hitta í mark

Afkastamikill þingstubbur var haldinn í síðustu viku og voru þau mál kláruð sem gert hafði verið ráð fyrir á stubbnum og reyndar rúmlega það. Þingstarfið er óhefðbundið í þeim kringumstæðum sem við erum að glíma við sem þjóð og við höfum verið að afgreiða mál í þinginu sem taka mið af breyttum aðstæðum. Þær breytast […]

12 spora hópastarfið Vinir í bata aftur af stað

Boðið verður upp á 12-spora hópastarf í Landakirkju í vetur. Við köllum okkur Vini í bata og vinnuna köllum við Andlegt ferðalag. Þetta er fyrir alla sem vilja vinna með tilfinningar sínar af einlægni og kynnast sjálfum sér og Guði betur. Kynningarfundur verður mánudaginn 21. september kl. 18:30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir öllum til þess […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.