Fyrstu pysjurnar til Sea life Trust í gær

Komið var með fyrstu pysjurnar í vigtun hjá Sea Life Trust í gær. Þetta kemur fram á Facebook síðu þeirra. “Í gær var komið með tvær pysjur í vigtun hjá okkur í Sea Life Trust. Eru það fyrstu pysjurnar sem komið er með í pysjueftirlitið í ár og byrjunin á uppáhalds tíma ársins hjá mörgum […]

Staðan er óbreytt frá því í gær

Enn eru fjórir í einangrun og 78 í sóttkví. Einn hefur lokið sóttkví. Í gær fór fram skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar til að kanna útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Voru tekin sýni hjá tæplega 500 einstaklingum. Niðurstöður munu liggja fyrir á morgun. Vestmannaeyjadeild Rauða krossins hefur óskað eftir því að aðgerðastjórn komi því á framfæri […]

„Ég hata þessa veiru!“

Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur […]

Þeim sem eru í sóttkví býðst að panta og fá sent

Eins og almenningur ætti orðið að vita má sá sem er í einangrun eða sóttkví ekki fara í verslun. Samkvæmt aðgerðarstjórn í Vestmannaeyjum voru í gær samtals fjórir í einangrun og 78 sóttkví. Þessu fólki hefur Krónan í Vestmannaeyjum ákveðið að koma til aðstoðar í samstarfi við Björgunarfélag Vestmannaeyja. Hún býður því upp á að […]

Skiphellar og Sprangan í beinni á netinu

Í sumar var sett upp myndavél og hljóðnemi til vöktunar á Skiphellum. Notast var við gleiðlinsu-myndavél og þar með var mögulegt að slá tvær flugur í einu höggi með því að ná Spröngunni með á myndina. Það eru félagarnir Hörður Bald, Mari pípari og Davíð í Tölvun sem standa að verkefninu. Myndavélin er tengd við internetið í gegnum ljósleiðaranet […]

Fjórir í einangrun í Eyjum

Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greindust með staðfest smit af COVID-19 í gær en þeir voru báðir í sóttkví. Eru því samtals fjórir í einangrun og 78 í sóttkví. Einn einstaklingur hefur lokið sóttkví. Aðgerðastjórn beinir þeim tilmælum til bæjarbúa að gæta vel að eigin smitvörnum og fara eftir fyrirmælum stjórnvalda um sóttvarnir í einu […]

Myndband frá flutningi mjaldranna

Það er með mikilli ánægju sem við hjá SEA LIFE Trust getum staðfest að mjöldrunum Litlu Grá og Litlu Hvít hefur verið komið fyrir í varanlegum heimkynnum sínum í Klettsvík við Vestmannaeyjar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgunn. Flutningi hvalanna í kvínna lauk föstudaginn 7. ágúst klukkan 12:30. Griðarstaðurinn […]

Óvissa með fyrirkomulag í FÍV

Undirbúningur haustannar er í fullum gangi og munu upplýsingar um upphaf og fyrirkomulag kennslu, móttöku nýnema, stundatöflur og bókalista koma inn á heimasíðu Framhaldsskólans þegar nær dregur. Enn er óljóst með hvaða hætti skólahald verður núna á haustönninni en miðað við fréttir þá er allt kapp lagt á að skólar taki til starfa að nýju […]

Tvö smit í Eyjum

Tveir einstaklingar eru nú í einangrun í Vestmannaeyjum og 79 í sóttkví. Einn einstaklingur hefur lokið sóttkví. Í gær fór fram skimun á vegum HSU í Vestmannaeyjum meðal einstaklinga í sóttkví og var hún vel sótt. Á morgun fer fram skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar til að kanna útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þeir sem hafa […]

Ekið á fyrstu lundapysjuna

Starfsfólki Pysjueftirlitsins barst í morgun tilkynning um að fyrsta lundapysjan væri fundin þetta árið,  hún hafði því miður orðið fyrir bíl. Þau vildu brýna fyrir fólki að nú sé kominn tími til að hafa augun opin og kíkja eftir pysjum og jafnframt að aka varlega. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.