Sigurgeir með nýja bók

Sigurgeir Jónsson frá Þorlaugargerði hefur verið iðinn á undanförnum árum að gefa út bækur sem tengjast mannlífi og staðháttum í Vestmannaeyjum. Nú sendir hann frá sér nýja bók sem heitir Vestmannaeyjar – af fólki og fuglum og ýmsu fleiru. Þar kennir margra grasa en hvað fyrirferðarmest er þó upprifjun á æskuárunum fyrir ofan hraun og […]

Taka upp kvikmynd í Vestmannaeyjum

9e22a5b72e94ee82ecb4a4782f854d59

Kæru íbúar í Vestmannaeyjum Í ágúst er áætlað að kvikmyndagerðarfólk á vegum Sagafilm og Film Produkcja hefji tökur á pólsk/íslensku spennukvikmyndinni Wolka í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar. Wolka fjallar um konu sem losnar úr fangelsi í Póllandi á reynslulausn og ferðast til Íslands, sest að í Vestmannaeyjum og gerir sitt besta til að aðlagast pólska […]

Frábærlega vel heppnuð bjórhátið – Verður aftur að ári!

Bjórhátíðin The Brothers Brewery “Street Food and Beer festival” fór fram á laugardaginn var og þótti takast vel til. Það var þó ekki sjálfgefið því veðurspáin var ekki endilega með þeim bræðrum í liði. „Þetta gekk í raun vonum framar, við vorum farnir að hafa miklar áhyggjur viku fyrir hátíð vegna veðurspá en þetta gekk […]

Nýtt björgunarskip til Eyja

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir að 150 milljóna króna árlegri fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verði gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um fjármögnun og viðhald björgunarskipanna til lengri tíma. […]

Fiskeldi í Viðlagafjöru

Lögð voru fram til upplýsinga á fundi bæjarráðs í síðustu viku drög að breytingu á þegar samþykktri viljayfirlýsingu um samvinnu, samskipti og nauðsynlega samningagerð og undirbúningsvinnu í tengslum við þróunarvinnu og byggingu fiskeldis á landi í Viðlagafjöru á Heimaey. Um er að ræða ítarlegri viljayfirlýsingu og aðra staðsetningu. Viljayfirlýsingunni er vísað til umræðu og afgreiðslu […]

Herjólfur þurfti að sæta lagi (myndband)

Herjólfur lenti í vandræðum við Landeyjahöfn nú fyrr í kvöld í að siglingu og þurfti frá að hverfa. Aðstæður voru erfiðar í kvöld en allar ferðir eftir hádegi í dag hafa fallið niður. Töluverður ótti greip um sig um borð í bátnum þegar skyndilega var beygt frá. Meðfylgjandi myndband sýnir fyrst þegar báturinn sneri við […]

Þjóðhátíðin hennar Yrsu

Þýsk-franska sjónvarsstöðin Arte framleiddi á síðasta ári stuttmynd um Þjóðhátíð. Myndin var frumsýnd í þýska og franska sjónvarpinu fyrr á árinu og nú er hún aðgengileg á vefsíðu sjónvarpsstöðvarinnar. Forsaga verkefnisins er sú að Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur var fengin til að velja og leikstýra þætti fyrir þessa flottu sjónvarpsstöð. Hún gat valið hvað sem var, […]

Ófært í Landeyjahöfn

Herjólfur sendi rétt í þessu frá sér eftirfarandi tilkynningu “Farþegar athugið. Því miður er orðið ófært til Landeyjahafnar vegna veðurs-og sjólags.Við erum að vona að aðstæður komi til með að lagast í Landeyjahöfn. Því færast pantanir frá Vestmannaeyjum kl: 12:00 til 14:30 og frá Landeyjahöfn kl: 13:15 til 15:45. Við getum út tilkynningu um leið […]

Forsala framlengd

Enn er óvíst með hvaða hætti Þjóðhátíðin verður haldin í ár, af þeim sökum hefur verið ákveðið að framlengja forsölu félagsmann þangað til ákvörðun hefur verið tekin. Gefnar verða út leiðbeiningar um breytingu á miðum eða mögulega endurgreiðslu á sama tíma. Þökkum ykkur kærlega fyrir biðlundina sem þið hafið sýnt okkur undanfarna mánuði (meira…)

Höfnin gæti orðið af 40 milljónum

Ekkert skemmtiferðaskip hefur komið til Vestmannaeyja það sem af er ári en 90 skip höfðu boðað komu sína til Eyja í sumar. „Það er ekki búið að afpanta allt svo hugsanlega gætu komið einhver skip seinni part júlí eða í ágúst en þetta er samt allt óljóst enn þá“, sagði Andrés Sigurðsson Yfirhafnsögumaður hjá Vestmannaeyjahöfn. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.