Myndlist, Bjór, Leikmannakynning og Búðaráp

Það er nóg við að vera í Eyjum í dag. Myndlistarfélag Vestmannaeyja verður með opið hús í Hvíta húsinu klukkan 16:00 í dag. Allar vinnustofur opnar og tekið á móti gestum. Þennan dag verður opið til klukkan 18.00. Um helgina er opið frá kl. 14.00 til 18.00. Sjómannabjórinn 2020 – Óskar (Háeyri) kemur á dælu […]
Forsala félagsmanna framlengd til 20. júní

Forsala á þjóðhátíðarmiðum fyrir félagsmenn ÍBV íþróttafélags hefur verið framlengd til 20. júní þetta kemur fram í frétt á dalurinn.is. Þar kemur fram að þjóðhátíðarnefnd vinni nú að því í samráði við Almannavarnir að skoða hvort og þá hvernig mögulegt sé að útfæra hátíðina þannig að farið sé að ítrustu kröfum Landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins vegna […]
Leikmannakynning ÍBV

Leikmannakynning ÍBV fer fram í Akóges á morgun, fimmtudag. Húsið opnar 20.00 og er frítt inn. Bar á staðnum. Gríðarleg tilhlökkun er hjá ÍBV fyrir fótboltasumrinu og hafa leikmenn og aðrir skynjað mikla tilhlökkun á meðal bæjarbúa einnig. Eftir að liðin hafa verið kynnt munu Helgi Sig og Andri Ólafs fara yfir áherslur sumarsins og spjalla […]
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja komið út

Sjötugasti árgangur Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja kom út í vikunni og er að venju fjölbreytt að efni. Sjómannadagsblaðið hefur frá upphafi verið gefið út af miklum metnaði og er einn helsti upplýsingabanki um sjávarútveg í Vestmannaeyjum sem við eigum í dag. Og áfram er haldið á sömu braut. Í allri óvissunni í vetur á meðan Covid19 lamaði […]
Ferðaþjónustu fyrirtæki fá úr sértækri úthlutun SASS

Starfandi formaður stjórnar SASS kynnti á síðasta stjórnarfundi að samtals hafi 211 umsóknir borist frá 194 fyrirtækjum vegna sértækrar úthlutunar “Sóknaráætlun Suðurlands Sóknarfæri ferðaþjónustunnar” en 8 fyrirtæki sendu fleiri en eina umsókn. Fyrirtæki í öllum 15 sveitarfélögunum á Suðurlandi, sem aðild eiga að samtökunum, sendu inn umsókn. Þessi sértæka úthlutun á fjármunum Sóknaráætlunar Suðurlands er […]
Stuð á Stakkó (Myndir)

Mikið fjör var á Stakkó í hádeginu þar sem nemendur í 1.-5. bekk og af Víkinni 5 ára deild dönsuðu fyrir gesti og gangandi í góða veðrinu. Allir skemmtu sér vel yfir flottum töktum hjá krökkunum. (meira…)
Dansað á Stakkó í hádeginu

Klukkan 12:00 í dag þriðjudag munu nemendur í 1.-5.bekk og Víkinni 5 ára deild dansa á Stakkó. Þessi viðburður kemur í stað hefðbundinnar danssýningar Grunnskólans. (meira…)
Nýtt fasteignamat

Fasteignamat 2021 hækkar um 2,1% Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 2,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.429 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2021. Þetta er umtalsvert minni hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 6,1% á landinu öllu. Hækkar um 3% í Eyjum Fasteignaverð í […]
Silja Elsabet Brynjarsdóttir er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2020

Silja er fædd í Vestmannaeyjum þann 15. ágúst 1991 og hóf söngferil sinn í Söngkeppni barna á Þjóðhátíð árið 1998, þá 6 ára gömul, alveg að verða 7. Síðan söng hún með barnakór Landakirkju og var hún yngsti nemandi kórsins frá upphafi. Hún hóf 11 ára gömul söngnám við Tónlistaskóla Vestmannaeyja auk þess að ljúka […]
5G væðing í Vestmannaeyjum?

Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og deildarstjóra tölvudeildar um möguleika á því að leggja ljósleiðara að öllum heimilum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. Í minnisblaðinu er raktir kostir ljósleiðaravæðingar, tæknileg útfærsla, kostnaður, fjármögnun, opinber aðstoð, þ.e. ríkisaðstoð), framkvæmd, rekstur og tímalína. Jafnframt […]