Allir fá sumarvinnu hjá bænum

Veiruógnin var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu og viðbrögðum yfirvalda vegna útbreiðslu COVID19 í Vestmannaeyjum. Staðan í Vestmannaeyjum er sú að 105 smit hafa verið greind. Af þeim sem greinst hafa jákvæðir hafa allir náð bata. Ekkert nýtt smit hefur greinst síðan 20. apríl sl., sem eru góðar […]
Bæjarráð skorar á yfirstjórn HSU að draga áform um uppsagnir til baka

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, að undanskildum forstjóra, mætti á fund bæjarráðs í hádeginu í dag til þess að gera grein fyrir málefnum stofnunarinnar og sér í lagi áhrifum af ákvörðun yfirstjórnarinnar um aðkeypta ræstingu á stofnuninni. Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi. “Það er nöturlegt til þess að hugsa að á sama tíma og atvinnuleysi eykst á Íslandi […]
Áformaðar uppsagnir við HSU

Einstaklingum sem starfa við ræstingar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum verður sagt upp störfum. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafði þetta að segja þegar leitað var eftir svörum. „HSU er að leita leiða til hagræðinga í rekstri. Að okkar mati munu þær leiðir sem eru í skoðun ekki þurfa hafa áhrif á starfsmöguleika í Vestmannaeyjum. […]
Fyrirkomulag sundlauga eftir 18. maí

Sundlaugin í Vestmannaeyjum hefur verið lokuð frá 19. mars. Þá greindist starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar með kórónuveirusýkingu. Öðrum sundlaugum landsins var svo lokað 24. mars og hefur verið lokað síðan. Tilkynnt var í byrjun þessa mánaðar að þær yrðu opnaðar á ný 18. maí. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi leggja til […]
Nú fara hlutirnir að gerast hratt

Með hækkandi sól, afléttingu á bönnum og fækkun á Covid 19 tilfellum fer vonandi að verða pláss fyrir fleiri jákvæðar og skemmtilegar fréttir á samfélagsmiðlunum. Eins og gefur að skilja hafa undanfarnar vikur verið meira og minna undirlagðar af Covid 19 og hefur fátt annað komist að. Með þessum orðum hefst pistill sem Friðrik Páll […]
Enn fjölgar í Eyjum

Íbúar í Vestmannaeyjum voru 4.379 þann 1. maí og hefur fjölgað um 21 frá því 1. desember 2019. Það gerir 0,48% fjölgun en þróunin á landinu öllu er 0,60% og 1,10% á suðurlandi. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá Íslands. Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Mýrdalshrepp fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna […]
Stuttmynd byggð á hörmulegu slysi í Eyjum vann til verðlauna

Signý Rós Ólafsdóttir hlaut nýverið verðlaunin Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York. Fjörtíu stuttmyndir börðust um hylli dómnefndar í flokknum, aðeins fjórar þeirra voru tilnefndar og það var myndin Hafið ræður sem hin tvítuga Signý Rós leikstýrði sem kom, sá og sigraði. Þetta kemur fram í frétt á vefnum frétta […]
Íslandsbanki opnar með breyttu sniði

Útibú Íslandsbanka opna aftur í dag 11.maí með breyttu sniði. Útibúið í Vestmannaeyjum er opið frá kl. 12:30 – 15:00. Viðskiptavinir eru beðnir um að bóka símtal. Ef erindið krefst afgreiðslu í útibúi er bókaður fundur. Bókið tíma hér og kynnið ykkur afgreiðslutíma. Eftirfarandi kemur fram á heimasíðu Íslandsbanka. Til að virða megi tveggja metra regluna um […]
Sealife Trust opnar aftur

Sealife Trust safnið opnar í dag klukkan tíu en safnið verður opið til fjögur í dag og á morgun. „Litla Hvít og Litla Grá eru orðnar spenntar að sjá annað fólk en þjálfarana sína og taka fagnandi á móti gestum í dag,“ sagði Audery Padget hjá Sea Life í samtali við Eyjafréttir. Hámarksfjöldi gesta er […]
Lokun vega vegna Puffin Run

Puffin run utanvegahlaupið fer fram á laugardaginn 9. maí. Af því tilefni hefur lögregla heimilað lokun vega fyrir umferð á fyrsta hluta hlaupaleiðarinnar frá Skansinum og inn í Herjólfsdal með eftirfarandi hætti: Tangagata frá FES að Skildingavegi og þá Ægisgata, Bárustígur og Skólavegur norðan Strandvegar. Skildingavegur norðan Strandvegar á gatnamótum Heiðarvegar, Strandvegur lokaður til vesturs […]