Bíða eft­ir nýj­um regl­um

Áfram er unnið að und­ir­bún­ingi Þjóðhátíðar í Vest­manna­eyj­um um versl­un­ar­manna­helg­ina og miðasala stend­ur yfir. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is Hörður Orri Grett­is­son, formaður þjóðhátíðar­nefnd­ar ÍBV, seg­ir að beðið sé eft­ir að mál skýrist um hvaða fjölda­tak­mark­an­ir verði í gildi þegar að hátíðinni kem­ur um mánaðamót­in júlí og ág­úst og aðrar regl­ur stjórn­valda. […]

Páll Marvin ráðinn verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfus

Bæjarráð Ölfus hefur tekið ákvörðun um að ráða Pál Marvin Jónsson, framvæmdastjóra Þekkingarseturs Vestmannaeyja og sjávarlíffræðing sem verkefnastjóra um stofnun Þekkingarseturs Ölfus. Þetta staðfestir Elliði Vignisson, bæjarstóri í samtali við Eyjafréttir. “Sveitarfélagið Ölfus hefur nú í nokkurn tíma unnið markvisst að eflingu atvinnulífsins.  Liður í því er stofnun Þekkingarseturs.  Slíkt er ekki hvað síst mikilvægt […]

Útimessur í sumar og fermingar í ágúst?

Daglegt líf barna er þessa dagana smá saman að detta í nokkuð eðlilegt horf. Fullur skóladagur og íþróttaæfingar hafnar að nýju. Barnastarf Landakirkju fer hins vegar ekki af stað aftur nú í vor, enda hefði því lokið formlega með vorhátíð 26. apríl síðastliðinn. „Okkur þykir eiginlega ekki passa að setja af stað einhverja viðburði þar […]

Afkoma Vestmannaeyjahafnar jákvæð um 146 milljónir

Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2019 var til umræðu á síðasta fundi framkvæmda og hafnarráðs. Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2019. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 487 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam 146 millj.kr. Heildarskuldir að meðtöldum lífeyrsskuldbindingum námu í árslok 199 millj.kr Niðurstaða Ráðið samþykkir fyrirliggjandi ársreikning og vísar honum til síðari […]

Framkvæmdastjóri VSV tjáir sig um Mannlífsslúður og lánamál ritstjórans

Sigurgeir B. Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni gefur lítið fyrir slúðurklausu, í nýjasta tölublaðs Mannlífs, um samstarfið í stjórn Vinnslustöðvarinnar. Binni svarar því til að slúður dæmi sig oftast sjálft og sé sjaldan svaravert. Höfundur þessarar slúðursögu verðskuldi hins vegar athugasemd af sinni hálfu. „Ritstjóri Mannlífs og höfundur klausunnar er Reynir Traustason, sá er áður ritstýrði […]

Brotist inn í 10 geymslur í Áshamri

Þann 25. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að brotist hafi verið inn í einar 10 geymslur í stigaganginum að Áshamri 59. Stolið var m.a. Yato rafmagnsbílabónara, Orvis veiðivöðlum, grænum LOOP veiðijakka, Hardinga veiðistöng og bláum Len Mar sjópoka sem í voru buxur og peysa. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki […]

Heima með Emilíu Borgþórsdóttur

Eyjafréttir og Viska halda áfram með námskeiða/erinda lotuna, Viska – öllum til handa! Næsta fjarnámskeið sem boðið verður upp á er erindið HEIMA. Þar fer Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður og sjúkraþjálfari, yfir atriði sem geta bætt heimilið.   Fólk eyðir nú meiri tíma en áður heima og sinnir margvíslegum verkefnum hvort sem er við vinnu, heimanám eða […]

Mjaldrasysturnar flytja í Klettsvík í júní

Góðgerðasamtökin SEA LIFE Trust segja í tilkynningu sem send var út rétt í þessu að mjaldrarnir, Litla Hvít og Litla Grá eru nú á lokastigum í undirbúningi fyrir flutning í varanleg heimkynni sín í Klettsvík. Griðarstaðurinn í Klettsvík sem er sá fyrsti sinnar tegundar var byggður fyrir rausnarlegt framlag Merlin Entertainments. Heilsa og velferð hvalanna […]

Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á suðurlandi

65 milljónir í nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS – til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID-19 veirunnar Verkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Stjórn SASS samþykkti á fundi sínum 22. apríl s.l. að hrinda verkefninu af stað til að styðja við starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu […]

Sýnatökur fyrir COVID-19

  Á laugardaginn (9. maí) verður aftur boðið upp á sýnatökur í Vestmannaeyjum m.t.t. COVID-19 í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Um er að ræða rannsókn þar sem tekin eru blóðsýni og háls- og nefkoksstrok. Tilgangurinn er m.a. að skoða hversu margir hafa tekið smit, þ.e.a.s. myndað mótefni gegn veirunni sem veldur COVID-19. Allir sem vilja […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.