Klara Einars á leiðinni á Þjóðhátíð

Klara Einars kemur fram á NovaFest á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Klara er hluti að glæsilegri dagskrá sem Nova og Þjóðhátíð hafa tekið höndum saman og halda stærsta NovaFest sem hefur sést til þessa en Klara kemur fram á sunnudeginum klukkan 15:30 ásamt Dj. Rakel. Klara sigraði Vælið, Söngkeppni Verslunarskóla Íslands, í vetur og […]
Byrja að afhenda armbönd í dag

Byrjað verður að afhenda armbönd í dag kl. 11:30 í Hafnarhúsinu á Básaskersbryggju. Fermingarbörn skulu sækja þau í dag og hafa meðferðis gjafabréf og skilríki. Athugið að aðeins fermingarbarnið sem gjafabréfið er stílað á getur nýtt það. Opið verður til kl. 22:00 í kvöld og svo aftur frá kl. 8:30 til 21:30 á morgun, föstudag. […]
„Er hann Einsi kannski búinn að tjalda við hliðina á þér?“

Hljómsveitin og lögin úr “Með allt á hreinu” tengjast hátíðinni órjúfanlegum böndum. Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, verður meðal þeirra sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Saga Stuðmanna er að mörgu leyti samofin sögu Þjóðhátíðar en lokakafli vinsælustu kvikmyndar Íslandssögunnar „Með allt á hreinu“ var að mestu leyti tekin upp á Þjóðhátíð árið […]
„Frábærar fréttir frá Vestmannaeyjum!“

„Seinna lundarallinu lauk seint í gærkveldi. Frábærar fréttir frá Vestmannaeyjum!“ Svona hefst facebook-færsla á síðu Náttúrustofu Suðurlands. Þar segir jafnframt að árið í ár sé jafn gott ár og 2021, sem er það besta í viðkomu á þessari öld. Þau eru þó ekki eins, færri fuglar urpu nú (ábúð 76% egg/holu), en hámarks varpárangur (91% […]
Súlur settar upp í slagviðri

Tjaldborgin er komin góða leið eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Nú hafa flestir sett upp súlurnar sínar og þá er næst á dagskrá að huga að búslóðarflutningum á morgun. Eftirfarandi myndir eru teknar þegar komið var að íbúum Skvísusunds og Lundaholna að setja upp súlurnar sínar. (meira…)
Veðurhorfur næstu daga

Allra augu beinast nú að veðurkortunum, sér í lagi fyrir stórhátíðina í Herjólfsdal sem sett verður klukkan 14.30 á fostudag. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því síðdegis í dag segir að það hafi blásið nokkuð hraustlega á Suðvestur- og Vesturlandi í dag en nú síðdegis dregur smám saman úr vindi. Skilabakki nálgast jafnframt […]
Pysjueftirlitið að gera allt klárt

„Nú er búið að finna fyrstu pysjuna þetta árið og er pysjueftirlitið að gera allt klárt. Persónulega á ég von á mörgum pysjum þetta árið. Það er mikið af fugli og sílisfugl hefur verið áberandi. Það gefur okkur vonir um að margar pysjur nái fluginu þetta árið,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja sem hefur […]
Víglundur Þór Þorsteinsson – Þakkir á afmælisdegi

Eitt af því sem mestu skiptir um hvort söfn dafni eða deyi er alúð og ástríða þeirra sem þar starfa. Með því á ég ekki einungis við fasta starfsmenn safnsins hverju sinni, þótt þeir skipti vissulega miklu. Ég á ekki síður við alla þá sem með einum eða öðrum hætti rétta safninu hjálparhönd, hvort heldur […]
Þröng tímaáætlun ástæðan

Í gær greindum við frá því að aukaferðir Strætó væru einungis í boði í aðra áttina í kringum Þjóðhátíð. Framkvæmdastjóri Strætó sagði málið á forræði Vegagerðarinnar. Sigríður Inga Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptadeild Vegagerðarinnar segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að öllu jöfnu allt árið gangi tvær ferðir daglega með landsbyggðarstrætó til Landeyjarhafnar og til baka. „Í […]
Súlurnar fara upp í dag

Senn rís tjaldborgin en súlurnar fara upp í dag og eins og venja er fyrir þá er farið eftir ákveðnu skipulagi sem fer eftir götum. Aðeins bílar með súlur fá að fara inn í Dal á eftirfarandi tímum en á öðrum tímum verður Dalurinn lokaður fyrir umferð: 17:00 – Reimslóð, Þórsgata, Týsgata og Efri byggð […]