Innviðir í Vestmannaeyjum vel í stakk búnir

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og Rauði krossinn í Vestmannaeyjum hafa nýlega lokið stöðufundi vegna COVID-19 veirusýkingarinnar. Fundurinn nú var haldinn af því tilefni að í gær greindist fyrsta tilfellið á Íslandi og var viðbúnaðarstig almannavarna hækkað úr óvissustigi í hættustig á landsvísu. Fulltrúar almannavarna í Vestmannaeyjum hafa fundað reglulega vegna COVID-19 veirusýkingarinnar síðan í lok janúar og […]
Breytingar hjá Visku vegna samkomubanns

(English below) Í kjölfar þess að Heilbrigðisráðherra hefur sett á samkomubann frá og með miðnætti 15. mars hefur Viska ákveðið að grípa til eftirfarandi ráðstafana. Þau námskeið sem er hægt að færa yfir í fjarkennslu verða kennd í fjarnámi Námskeið sem eru yfir 8 manns og ekki hægt að kenna í fjarnámi verður frestað. Námskeið […]
Gídeon messa á sunnudag – Geir Jón predikar

Félagar í Gídeonfélaginu hér í Vestmannaeyjum munu fara mikinn í messu sunnudagsins í Landakirkju, sem hefst eins og vant er kl. 14:00. Félagarnir munu lesa úr ritningunni og Geir Jón Þórisson mun predika. Kitty Kovács leiðir svo Kór Landakirkju í sálmasöngnum. Prestur verður Sr. Guðmundur Örn Jónsson. (meira…)
Páley skipuð lögreglustjóri á Austurlandi

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið skipuð sem lögreglustjóri á Austurlandi til bráðabirgða. Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri, lætur um mánaðarmótin af störfum. Sex einstaklingar sóttu um starfið sem dómsmálaráðherra skipar í. Skipanin hefur tafist en samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er vonast til að frá henni verði gengið fyrr en síðar. Þar til nýr lögreglustjóri tekur við […]
Vinstrið er við völd

Á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi stofnaði meirihluti H- og E- lista nýtt svið í skipuriti Vestmannaeyjabæjar og setti að nýju á stöðu hafnarstjóra, stöðu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks sameinaði við stöðu framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og sparaði sveitarfélaginu á annað hundrað milljónir. Stöðugildið mun kosta sveitarfélagið 15 milljónir árlega. Mikil þensla í rekstri á krísutímum Yfirvofandi loðnubrestur […]
Brimurðin óþekkjanleg

Vegfarandi sem reglulega gengur um Brimurð og nágrenni segir fjöruna gjörbreytta eftir óveður síðustu vikna. Miklir jarðvegsflutningar hafi átt sér stað bæði af völdum vinds og af ágangi sjávar. Göngustígur frá bílastæði niður í fjöruna sé nær horfinn og mikil tilfærsla hafi orðið á grjóti og öðrum jarðvegi í fjörunni. Einnig má sjá á myndunum […]
Bæjarstjórn í beinni kl. 18:00

1555. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi, 27. febrúar 2020 og hefst hann kl. 18:00, beina útsendingu og dagskrá fundarins má sjá hér að neðan. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 202001009F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 318 Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar 2. 201912006F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja – 245 Liðir […]
Appelsínugul veðurviðvörun í kvöld

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18:00 í kvöld og gildir til miðnættis. Austan stormur eða rok, 23-28 m/s og vindvhiður allt að 40 m/s. Fyrst austantil á svæðinu, einkum undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum en einnig með suðurströndinni seinna í kvöld. Stórhríð og skafrenningur. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, […]
Gul viðvörun eftir hádegi

Gert er ráð fyrir vonsku veðri á Suðurlandi í dag. Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 15-25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum þar sem vindstrengir geta staðbundið farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi um tíma, en við suðurströndina er snjókomubakki sem gæti borist inná land með samfeldari ofankomu og lélegu skyggni. Akstursskilyrði gætu […]
Hádegiserindi um COVID-19 veiruna í beinni

Núna kukkan kl. 12:00 verður Sigurður Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga hjá HSU með erindi um kóróna veiruna í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, 2.hæð að Ægisgötu 2. Erindið verður sent beint út á facebook síðu Þekkingarseturstins en hana má finna hér að neðan. (meira…)