Sorpeyðingargjöld heimila standa í stað en hækka á fyrirtæki

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar lá fyrir endurskoðuð gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2020. Bæjarstjórn samþykkti að vísa gjaldskránni aftur til afgreiðslu ráðsins þar sem fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn fyrir árið 2020 gerir ekki ráð fyrir neinum hækkunum í A-hluta sveitarsjóðs. Niðurstaða ráðsins var á þá leið að sorphirðu og […]
Daði ráðinn til Smartmedia

Daði Magnússon hefur verið ráðinn til hugbúnaðarfyrirtækisins Smartmedia sem forritari. Daði mun koma inn í þróunarteymið og styðja við þann vöxt sem átt hefur sér stað hjá Smartmedia og viðskiptavinum okkar. Daði lauk BSc námi við Háskólann í Reykjavík í Tölvunarfræði og hefur frá þeim tíma meðal annars starfað hjá Umferðarstofu og Arctic Adventures, ásamt […]
Samningur um vetrardýpkun í Landeyjahöfn framlengdur

Samningur við Björgun ehf. um vetrardýpkun í Landeyjahöfn hefur verið framlengdur til 15. febrúar nk. Herjólfur siglir nú í Landeyjahöfn, dýpi verður mælt í vikunni. Fljótlega má síðan vænta samnings um frekari vetrardýpkun eftir að þessum samningi við Björgun lýkur. Björgun verður með viðveru í Þorlákshöfn þegar veður leyfir ekki dýpkun í Landeyjahöfn eða ef […]
Þrumur trufluðu nátthrafna í Vestmannaeyjum

Nátthrafnar í Vestmannaeyjum urðu varir við nokkuð háværar drunur í nótt rétt fyrir klukkan þrjú. Um var að ræða þrumur frá tveimur eldingum sem mynduðust suð-vestan við Vestmannaeyjar sú fyrri klukkan 2:49 og síðari 2:56 samkvæmt veðurstofu Íslands. Viðmælandi sem hafði samband við Eyjfréttir þótti þetta óþægileg upplifun í ljósi nýlegra frétta frá Reykjanesskaganum. Margir […]
Tekist á um tjaldsvæði

Á fundi í bæjarstjórn síðasta fimmtudag lá fyrir til umræðu og staðfestingar skipulag tjaldsvæða á þjóðhátíð en Eyjafréttir hafa áður fjallað um málið. Meirihluti bæjarstjórnar er hlynntur því að skoða að framtíðar tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð verði á Þórsvelli. Tekið verði upp samtal við ÍBV íþróttafélag um málið og gerð verði tilraun með tjöldun á vellinum […]
Almannavarnir virkja óvissustig vegna kvikusöfnunar á Reykjanesi

Almannavarnir hafa virkjað óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesskaga, en þar hefur jarðskjálftahrina verið í gangi að undanförnu. Landris hefur þar mælst síðustu daga. Búið er að boða til íbúafunda í Grindavík á morgun þar sem farið verður nánar yfir stöðuna. Samhliða hefur Veðurstofa Íslands fært litakóða fyrir flug á gult. Í […]
Allir eiga hrós skilið

Framtíðarsýn í menntamálum var merkilegt plagg sem bæjarstjóri, skólastjórar GRV og leikskólana í Vestmannaeyjum skrifuðu undir ásamt undirrituðum. Þar var unnin mikil og góð vinna fagmanna í samráði við alla hagsmunaaðila. Niðurstaðan var að leggja áherslu á lestur og stærðfræði, t.d. með snemmtækri íhlutun til að hafa mælanlegar niðurstöður. Einnig var lögð áhersla á að […]
Vonast til að opna klefana í mars (myndir)

Það hefur ekki farið fram hjá sundlaugargestum framkvæmdir hafa staðið yfir í íþróttamiðstöðinni frá því í haust. Við fengum að kíkja inn í klefana en þar var allt á fullu. Grétar Eyþórsson forstöðumaður í Íþróttamiðstöðinni sagðist vera ánægður með gang mála og var bjartsýnn á að það tækist að taka karlaklefann í gagnið um miðjan mars og […]
Allar stöður auglýstar

Að gefnu tilefni vill meirihluti bæjarstjórnar taka fram eftirfarandi:Um auglýsingar og ráðningar í stöður mannauðsstjóra og fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar gilda þær vinnureglur sem unnið hefur verið eftir á þessu kjörtímabili, í samræmi við samstarfsamning E- og H lista. Allar stöður eru auglýstar, þar meðtalin öll sumarstörf. Í stjórnendastöður, þ.e. stöður framkvæmdastjóra og forstöðumanna með mannaforráð, er […]
Leikskólagjöld hækka ekki í Vestmannaeyjum

Úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins sýnir að gjöldin hækka milli ára hjá öllum sveitarfélögum nema Mosfellsbæ og Vestmannaeyjum. Leikskólagjöldin hækka mest á Seltjarnarnesi um tæplega 7% fyrir 8 tíma vistun með fæði og næst mest í Garðabæ um rúm 3%. Leikskólagjöldin lækka um 3,7% í Mosfellsbæ en standa […]