Samþykkir jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar

DSC 5950

Bæjarráð samþykkti jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar á fundi sínum í gær. Lögð voru fyrir bæjarráð drög að jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar. Stefnan er liður í innleiðingu jafnlaunavottunar hjá bænum, en skv, lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, ber fyrirtækjum og stofnunum með fleiri en 25 starfsmenn að öðlast slíka vottun. Bæjarráð var upplýst um samning […]

Vestmannaeyjabær tekur aftur yfir rekstur Sagnheima

Samningur vegna rekstur Byggðasafn Vestmannaeymja var til umræðu á fundi bæjarráðs í hádeginu en tímabundinn samningur við Þekkingarsetur Vestmannaeyja um rekstur Sagnheima (Byggðasafns Vestmannaeyja), lýkur um næsta áramót. Vestmannaeyjabær hefur átt í viðræðum við forstöðumann Sagnheima, forstöðumann Safnahúss og framkvæmdastjóra Þekkingarseturs Vestmannaeyja um framtíðarskipan Byggðasafnsins. Áhugi er fyrir því að Vestmannaeyjabær taki aftur til sín […]

Efling sýslumannsembættisins í Eyjum

Í bæjarráði í hádeginu í dag var kynnt sú ánægjulega ákvörðun dómsmálaráðherra að auglýsa stöðu sýslumannsins í Eyjum. Við tökum því fagnandi að dómsmálaráðherra hafi tekið tillit til okkar sjónarmiða í þessu máli. Við höfum talað af festu fyrir þessum málsstað við þá tvo ráðherra sem gegnt hafa embætti dómsmálaráðherra eftir að sá þriðji tók […]

Fagna úttekt á Landeyjahöfn

Staðan í samgöngumálum var rædd í bæjarráði í hádeginu. Rædd var nýsamþykkt þingsályktunartillaga um úttekt í Landeyjahöfn. Samkvæmt tillögunni er miðað við að henni verði lokið eigi síðar en 31. ágúst 2020. Um er að ræða óháða úttekt á höfninni svo að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja heilsárshöfn í Landeyjum. […]

Sýslumaðurinn áfram í Vestmannaeyjum

Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að okkur var að berast tilkynning um að staða Sýslumannsins í Vestmannaeyjum verði nú auglýst og einnig verði færð verkefni til Vestmannaeyja til að styrkja embættið og tryggja rekstrargrundvöll þess. Það hefur reynst okkur Eyjamönnum mikilvægt að hafa sýslumanninn staðsettan í Vestmannaeyjum. Það er von okkar að […]

Smyril Line eykur þjónustuna við Ísland með nýju skipi í Þorlákshöfn

Smyril Line, sem á og rekur vöruflutningaferjuna Mykines og farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu, hefur fest kaup á nýrri vöruflutningaferju sem mun hefja áætlunarsiglingar um miðjan janúar 2020 milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum. Ferjan, sem fær nafnið Akranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Með tilkomu […]

Umferðaróhapp

Umferðaróhapp varð í morgunsárið á horni Birkihlíðar og Kirkjuvegar. Um var að ræða einn bíl þar sem bílstjóri varð fyrir því óláni að aka út af veginum með þeim afleiðingum að hann hafnaði uppi á garðvegg. Töluvert tjón varð á bifreiðinni en einnig skemmdist tengikassi frá Mílu óvíst er hvort einhver truflun gæti orðið á […]

Afhentu nýtt hljóðkerfi í Landakirkju

Á sunnudaginn, 1. desember síðast liðin, fyrsta sunnudag í aðventu. Veitti Ofanleitissókn nýju hljóð- og myndkerfi kirkjunnar formlega viðtöku, en kerfið er gjöf til sóknarinnar frá Kvenfélagi Landakirkju. Kerfið er hið glæsilegasta og mikil bylting frá því sem áður var. Skipt var um allan búnað bæði í kirkju og safnaðarheimili og nú má streyma athöfnum […]

Tekið við gjöf Kvenfélagsins á fyrsta sunnudegi í aðventu

Í dag sunnudaginn, 1. desember nk., fyrsta sunnudag í aðventu. Veitir Ofanleitissókn nýju hljóð- og myndkerfi kirkjunnar formlega viðtöku, en kerfið er gjöf til sóknarinnar frá Kvenfélagi Landakirkju. Kerfið er hið glæsilegasta og mikil bylting frá því sem áður var. Skipt var um allan búnað bæði í kirkju og safnaðarheimili og nú má streyma athöfnum […]

Bjarni Harðar, Eyjabikarinn afhentur og fleira í Einarsstofu á sunnudaginn

Það verður mikið um að vera í Einarsstofu á sunnudaginn þar sem mæta þau Bjarni Harðarson, rithöfundur og bókaútgefandi, Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur og Guðrún Bergmann sem ætlar að fræða konur og kannski karla líka um leiðir til bættrar heilsu. Einnig afhendir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Eyjabikarinn sem þau fá sem synda yfir álinn milli lands […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.