Óvissa með starfsemi dagforeldra

Við sögðum frá því fyrir nokkru að öll 12 mánaða börn í Eyjum hafi fengið leikskólapláss. Það er ekkert nema jákvætt en setur hins vegar rekstur dagforeldra uppnám vegna skorts á börnum, í augnablikinu að minnsta kosti. „Nokkur óvissa er með rekstur á núverandi dagforeldraúrræðum vegna aukins framboðs á leikskólaplássum og fækkun barna í árgöngum. […]

Ekki sammála um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar

Framtíðarhúsnæði slökkvistöðvar var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Ekki eru meiri- og minnihlutinn þar sammála. Vilja skoða aðra möguleika Í bókun minnihlutans segir að þau séu mótfallin þeim áætlunum sem fram koma hjá meirihlutanum um að Slökkvistöð Vestmannaeyja verði komið upp austan við kyndistöðina Kröflu við Kirkjuveg og greiðum því atkvæði gegn […]

Förum varlega í umferðinni – sérstaklega í kringum skólana

Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni sem leið og var í báðum tilvikum um svokölluð neyslumál að ræða en lögreglan fór í þrjár húsleitir í liðinni viku vegna rannsóknar fíkniefnamála. Einn fékk að gista fangageymslur í vikunni sem leið en hann hafði verið í annarlegu ástandi og fékk því gistingu þar til rann af honum […]

Þorsteinn áfram Sveitarstjóri Skútustaðahrepps

Eyjamaðurinn Þorsteinn Gunnarsson verður áfram sveitarstjóri Skútustaðahrepps út þetta kjörtímabil.  Frá þessu var gengið í vikunni. ,,Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt af þeim flokkum sem mynda sveitarstjórn Skútustaðahrepps og hlakka til komandi kjörtímabils og áframhaldandi uppbyggingar sem hér er fram undan.  Ég var ráðinn um mitt síðasta kjörtímabil hingað í […]

Fyrsta lundapysjan fundin

Á mánudaginn sást í fyrstu lundapysjuna í höfninni og í gærkvöldi fannst fyrsta lundapysjan í bænum. Það má því segja að lundapysjutíðin sé hafin. (meira…)

Eyjafréttir sýknaðar af kæru

Þann 5. júlí síðastliðinn voru Eyjafréttir kærðar fyrir viðtal sem birtist í blaðinu þann 9.maí 2018. Kærandi, Finnur Magnússon lögmaður hjá Juris, fyrir hönd umbjóðenda sinna taldi að birting umrædds viðtals Eyjafrétta undir fyrirsögninni „Nánast aldrei hitt barnabörnin þrátt fyrir að búa á sömu eyjunni,“ hafi Eyjafréttir gerst brotlegar gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. „Kærendur telja […]

Starfshópur um framtíðarskipan ferðamála

Í lok júli funduðu bæjarfulltrúar með fulltrúum frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja. Niðurstaða þess fundar var að stofna starfshóp um framtíðarskipan ferðamála í Vestmannaeyjum. Hlutverkhópsins er að greina stöðuna í dag og leggja til hvernig framtíðar skipan ferðamála verði háttað. Á fundi bæjarráðs í gær var hópurinn svo skipaður. Í honum verða Kristín Jóhannsdóttir formaður, Berglind Sigmarsdóttir, […]

Samráðshópur til að tryggja öruggar samgöngur til Eyja

Á fundi bæjarráðs í gær kom fram að samgönguráðherra hyggst skipa samráðshóp sem tryggja á öruggar samgöngur til Vestmannaeyja. Hlutverk hópsins er m.a. að eiga samráð um framkvæmd samnings um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri nýrrar ferju og um þau álitamál sem upp kunna að koma og krefjast úrlausnar. Einnig mun hópurinn fara yfir og setja […]

Undirbúningur komu nýrrar ferju á áætlun

Á fundi bæjarráðs í gær þriðjudaginn 21. ágúst var meðal annars umræða um samgöngumál og þá sér í lagi nýja ferju og rekstur hennar. Fyrir bæjarráði lágu eftirfarandi minnispunktar frá Grími Gíslasyni stjórnarformanni Vestmannaeyjarferjunar Herjólfs ohf. um stöðu undirbúningsvinnu vegna komu nýs Herjólfs og yfirtöku félagsins á rekstri ferjunnar: Almennt má fullyrða að undirbúningur félagsins […]

Angantýr Einarson er hæfasti umsækjandinn í starfið

Fyrir bæjarráði í dag lá minnisblað frá Capacent um star framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðshjá bænum. Íris Róbertsdóttir kynnti minnisblaðið og Ragnheiður S. Dagsdóttir ráðgjafi hjá Capacent fór yfir ferlið varðandi ráðningu á nýjum framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og svaraði spurningum ráðsmanna. Í niðurstöðum minnisblaðsins frá Capacent sem undirritað er af Ragnheiði S. Dagsdóttir kemur fram: […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.