Þakka fyrir höfðinglegar móttökur

Stjórn Hollvinasamtakana og áhöfn safnskipsins Óðins þakka Vestmannaeyingum fyrir höfðinglegar móttökur á Goslokahátíð 3. og 4. júlí s.l. Mikill fjöldi fólks heimsótti skipið og sýndu þessu 63 ára gamla skipi með svo mikla sögu að baki, mikinn áhuga. Er einstöku starfi sjálfboðaliða að þakka sem hafa gert Óðinn haffæran á ný. Stjórnendum Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar […]

Bronsbál og svartir svanir í Eldheimum

Ljósmynd: Bjarni Þór Georgsson.

„Fyrir okkur er þetta ótrúlegt svæði að koma og vera og vinna, því hér erum við í svo miklum friði. Við erum bara í stúdíóinu og svo er allt innan seilingar í bænum” segir listamaðurinn Jón Óskar um Vestmannaeyjar í samtali við Eyjafréttir. Hjónin Jón Óskar og Hulda Hákon hafa verið með listasýningu í Eldheimum […]

Góð mæting í göngumessu Landakirkju

Eins og svo oft áður á goslokahátíð var gengin göngumessa frá Landakirkju klukkan ellefu í dag á sunnudegi gosloka. Gengið var í gíg Eldfells og endaði förin á Skansinum þar sem boðið var upp á súpu og brauð frá Einsa Kalda. Þátttaka var góð og lék veðrið við göngugarpa sem margir hverjir voru á stuttermabolnum. […]

Dagskrá dagsins – 9. júlí

Vel heppnuð goslokavika er nú að baki og er dagurinn í dag sá síðasti hátíðarinnar. Sunnudagsdagskrána má sjá hér að neðan. 10:00/11:30/13:00 Friðarhöfn: Skoðunarferðir um seiðaeldisstöð og skipulagðar rútuferðir á landeldissvæði ILFS í Viðlagafjöru. Skráning fer fram á netfanginu goslok@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2066. 10:00-17:00 Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir. 10:00-17:00 Stafkirkjan: „Metafor” Rósanna Ingólfsdóttir Welding. 10:00-18:00 Akóges: […]

„Þetta er bara eins og gott hjónaband”

Nú stefnir í það sem margir myndu kalla hápunkt goslokavikunnar en í kvöld verður leikið fyrir dansi á Skipasandi langt fram á nótt. Þar eiga Mucky Muck, Molda, Leikfélag Vestmannaeyja, Séra Bjössi, Memm og Brimnes eftir að stíga á svið. Eyjafréttir heyrðu í Símoni Geirssyni, einn meðlima rokkhljómsveitarinnar Molda. Hljómsveitina skipa Tórshamar frændurnir þeir Albert […]

Lækningajurtir í elsta fæðingarheimili Íslands

Halldóra Hermannsdóttir

Halldóra Hermannsdóttir er sem stendur með sýningu undir yfirskriftinni „Lífgrös” í elsta fæðingarheimili Íslands, Landlyst á Skansinum. Þar eru til sýnis myndir af lækningajurtum sem vaxa á eyjunni og tóku þátt í að græða hana eftir Heimaeyjargosið. „Þegar þessi hugmynd kom að ég myndi sýna hér á goslokum þá fór ég að hugleiða hvað ég gæti […]

Stórtónleikar LV stóðu undir nafni

Stórtónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja ásamt fjölda annarra flytjenda í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöld, föstudaginn 7. júlí, stóðu sannarlega undir nafni. Auk lúðrasveitarinnar komu þar fram frábærir söngvarar á borð við Júníus Meyvant (Unnar Gísla Sigurmundsson), Söru og Unu, Sæþór Vídó, Helga Björns, Jónsa og Siggu Guðna. Auk þeirra Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og kór Landakirkju. Fram kom […]

Dagskrá dagsins – 8. júlí

Það verður nóg um að vera fram á rauða nótt samkvæmt dagskrá Goslokahátíðar fyrir daginn í dag. 08:00/13:00 Golfklúbbur Vestmannaeyja: Volcano Open. 10:00-16:00 Eymundsson: Sunna spákona spáir í spil og bolla. 10:00-17:00 Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir. 10:00-17:00 Stafkirkjan: „Metafor” Rósanna Ingólfsdóttir Welding. 10:00-17:00 Landlyst: „Lífgrös” Halldóra Hermannsdóttir. 11:00-17:00 Miðskúrinn i Sandprýði, Skipasandi: Bjartey Gylfadóttir. 11:00 Ferð á Heimaklett: með […]

Eldgosið 1973 og áhrif þess á þróun byggðar og mannlífs í Eyjum

Stiklað verður á stóru og brugðið upp myndum á sýningartjaldi af atburðum tengdum gosinu í bíósalnum í Kviku við Heiðarveg laugardaginn 8. júlí kl. 12:00-13:30 í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá upphafi og lokum eldgossins á Heimaey 1973. Sumir atburðina hafa ekki hlotið mikla umfjöllun. Fjallað verður um eldgosið, björgunarstarfið, tjónin sem […]

Gullfiskaeldi á gostímanum

Gullfiskar Dollýar og Þórs Vilhjálmssonar urðu eftir í íbúð þeirra í Eyjum gosnóttina og bjuggu þar í búri sínu allan tímann sem húsbændur þeirra og eigendur voru fjarverandi þegar Heimaeyjargosið varði. Þór og félagar lönduðu annað slagið í Eyjum og hann skrapp þá heim til að gefa eldisfiskunum sínum. Þeir kvörtuðu  ekki en fögnuðu goslokum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.