Ekki siglt fyrri part föstudags

Tekin hefur ákvörðun að fella niður allar ferðir Herjólfs fyrri part föstudags vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Hvað […]
Síðasta ferð dagsins fellur niður

Aðstæður fara versnandi í Landeyjahöfn og því er næsta ferð á áætlun síðasta ferð kvöldsins, þ.e. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 19:30 og brottför frá Landeyjahöfn kl 20:45. Að því sögðu fella eftirfarandi ferðir niður, þ.e. frá Vestmannaeyjum kl 22:00 og frá Landeyjahöfn kl 23:15. Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hvað […]
Prestur ráðinn til að stýra Herjólfi

Búið er að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. að Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn í starfið. „Eftir mat á umsóknum, viðtöl við umsækjendur og umsagnir aðila hefur stjórn Herjólfs ohf. ákveðið samhljóða að ráða Ólaf Jóhann Borgþórsson í starf framkvæmdastjóra félagsins og mun hann […]
Björgunaræfing áhafnar Herjólfs í myndum

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari fylgdist með björgunaræfingu um borð í Herjólfi í gær. Æfingin var umfangsmikil og komu margir við sögu eins og myndir Óskars Péturs sína. Skugga bar þó á því kona úr áhöfninn meiddist á fæti. „Fyrr í dag fór fram björgunaræfing áhafnar Herjólfs þar sem móðurbáturinn í STB MES kerfinu var sprengdur […]
Slasaðist á björgunaræfingu

Óhapp varð á umfangsmikilli björgunaræfingu áhafnar Herjólfs í dag. Kona úr áhöfn meiddist á fæti þegar hún fór frá borði um borð í björgunarbát. Fór hún ásamt öðrum í gegnum slöngu sem er sérhönnuð til björgunar á hafi úti. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir. „Ég veit ekki hvað […]
Björgunaræfing á Herjólfi

Breyting varð á áætlun Herjólfs í dag vegna umfangsmikillar björgunaræfingar áhafnarinnar. Siglt var í morgun og svo aftur í kvöld. Frá Eyjum 19:30 og 22:00 og frá Landeyjahöfn kl. 20:45 og 23:15. Óskar Pétur fylgdist með æfingunni og tók hann þessa mynd um borð björgunarskipinu Þór sem tók þátt í æfingunni. Eyþór Þórðarson er við stjórnvölinn […]