Búið er að breyta brottfarartíma Herjólfs frá Vestmannaeyjum seinni partinn í dag. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur muni reyna að sigla til Landeyjahafnar síðdegis í dag, sem veldur seinkun á brottför. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, í aðra hvora höfnina.
Ef siglt verður til Landeyjahafnar, er brottför þaðan kl. 19:45. Ef siglt verður til Þorlákshafnar, verður tilkynning gefin út eftir kl. 17:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst