Því miður er ófært til Þorlákshafnar vegna veðurs og sjólags og falla því niður allar siglingar í dag. Þ.e. ferðir frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. sem sen var út snemma í morgun.
Þar segir ennfremur að þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum fyrirtækisins til þess að færa bókun sína. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga, vonum við að því sé sýndur skilningur.
Varðandi siglingar á morgun, mánudaginn 3.mars, verður gefin út tilkynning í síðasta lagi fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Við viljum jafnframt vekja athygli farþega á að samkvæmt veður- og sjólagsspá eru aðstæður til siglinga á mánudagsmorgun ekki hagstæðar, segir að endingu í tilkynningunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst