Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinni ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45, segir í tilkynningu frá skipafélaginu en ekki var hægt að sigla neitt í gær vegna veðurs og ölduhæðar.
Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að koma með sinn eiginn búnað. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni. Strætó fer kl 18:00 frá mjódd til Þorlákshafnar.
Ennfremur segir í tilkynningunni að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins á morgun, þriðjudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45.
Vakin er athygli farþega á að samkvæmt veður- og sjólagsspá er spáð hækkandi ölduhæð og versnandi veðri síðdegis á þriðjudaginn, 4.mars. Farþegar sem hafa tök á eru hvattir til að ferðast fyrr frekar en seinna. Varðandi siglingar síðdegis á morgun, þriðjudaginn 4.mars, verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00 á morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst