Afli skipa Ísfélagsins tæp 80 þúsund tonn

„Árið 2024 gekk vel í veiðum og var samanlagður afli skipa félagsins rúmlega 78 þúsund tonn,“ segir á Fésbókarsíðu Ísfélagsins. „Sólberg var aflahæst bolfiskflotans með rúmlega 13 þúsund tonn á árinu, en Sigurður aflahæst uppsjávarskipa með rúm 26 þúsund tonn. Rúmlega 23 þúsund tonn voru veidd af bolfiski og rúmlega 55 þúsund tonn af uppsjávarafla. […]