Svekkjandi tap fyrir norðan

Karlalið ÍBV tapaði naumlega fyrir KA í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld er leikið var á Greifavellinum á Akureyri. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og fengu dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. KA héldu áfram að herja að marki Eyjamanna en Hjörvar Daði Arnarsson átti frábæran leik og kom í veg fyrir að KA menn […]

Eyjakonur gerðu góða ferð í Vesturbæinn

Kvennalið ÍBV vann nauman 3-4 sigur á KR þegar liðin mættust í Vesturbænum í 13. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Var þetta eini leikurinn á dagskrá í Lengjudeild kvenna þar sem þetta var frestaður leikur.  ÍBV byrjaði leikinn heldur betur vel en staðan var orðin 0-3 eftir tíu mínútna leik. Það var Olga Sevcova sem […]

Stelpurnar mæta KR í dag

Í dag lýkur 14. umferð Lengjudeildar kvenna þegar ÍBV heimsækir KR. ÍBV hefur leitt deildina núna um allnokkurt skeið og verður ekki breyting á því í dag. Eyjaliðið er með 34 stig á toppnum. KR er hins vegar í fimmta sætinu með 22 stig. Leikurinn á Meistaravöllum hefst klukkan 18.00. (meira…)

ÍBV mætir KA norðan heiða

Í dag verða fjórir leikir háðir í 18. umferð Bestudeildar karla. Á Akureyri tekur KA á móti ÍBV. Bæði lið í neðri hluta deildarinnar. Eyjamenn í sjöunda sæti með 21 stig en KA í tíunda sæti með 19 stig. Flautað verður til leiks klukkan 16.30 á Greifavellinum í dag. Leikir dagsins: (meira…)

Góður árangur á Rey-cup

Það var mikið fjör hjá krökkunum á Rey Cup helgina 22. – 26. júlí. Það var keppt í U-14 og U-16 aldursflokkum í ár og stóðu Þróttur Reykjavík og Valur uppi sem sigurvegarar í karlaflokki og Bayern Munich í kvennaflokki. ÍBV sendi lið bæði úr 3. og. 4. flokki karla og kvenna. Krakkarnir stóðu sig […]

Eyjastrákar og -stelpur í landsliðsverkefnum

Strákarnir í U19 landsliðinu í handbolta eru nú staddir í Egyptalandi þar sem þeir taka þátt í HM. Með í för eru tveir efnilegir leikmenn úr Eyjum, þeir Andri Erlingsson og Elías Þór Aðalsteinsson. Strákarnir unnu öruggan sigur gegn Gíneu í fyrsta leik, en liðið lék sinn annan leik í gær gegn Sádi-Arabíu og fór […]

Eyjakonur með góðan sigur á botnliðinu

Kvennalið ÍBV vann góðan 5-2 sigur á botnliði Aftureldingar þegar liðin mættust í 14. umferð Lengjudeildar kvenna á Hásteinsvelli í kvöld. Leikurinn byrjaði frekar rólega en heimakonur brutu ísinn á 21. mínútu þegar Allison Lowrey fylgdi á eftir sínum eigin skalla eftir góða fyrirgjöf Helenu Heklu Hlynsdóttur. Eyjakonur tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu eftir frábært […]

Toppliðið tekur á móti botnliðinu

Eyja 3L2A6841

Í kvöld fer fram heil umferð í Lengudeild kvenna. Í fyrsta leik kvöldsins tekur ÍBV á móti Aftureldingu á Hásteinsvelli. Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar. Eyjaliðið í toppsætinu með 31 stig úr 12 leikjum. Afturelding á botni deildarinnar með einungis 3 stig úr 13 leikjum. Fyrri leikur þessara liða endaði með stórsigri ÍBV, 8-0. […]

Sigurður Bragason í þjálfarateymi ÍBV

Sigurður Bragason hefur skrifað undir samning og kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla í handbolta. Sigurður verður þar með aðstoðarmaður Erlings Birgis Richardssonar sem tók í sumar við liðinu af Magnúsi Stefánssyni en Magnús leysti Sigurð af sem þjálfari kvennaliðsins. Á facebook síðu ÍBV kemur fram að: “Sigurður sé vel að sér í handboltaheiminum og […]

Eyjamenn sigruðu Þjóðhátíðarleikinn

Karlalið ÍBV vann stórkostlegan 2-1 sigur á KR í 17. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörlegur en Eyjamenn fengu víti strax á 11. mínútu leiksins. Oliver Heiðarsson átti þá sendingu í gegn á Sverri Pál Hjaltested sem var tekinn niður inn í teig KR-inga. Vicente Valor steig á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.