Eyjamenn töpuðu í Vesturbænum

Karlalið ÍBV í fótbolta spilaði gegn KR í 26. umferð Bestu deildar karla í Vesturbænum í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna. Eyjamenn fengu mjög gott færi í fyrri hálfleik til að komast yfir þegar Alex Freyr Hilmarsson átti  sendingu í gegn á Oliver Heiðarsson sem var kominn einn á móti markverði KR-inga en […]

Toppliðið sækir botnliðið heim

Sverrir Páll var á skotskónum í kvöld.

Næst síðasta umferð neðri hluta Bestu deildar karla fer fram samtímis í dag. Á Meistaravöllum taka KR-ingar á móti Eyjamönnum. ÍBV á toppi neðri hlutans með 33 stig en KR í botnsætinu með 25 stig. Afturelding er í næst neðsta sætinu með 26 stig og Vestri er þar fyrir ofan með 28 stig. Allir leikir […]

Eyjamenn með mikilvægan sigur á toppliði Aftureldingar

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti toppliði Aftureldingar í sjöundu umferð Olís deildar karla í Mosfellsbæ í dag. Leiknum lauk með 33-34 sigri ÍBV. Algjört jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks og staðan 9-9 eftir 12. mínútna leik. Eftir það tóku Eyjamenn yfir leikinn og náðu mest þriggja marka forystu 17-20 þegar […]

Mæta Aftureldingu á útivelli

Eyja 3L2A0492

Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þá mætast Afturelding og ÍBV og er fyrrnefnda liðið á heimavelli. Mosfellingar í öðru sæti deildarinnar með 10 stig úr 6 leikjum en leikurinn í dag er lokaleikur sjöundu umferðar. Eyjamenn eru hins vegar í sjöunda sæti með 6 stig. Liðin mættust nýverið í bikarnum […]

Fjórir leikmenn ÍBV í liði ársins í neðri hlutanum

Lið ársins úr liðum í  neðri hlutanum í Bestu deild karla var valið í útvarpsþættinum Fótbolti.net. ÍBV á þar flesta fulltrúa eða fjóra talsins auk þess sem Þorlákur Árnason var valinn þjálfari ársins í neðri hlutanum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Sigurður Arnar Magnússon, Arnór Ingi Kristinsson, Marcel Zapytowski og Alex Freyr Hilmarsson. Hallgrímur Mar […]

KFS gerir upp tímabilið

Kfs Ads 25 Lokah Cr

KFS hélt lokahóf sitt að loknu tímabili þar sem veitt voru hefðbundin verðlaun fyrir frammistöðu leikmanna á árinu. Verðlaunahafar ársins voru: Leikmaður ársins: Alexander Örn Friðriksson. Mestu framfarir: Heiðmar Þór Magnússon. Efnilegastur leikmaður: Sigurður Valur Sigursveinsson. Markahæstu leikmenn: Junior Niwamania og Daníel Már Sigmarsson – 8 mörk hvor. Auk þess hlaut Jóhann Norðfjörð viðurkenningu fyrir […]

ÍBV tapaði á heimavelli gegn Haukum

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Haukum í sjöttu umferð Olís deildar karla í Eyjum í dag. Leiknum lauk með tíu marka tapi ÍBV. Haukar náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks, 4-8 og voru yfir það sem eftir lifði hálfleiksins. Staðan 13-19 í hálfleik. Haukar héldu áfram að leika vörn Eyjamanna grátt í […]

Alex Freyr sá besti í Eyjum að mati Fótbolta.net

Alex Freyr Hilmarsson hefur að mati Fótbolta.net verið besti leikmaður ÍBV á þessu tímabili. Hann var valinn það í Útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag. Hornfirðingurinn hefur leikið virkilega vel með ÍBV og farið fyrir sínu liði, enda fyrirliði. Fótbolti.net ræddi við Oliver Heiðarsson um Alex Frey og hvernig sé að spila með honum. „Það er fyrst og fremst […]

Leik ÍBV og Hauka frestað

Handbolti (43)

Í dag átti að fara fram leikur ÍBV og Hauka í Olís deild karla, en vegna slæmra skilyrða í Landeyjahöfn var ákveðið að fella 15:45 ferðina niður í dag og því kemst lið Hauka ekki til Vestmannaeyja í tæka tíð, að því er segir í tilkynningu frá HSÍ. Þar segir einnig að í vinnureglum mótanefndar […]

ÍBV mætir Haukum

Í kvöld klárast 6. umferð Olís deildar karla en þá verða þrír leikir leiknir. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Haukum. Eyjamenn í fimmta sæti með 6 stig en Haukar eru í öðru sæti með 8 stig úr fimm leikjum. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.