Fótboltaskóli ÍBV hefst í næstu viku

Fótboltaskóli ÍBV hefst í næstu viku. Fyrra námskeiðið hefst 19. desember og það síðara 28. desember. Fótboltaskóli ÍBV 7. og 6. flokkur karla og kvenna 5. og 4. flokkur karla og kvenna Skráning fer fram á Sportabler og lýkur 18. desember NÁMSKEIÐ 1 19.–20. desember og 6. flokkur: 10.30–12.00 og 4. flokkur: 13.00–14.30 NÁMSKEIÐ 2 28.–30. desember […]
Eyjamenn töpuðu gegn FH

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði gegn FH, í 14. umferð Olís deildar karla í Eyjum fyrr í kvöld. Eyjamenn voru sterkari á upphafs mínútum leiksins. Þeir komust í 4:1 eftir fimm mínútna leik og voru komnir með fimm marka forystu, 10:5, eftir stundarfjórðung. FH ingar náðu að minnka muninn og staðan 15:13 í hálfleik. Eyjamenn […]
Fanndís Friðriksdóttir hætt í fótbolta

Eyjakonan Fanndís Friðriksdóttir, fótboltakona og fyrrum landsliðskona, hefur lagt skóna á hilluna. Hún tilkynnti það á instagram síðu sinni fyrr í dag. Fanndís, sem er 35 ára, ólst upp í Vestmannaeyjum og spilaði upp alla yngri flokka ÍBV. Hún hóf meistaflokks ferillinn með Breiðablik og hefur verið ein fremsta fótboltakona landsins í mörg ár. Hér […]
ÍBV tekur á móti FH

ÍBV fær FH í heimsókn í kvöld þegar liðin mætast í 14. umferð Olísdeildar karla í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og má búast við góðri stemningu í húsinu þar sem bæði lið eru í hörkubaráttu um mikilvæg stig fyrir jólafrí deildarinnar. Um er að ræða fyrsta leik kvöldsins í umferðinni, en þétt dagskrá […]
Tómas Bent lék í sigri Hearts í toppslag

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon var í byrjunarliði Hearts í dag, þegar þeir unnu mikilvægan útisigur gegn núverandi meisturum Celtic, í 16. umferð Skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas lék allan leikinn á miðjunni hjá Hearts en hann hefur byrjað fjóra leiki af síðustu fimm. Hearts komst yfir í leiknum á 43. mínútu með marki frá Claudio Braga og […]
Arnar stýrði Íslandi til sigurs á HM

Arnar Pétursson og stelpurnar hans í íslenska kvennalandsliðinu höfðu betur gegn Færeyjum, í lokaleik sínum á HM kvenna í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með 30:33 sigri Íslands og var þetta fyrsti sigur Íslands í milliriðli á HM. Algjört jafnræði var með liðunum á upphafs mínútum leiksins en eftir tíu mínútur náðu íslensku stelpurnar tveggja […]
Viðarssynir á skotskónum

Eyjamennirnir og bræðurnir, Arnór og Elliði Viðarssynir voru báðir í eldlínunni með sínum liðum í handboltanum í gærkvöld. Arnór átti stórleik í sænska handboltanum. Arnór, sem leikur með Karlskrona, skoraði sjö mörk úr tíu skotum og var með sjö stoðsendingar í 29:29 jafntefli gegn Malmö. Hann var bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í leiknum. Karlskrona var […]
Öruggur sigur ÍBV gegn Stjörnunni

Karlalið ÍBV í handbolta gerði góða ferð í Garðabæinn í dag, þegar liðið vann sjö marka sigur gegn Stjörnunni í 13. umferð Olís deildar karla. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 6:6 eftir 15 mínútur. Eyjamenn komust í 6:9 og voru með góða forystu í hálfleik, 12:16. Eyjamenn héldu sama dampi […]
ÍBV mætir Stjörnunni í dag

ÍBV leikur í dag gegn Stjörnunni í 13. umferð Olísdeildar karla þegar liðin mætast í Heklu Höllinni klukkan 17:00. Um er að ræða mikilvægan leik fyrir bæði lið sem eru í baráttu um dýrmæt stig. Leikurinn er sá fyrri af tveimur sem fara fram í deildinni í dag, en síðar í kvöld mætast FH og […]
Ástæðan fyrir uppsögn Láka hjá ÍBV

Ástæðan fyrir því að Þorlákur Árnason er hættur sem þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta er sú að Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliðið liðsins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs. Að hans sögn eru þetta augljósir hagsmunaárekstrar og á meðan hann væri við stjórnvöllinn, væri þetta dæmi sem gengi ekki upp. Þorlákur Árnason, staðfesti þetta í samtali við […]