Eyjakonur með stórsigur á KA/Þór

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti KA/Þór í áttundu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í dag. Leiknum lauk með stórsigri heimakvenna, 37-24. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Eyjakonur náðu þriggja marka forystu og var staðan 18-15 fyrir ÍBV í hálfleik. Eyjakonur settu í annan gír í seinni hálfleik og áttu KA/Þór […]
ÍBV fær KA/Þór í heimsókn

Það verður spenna á parketinu í Olís deild kvenna í dag þegar ÍBV tekur á móti KA/Þór í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Bæði lið hafa sýnt góða takta í upphafi móts og ljóst að mikilvægt er fyrir þau að næla í stig á þessum tímapunkti, enda hart barist á toppi deildarinnar. ÍBV hefur […]
Sandra Erlingsdóttir á leiðinni á HM í handbolta

Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV, er í lokahópi kvennalandsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, tilkynnti lokahópinn fyrr í dag en í honum eru 16 leikmenn. Fyrsti leikur Íslands á HM verður gegn Þýskalandi, 26. nóvember. Tveimur dögum síðar mæta stelpurnar Serbíu og 30. nóvember spila […]
Eyjamenn gerðu jafntefli við ÍR á útivelli

Karlalið ÍBV í handbolta og botnlið ÍR mættust í níundu umferð Olís deildar karla í Skógarseli í kvöld. Leiknum lauk með 36:36 jafntefli. Fyrri hálfleikurinn var jafn og skiptust liðin á að leiða. Þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik, Nathan Doku Helgi Asare og Nökkvi Blær Hafþórsson leikmenn ÍR og Ísak […]
Mæta botnliðinu á útivelli

Í kvöld hefst 9. umferð Olís deildar karla er fram fara fjórir leikir. Í fyrsta leik kvöldsins mætast ÍR og ÍBV og er leikið í Skógarseli. ÍR-ingar hafa farið illa af stað og eru á botninum með aðeins 1 stig úr fyrstu átta leikjunum. Eyjaliðið er hins vegar í efri hluta deildarinnar, nánar tiltekið í […]
Mikið um meiðsli í herbúðum ÍBV

Enn bætist ofan á meiðslalistann hjá karlaliði ÍBV í handbolta en Jakob Ingi Stefánsson, vinstri hornamaður liðsins staðfesti í samtali við Handkastið að hann væri með slitið krossband og verður hann væntanlega frá næstu mánuðina. Elís Þór Aðalsteinsson er frá næstu vikurnar vegna ristarbrots, Daníel Þór Ingason hefur verið frá vegna meiðsla á öxl og […]
Eyjakonur unnu nauman útisigur á Fram

Kvennalið ÍBV í handbolta unnu eins marks sigur á Fram, 33:34 í sjöundu umferð Olís deildar kvenna í Lambhagahöllinni í kvöld. Fram konur voru yfir framan af í leiknum en Eyjakonur sneru taflinu við og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 20:14. Eyjakonur voru með yfirhöndina í síðari hálfleik og virtust ætla að sigla sigrinum […]
Tómas Bent skoraði sitt fyrsta mark fyrir Hearts

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon skoraði sitt fyrsta mark fyrir skoska úrvalsdeildarliðið Hearts þegar þeir sigruðu Dundee í gær. Tómas kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Hann innsiglaði 4-0 sigur Hearts 11 mínútum fyrir leikslok. Hearts er á toppi Skosku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 11 umferðir og eru […]
Rúnar Gauti Íslandsmeistari í snóker

Eyjamaðurinn Rúnar Gauti Gunnarsson varð í dag Íslandsmeistari í tvímenningi í snóker. Rúnar Gauti, sem er einn af stofnendum Pílu- og Snókerklúbbs Vestmannaeyja, lék í mótinu ásamt Þorra Jenssyni, sem er einmitt ríkjandi Íslandsmeistari í snóker. Óhætt er að segja að úrslitaleikurinn hafi verið sannkallaður stórmeistaraslagur, því mótherjar þeirra voru þeir Sigurður Kristjánsson, stigameistari í […]
Leiknum frestað

Leik Fram og ÍBV í Olís deild kvenna sem fram átti að fara í dag hefur verið frestað til morguns. Fram kemur í tilkynningu frá HSÍ að breyting hafi verið gerð á ferðum Herjólfs í morgun með þeim afleiðingum að lið ÍBV átti ekki kost á því að komast til lands í tæka tíð. Liðin […]