ÍBV með stórsigur á ÍR

Kvennalið ÍBV vann stórsigur á ÍR, í upphafsleik 11. umferðar Olís deild kvenna, í Eyjum í dag. Leikurinn var í járnum framan af og var staðan jöfn, 11:11 eftir 20 mínútur. Eyjakonur skoruðu fjögur mörk í röð á stuttum kafla og komust í 15:11. Eyjakonur leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 20:13. Eyjakonur voru með […]
ÍBV og ÍR mætast í kvöld

Kvennalið ÍBV leikur í kvöld sinn síðasta deildarleik á árinu þegar ÍR kemur í heimsókn í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í Olísdeild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18:30. Þrátt fyrir að aðeins sé hálfnað á handboltatímabilinu er um síðasta deildarleik ársins að ræða og er markmið heimaliðsins skýrt – að ljúka árinu með sigri á heimavelli. ÍBV-liðið hefur […]
Stjörnuleikurinn fer fram á föstudaginn – Blaðamannafundur á morgun

Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla í Eyjum. Á morgun, miðvikudag fer fram blaðamannafundur fyrir leikinn. Fundurinn fer fram á Einsa Kalda kl. 17:00 og er sýndur í beinni á ÍBV TV. Handboltastjörnurnar hringja inn jólin föstudaginn 19. desember, þegar stærsti handboltaleikur ársins fer fram í Íþróttamiðstöðinni kl. 18:00. Meistaraflokkur karla og kvenna […]
Kvennalið ÍBV rúllaði yfir Selfoss

Kvennalið ÍBV mætti Selfoss í Sethöllinni, í lokaleik 10. umferðar Olís deildar kvenna í dag. Eyjakonur voru ekki í vandræðum með Selfoss konur og unnu 11 marka sigur, 40:29. Fyrstu mínútur leiksins voru frekar jafnar og var staðan 4:4 eftir sjö mínútna leik. Eyjakonur voru fljótar að ná upp forystunni og voru sjö mörkum yfir […]
Karlalið ÍBV á sigurbraut

Karlalið ÍBV í handbolta sigraði Þór á Akureyri, í fyrsta leik 15. umferðar Olís deildar karla í dag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 6:6, eftir tólf mínútur. Eyjamenn náðu þó fljótt forystunni og var munurinn orðinn sex mörk, 8:14, eftir 20 mínútna leik. Þórsarar minnkuðu aftur muninn og var staðan […]
Bæði meistaraflokkslið ÍBV í eldlínunni í dag

Það ser sannkallaður handboltasunnudagur framundan hjá ÍBV en bæði meistaraflokkslið félagsins eiga leik í Olísdeildunum í dag. Kvennalið ÍBV leikur fyrr um daginn þegar liðið sækir Selfoss heim í Set höllina í 11. umferð Olísdeildar kvenna. Karlaliðið leikur síðar um daginn á Akureyri þar sem Þór tekur á móti ÍBV í 15. umferð Olísdeildar karla, […]
Fótboltaskóli ÍBV hefst í næstu viku

Fótboltaskóli ÍBV hefst í næstu viku. Fyrra námskeiðið hefst 19. desember og það síðara 28. desember. Fótboltaskóli ÍBV 7. og 6. flokkur karla og kvenna 5. og 4. flokkur karla og kvenna Skráning fer fram á Sportabler og lýkur 18. desember NÁMSKEIÐ 1 19.–20. desember og 6. flokkur: 10.30–12.00 og 4. flokkur: 13.00–14.30 NÁMSKEIÐ 2 28.–30. desember […]
Eyjamenn töpuðu gegn FH

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði gegn FH, í 14. umferð Olís deildar karla í Eyjum fyrr í kvöld. Eyjamenn voru sterkari á upphafs mínútum leiksins. Þeir komust í 4:1 eftir fimm mínútna leik og voru komnir með fimm marka forystu, 10:5, eftir stundarfjórðung. FH ingar náðu að minnka muninn og staðan 15:13 í hálfleik. Eyjamenn […]
Fanndís Friðriksdóttir hætt í fótbolta

Eyjakonan Fanndís Friðriksdóttir, fótboltakona og fyrrum landsliðskona, hefur lagt skóna á hilluna. Hún tilkynnti það á instagram síðu sinni fyrr í dag. Fanndís, sem er 35 ára, ólst upp í Vestmannaeyjum og spilaði upp alla yngri flokka ÍBV. Hún hóf meistaflokks ferillinn með Breiðablik og hefur verið ein fremsta fótboltakona landsins í mörg ár. Hér […]
ÍBV tekur á móti FH

ÍBV fær FH í heimsókn í kvöld þegar liðin mætast í 14. umferð Olísdeildar karla í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og má búast við góðri stemningu í húsinu þar sem bæði lið eru í hörkubaráttu um mikilvæg stig fyrir jólafrí deildarinnar. Um er að ræða fyrsta leik kvöldsins í umferðinni, en þétt dagskrá […]