Andri Erlingsson til Kristianstad

Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV í handbolta, hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Kristianstad. ÍBV tilkynnti um félagsskiptin á samfélagsmiðlum sínum. Andri sem er 19 ára gamall hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV ásamt því að leika með u-19 ára landsliði Íslands. Hann mun halda til Kristianstad þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Í […]

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands

Íslenska landsliðið vann stórsigur gegn Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumóti karla í handbolta sem fór fram í Kristianstad í Svíþjóð í dag.  Íslenska liðið byrjaði leikinn frekar hægt og var jafnræði með liðunum framan af. Þegar um það bil fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik komst Ísland þremur mörkum yfir, 11:8. Staðan […]

ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR

Kvennalið ÍBV í handbolta vann mikilvægan 26:29 sigur á ÍR í 13. umferð Olís deildar kvenna, í Skógarseli í kvöld. ÍR konur skoruðu fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar. Þegar stundarfjórðungur var liðinn var staðan jöfn, 6:6. Eyjakonur náðu hins vegar upp forystunni og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 11:16. […]

ÍBV sækir ÍR heim

Eyja 3L2A1436 (1)

Leikir halda áfram í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld en þá fara fram tveir leikir í  13. umferð deildarinnar. ÍBV sækir ÍR heim í Skógarsel og hefst leikurinn klukkan 18:00. ÍBV situr í 2. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 12 leiki og er jafnstigum toppliði Vals, en með lakari markatölu. Liðið hefur unnið […]

Tómas Bent á skotskónum

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon var á skotskónum í kvöld þegar Hearts tók á móti St. Mirren í Skosku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hearts komst yfir eftir klukkutíma leik með marki frá Lawrence Shankland. Tómas kom inn af bekknum eftir 68. mínútur og innsiglaði sigur Hearts þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma með góðum skalla. […]

Bestu deildir karla og kvenna hefjast í apríl

KSÍ hefur birt drög að niðurröðun leikja fyrir Bestu deild karla og kvenna í fótbolta. Besta deild karla hefst föstudaginn 10. apríl. Þá mætast ríkjandi Íslandsmeistarar í Víking R. og Breiðablik í opnunarleik deildarinnar. Deildinni lýkur laugardaginn 24. október. Besta deild kvenna hefst föstudaginn 24. apríl þar sem núverandi Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Þŕótti […]

Birna Berg framlengir við ÍBV

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild ÍBV. Samningurinn við félagið gildir til ársins 2028. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni. Birna hefur verið mikilvægur hlekkur í liði ÍBV frá haustinu 2020 þegar hún gekk til liðs við félagið eftir dvöl hjá Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hefur sýnt bæði metnað og […]

Aleksandar Linta tekur við ÍBV

Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Aleksandar Linta hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann mun verða aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í dag. Linta sem er 50 ára á langan leikmannaferil á Íslandi þar sem hann lék í öllum fjórum deildum landsins á sínum tíma sem leikmaður […]

Tómas Bent lék í sigri Hearts

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon lék allan leikinn í 1-0 sigri Hearts á Dundee FC í Skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Claudio Braga skoraði mark Hearts þegar hann átti gott skot fyrir utan teig á 27. mínútu leiksins. Tómas og félagar þurftu að leika einum færri allan seinni hálfleikinn þar sem markvörður liðsins Alexander Schwolow […]

ÍBV sigraði Hauka í Eyjum

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti Haukum í tólftu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í dag. Jafnræði var með liðunum  í upphafi leiks en Eyjakonur komust fljótlega þremur mörkum yfir. Staðan í hálfleik 13:10.  Eyjakonur voru með öll völd á vellinum í síðari hálfleik og voru komnar með sjö marka forystu þegar rúmur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.