Tap hjá íslensku stelpunum í fyrsta leik í milliriðli

Arnar Pétursson og stelpurnar hans í íslenska kvennalandsliðinu máttu þola níu marka tap gegn Svartfjallalandi, í fyrsta leik sínum í milliriðli, á HM kvenna í handbolta í dag. Íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á sæti í 8. liða úrslitum á mótinu. Íslensku stelpurnar sýndu fínan fyrri hálfleik en Svartfellingar voru með þriggja marka […]

Arnar Breki framlengir við ÍBV

Eyjamaðurinn Arnar Breki Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um þrjú ár. Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu ÍBV. Arnar er 23 ára sóknarmaður sem hefur leikið í Vestmannaeyjum allan sinn feril, bæði með ÍBV og KFS. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi frábæri og duglegi leikmaður leikið 140 leiki fyrir […]

Ísland í milliriðil eftir stórsigur á Úrúgvæ

Íslenska kvennalandsliðið lék lokaleik sinn í C-riðli, gegn Úrúgvæ, á HM kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í milliriðil. Íslensku stelpurnar mættu beittar til leiks og tryggðu sér sæti í milliriðli með stórsigri. Lokatölur leiksins, 33-19.  Eyjastelpurnar, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru allar í […]

Eyjamenn sigruðu HK á útivelli

Karlalið ÍBV lagði HK að velli í 12. umferð Olís deildar karla, í Kórnum í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Eyjamenn komst þremur mörkum yfir um miðbik hálfleiksins. Staðan 14-16 í hálfleik.  Liðin skiptust á að vera með forystuna í síðari hálfleik en þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum […]

ÍBV heimsækir HK

Tveir leikir fara fram í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign HK og ÍBV í Kórnum klukkan 18.30, en stuttu síðar, klukkan 19.00, mætast Fram og FH í Lambhagahöllinni. Eins og áður segir mætast HK og ÍBV í Kórnum. HK hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og situr […]

Erla Hrönn og Friðrika Rut spiluðu með u-15 á Englandi

Þær Erla Hrönn Unnarsdóttir og Friðrika Rut Sigurðardóttir, leikmenn ÍBV í fótbolta, hafa dvalið síðustu daga á Englandi og leikið með u-15 ára landsliði Íslands á UEFA Development mótinu. Í fyrsta leiknum, á móti Englandi, kom Erla Hrönn inn á í hálfleik. Leiknum lauk með 1-2 tapi. Þær voru báðar í byrjunarliðinu í leik númer […]

Róbert Sigurðarson í eins leiks bann

Aganefnd Handknattleikssambands Íslands hefur úrskurðað Róbert Sigurðarson, leikmann ÍBV, í eins leiks bann eftir atvik í leik Vals og ÍBV í Olísdeild karla þann 22. nóvember sl.. Róbert hlaut útilokun með skýrslu í leiknum vegna þess sem dómarar töldu vera sérstaklega hættulega aðgerð og féll brotið samkvæmt þeirra mati undir reglu 8:6 a). Í kjölfarið […]

Eyjamenn töpuðu á Hlíðarenda

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði gegn Val í lokaleik 11. umferðar Olís deildar karla á Hlíðarenda í dag. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins en um miðbik fyrri hálfleiks náði Valur þriggja marka forystu. Valur hélt áfram að bæta í og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 17-10. Valur hélt sama dampi í síðari […]

ÍBV mætir Val í dag

Í dag lýkur 11. umferð Olísdeildar karla þegar ÍBV mætir Val í N1 höllinni. Stjarnan sigraði Fram 33:24 í Úlfarsárdal í deildinni í gærkvöldi. Með þeim úrslitum er staðan í deildinni orðin mjög jöfn á milli liða í miðjum hluta töflunnar. Nú stendur aðeins einn leikur eftir í 11. umferð – stórleikur Vals og ÍBV […]

Eiður Atli orðinn leikmaður ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV og knattspyrnudeild HK hafa náð samkomulagi um að Eiður Atli Rúnarsson verði á ný leikmaður ÍBV. Eiður lék með ÍBV á láni árið 2024 þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu deild karla með góðu tímabili í Lengjudeildinni. Eiður sem er 23 ára varnarmaður lék með HK í Lengjudeildinni í ár en samtals […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.