Sverrir Páll yfirgefur ÍBV

Sverrir Páll

Knattspyrnumaðurinn Sverrir Páll Hjaltested er farinn frá ÍBV. Sverrir hafði leikið með ÍBV síðastliðin þrjú ár en samningur hans við félagið rennur út um áramótin. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag.  Sverrir er 25 ára sóknarmaður. Hann skoraði sex mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Árið 2024 skoraði […]

Avery áfram hjá ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Avery Mae Vander Ven hefur framlengt samning sinn við ÍBV og mun leika með liðinu í Bestu deildinni á næsta ári. ÍBV greindi frá þessu á Instagram síðu sinni. Avery er 23 ára gömul og var fyrirliði ÍBV í sumar þegar liðið vann Lengjudeild kvenna með yfirburðum. Hún lék í hjarta varnarinnar og […]

Stjörnuleikurinn 2025 – Leikdagur

Stjörnuleikurinn 2025 fer fram í dag, föstudaginn 19. desember í Íþróttamiðstöðinni og hefst leikurinn klukkan 17:00. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem handboltinn er nýttur til að sameina fólk og safna fyrir gott málefni. Allur ágóði rennur til Downsfélagsins Stjörnuleikurinn er leikur þar sem áhersla er lögð á gleði, samveru og stuðning, og […]

Handbolta- og fótboltaskólar ÍBV fyrir jólahátíðina

ÍBV mun halda bæði handbolta- og fótboltaskóla fyrir börn í Vestmannaeyjum í aðdraganda jólahátíðarinnar. Skólarnir eru ætlaðir grunnskólabörnum og verða haldnir með aðstoð þjálfara og leikmanna félagsins. Handboltaskóli fyrir 3.–6. bekk ÍBV handbolti býður upp á handboltaskóla fyrir nemendur í 3.–6. bekk. Skólinn hefur undanfarin ár verið haldinn í vetrarfríi, en í ár verður hann […]

Stjörnuleikurinn – Stærsti íþróttaviðburður Eyjanna

Hefðbundinn Stjörnuleikur í handknattleik verður í Íþróttamiðstöðinni á morgun, föstudag kl. 17.00. Þar mæta handboltastjörnur Eyjanna og takast á. Leikurinn var kynntur á blaðamannafundi á Einsa kalda á miðvikudaginn þar sem liðsskipan  var kynnt og hverjir taka að sér að stýra liðunum. Stjörnuleikurinn er styrktarleikur eins og venjulega og rennur allur ágóði til Downsfélagsins. Þetta er einn stærsti íþróttaviðburður […]

ÍBV með stórsigur á ÍR

Kvennalið ÍBV vann stórsigur á ÍR, í upphafsleik 11. umferðar Olís deild kvenna, í Eyjum í dag. Leikurinn var í járnum framan af og var staðan jöfn, 11:11 eftir 20 mínútur. Eyjakonur skoruðu fjögur mörk í röð á stuttum kafla og komust í 15:11. Eyjakonur leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 20:13. Eyjakonur voru með […]

ÍBV og ÍR mætast í kvöld

Kvennalið ÍBV leikur í kvöld sinn síðasta deildarleik á árinu þegar ÍR kemur í heimsókn í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í Olísdeild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18:30. Þrátt fyrir að aðeins sé hálfnað á handboltatímabilinu er um síðasta deildarleik ársins að ræða og er markmið heimaliðsins skýrt – að ljúka árinu með sigri á heimavelli. ÍBV-liðið hefur […]

Stjörnuleikurinn fer fram á föstudaginn – Blaðamannafundur á morgun

Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla í Eyjum. Á morgun, miðvikudag fer fram blaðamannafundur fyrir leikinn. Fundurinn fer fram á Einsa Kalda kl. 17:00 og er sýndur í beinni á ÍBV TV.  Handboltastjörnurnar hringja inn jólin föstudaginn 19. desember, þegar stærsti handboltaleikur ársins fer fram í Íþróttamiðstöðinni kl. 18:00. Meistaraflokkur karla og kvenna […]

Kvennalið ÍBV rúllaði yfir Selfoss

Kvennalið ÍBV mætti Selfoss í Sethöllinni, í lokaleik 10. umferðar Olís deildar kvenna í dag. Eyjakonur voru ekki í vandræðum með Selfoss konur og unnu 11 marka sigur, 40:29. Fyrstu mínútur leiksins voru frekar jafnar og var staðan 4:4 eftir sjö mínútna leik. Eyjakonur voru fljótar að ná upp forystunni og voru sjö mörkum yfir […]

Karlalið ÍBV á sigurbraut

Karlalið ÍBV í handbolta sigraði Þór á Akureyri, í fyrsta leik 15. umferðar Olís deildar karla í dag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 6:6, eftir tólf mínútur. Eyjamenn náðu þó fljótt forystunni og var munurinn orðinn sex mörk, 8:14, eftir 20 mínútna leik. Þórsarar minnkuðu aftur muninn og var staðan […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.