Strákarnir taka á móti Fram

Olís deild karla fer aftur af stað í dag en síðast var leikið í deildinni 3. október. Umferiðin hefst í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á mót Fram. ÍBV situr í fjórða sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir en Fram í því áttunda. Flautað verður til leiks klukkan 13:30 og er leikurinn í beinni útsendingu á […]

Stelpurnar mæta Stjörnunni í dag

Það er komið að fyrsta heimaleiknum hjá handbolta stelpunum eftir langt hlé. Stelpurnar hefja leik kl.13:30 þar sem þær mæta Stjörnunni. Eins og þekkt er þá er áhorfendabann í gildi en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð2Sport. (meira…)

Fimm stelpur valdar í úrtakshópa

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna og Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-19 kvenna hafa valið hópa sem taka þátt í úrtaksæfingum í næstu viku. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna heimsfaraldursins covid-19 eiga leikmenn að mæta klæddir í sínu eigin æfingafatnaði beint í Skessuna. ÍBV á 5 fulltrúa í […]

ÍBV á 19 leikmenn í verkefnum á vegum HSÍ

Handball in the netting of a handball goal.

Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið stóra hópa vegna verkefna næsta sumar, um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landsliðs kvenna. Á næstu dögum munu þjálfarar liðanna funda með leikmönnum og fara yfir verkefni sumarsins ásamt undirbúningi. Allir fundirnir fara fram á Microsoft Teams og verða […]

Breki framlengir

Sóknarmaðurinn Breki Ómarsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV og verður hjá liðinu út tímabilið 2022. Breki spilaði 6 leiki í Lengjudeildinni í fyrra en hann glímdi við meiðsli framan af sumri en endaði tímabilið af krafti. Breki spilaði á sínum tíma 20 leiki í efstu deild og skoraði í þeim eitt mark. (meira…)

Leik Fram og ÍBV frestað

Olís deild kvenna fer af stað í dag með þremur leikjum en fresta þurfti leik Fram og ÍBV. Leikir dagsins eru: Valur – Stjarnan kl. 13:30 í beinni útsendingu á ValurTV HK – FH kl. 13:30 Haukar – KA/Þór kl. 16:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. (meira…)

Magnús er handhafi fréttapýramídans 2020 fyrir framlag til íþróttamála

Hótelstjórinn Magnús Bragason er fæddur árið 1965. Hann er giftur Öddu Jóhönnu Sigurðardóttur og eiga þau þrjá syni, þá Daða, Braga og Friðrik. Magnús hefur frá unga aldri starfað fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum og er hvergi nærri hættur. Magnús er handhafi fréttapýramídans árið 2020 fyrir framlag til íþróttamála í Vestmannaeyjum. Nánar er rætt við Magnús […]

Erl­ing­ur á leið á HM?

Margt bendir til þess að lið Grænhöfðaeyja verði þriðja liðið til að draga sig úr keppni vegna jákvæðra kórónuveirusmita á heimsmeistaramóti karla í handbolta sem hefst í dag. Fari svo er Holland þriðja varaþjóðin á lista Alþjóðahandknattleikssbandsins IHF. Áður hafa Bandaríkin og Tékkland þurft að draga lið sín úr kepni vegna veikinda. Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson […]

Skáning í Puffin Run framar björtustu vonum

„Það eru rúmlega 550 skráðir núna við höfum aldrei séð svona áhuga með þetta miklum fyrirvara og við erum alvarlega að skoða það að loka fyrir skráningu,“ sagði Magnús Bragason einn af skipuleggjendum The Puffin Run en hlaupið er fer fram þann 8. Maí næst komandi. Þátttakendur voru 350 í fyrra sem var met þátttaka […]

Elliði inn fyrir Kára

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Portúgal í dag í undankeppni EM 2022. Þrjár breytingar eru á hópnum sem mætti liði Portú­gals í fyrri leik­inum. Þeir sem koma inn eru Björg­vin Páll Gúst­avs­son markvörður, Elliði Snær Viðars­son og Kristján Örn Kristjáns­son. Vikt­or Gísli Hall­gríms­son, Al­ex­and­er Peters­son og Kári Kristján Kristjáns­son eru […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.