Strákarnir taka á móti Fram

Olís deild karla fer aftur af stað í dag en síðast var leikið í deildinni 3. október. Umferiðin hefst í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á mót Fram. ÍBV situr í fjórða sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir en Fram í því áttunda. Flautað verður til leiks klukkan 13:30 og er leikurinn í beinni útsendingu á […]
Stelpurnar mæta Stjörnunni í dag

Það er komið að fyrsta heimaleiknum hjá handbolta stelpunum eftir langt hlé. Stelpurnar hefja leik kl.13:30 þar sem þær mæta Stjörnunni. Eins og þekkt er þá er áhorfendabann í gildi en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð2Sport. (meira…)
Fimm stelpur valdar í úrtakshópa

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna og Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-19 kvenna hafa valið hópa sem taka þátt í úrtaksæfingum í næstu viku. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna heimsfaraldursins covid-19 eiga leikmenn að mæta klæddir í sínu eigin æfingafatnaði beint í Skessuna. ÍBV á 5 fulltrúa í […]
ÍBV á 19 leikmenn í verkefnum á vegum HSÍ

Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið stóra hópa vegna verkefna næsta sumar, um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landsliðs kvenna. Á næstu dögum munu þjálfarar liðanna funda með leikmönnum og fara yfir verkefni sumarsins ásamt undirbúningi. Allir fundirnir fara fram á Microsoft Teams og verða […]
Breki framlengir

Sóknarmaðurinn Breki Ómarsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV og verður hjá liðinu út tímabilið 2022. Breki spilaði 6 leiki í Lengjudeildinni í fyrra en hann glímdi við meiðsli framan af sumri en endaði tímabilið af krafti. Breki spilaði á sínum tíma 20 leiki í efstu deild og skoraði í þeim eitt mark. (meira…)
Leik Fram og ÍBV frestað

Olís deild kvenna fer af stað í dag með þremur leikjum en fresta þurfti leik Fram og ÍBV. Leikir dagsins eru: Valur – Stjarnan kl. 13:30 í beinni útsendingu á ValurTV HK – FH kl. 13:30 Haukar – KA/Þór kl. 16:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. (meira…)
Magnús er handhafi fréttapýramídans 2020 fyrir framlag til íþróttamála

Hótelstjórinn Magnús Bragason er fæddur árið 1965. Hann er giftur Öddu Jóhönnu Sigurðardóttur og eiga þau þrjá syni, þá Daða, Braga og Friðrik. Magnús hefur frá unga aldri starfað fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum og er hvergi nærri hættur. Magnús er handhafi fréttapýramídans árið 2020 fyrir framlag til íþróttamála í Vestmannaeyjum. Nánar er rætt við Magnús […]
Erlingur á leið á HM?

Margt bendir til þess að lið Grænhöfðaeyja verði þriðja liðið til að draga sig úr keppni vegna jákvæðra kórónuveirusmita á heimsmeistaramóti karla í handbolta sem hefst í dag. Fari svo er Holland þriðja varaþjóðin á lista Alþjóðahandknattleikssbandsins IHF. Áður hafa Bandaríkin og Tékkland þurft að draga lið sín úr kepni vegna veikinda. Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson […]
Skáning í Puffin Run framar björtustu vonum

„Það eru rúmlega 550 skráðir núna við höfum aldrei séð svona áhuga með þetta miklum fyrirvara og við erum alvarlega að skoða það að loka fyrir skráningu,“ sagði Magnús Bragason einn af skipuleggjendum The Puffin Run en hlaupið er fer fram þann 8. Maí næst komandi. Þátttakendur voru 350 í fyrra sem var met þátttaka […]
Elliði inn fyrir Kára

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Portúgal í dag í undankeppni EM 2022. Þrjár breytingar eru á hópnum sem mætti liði Portúgals í fyrri leikinum. Þeir sem koma inn eru Björgvin Páll Gústavsson markvörður, Elliði Snær Viðarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Viktor Gísli Hallgrímsson, Alexander Petersson og Kári Kristján Kristjánsson eru […]