Hákon markahæstur í stórsigri

Ísland gjörsigraði lið Litháen, 36-20, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2022 í handbolta í tómlegri Laugardalshöllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 19-10. Hákon Daði Styrmisson leikmaður ÍBV var markahæstur í íslenska liðinu en Hákon lék sinn sjötta A-landsleik í kvöld og nýtti tækifærið vel. Hákon skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum, […]
Íþrótta- og æskulýðsstarf: Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. Þátttaka barna og ungmenna í […]
Heimsending – samstarf hjá Kránni og Handknattleiksdeild ÍBV

Í dag, 31.október, hefjum við í handknattleiksdeildinni samstarf með Kránni sem snýr að heimsendingu á mat. Þetta verður í boði á milli klukkan 18 og 20 alla daga. Ef þú pantar fyrir 4.000 kr.- eða meira hjá Kránni getur þú fengið heimsendingu á matnum fyrir aðeins 500 kr.- sem renna beint til ÍBV og svo […]
Keppni hætt í fótboltanum

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19), sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi. Íslandsmót Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi […]
Hákon Daði kallaður inn í landsliðið

Guðmundur Guðmundsson valdi um miðjan mánuðinn 17 leikmenn fyrir leiki A landsliðs karla gegn Litáen. Oddur Grétarsson á ekki heimangengt af persónulegum ástæðum að þessu sinni og hefur Guðmundur Guðmundsson kallað Hákon Daða Styrmisson leikmann ÍBV inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík næstu helgi og æfir liðið á mánudag og þriðjudag. Leikurinn […]
Þrír leikmenn yfirgefa ÍBV

Það er orðið ljóst að þrír leikmenn munu ekki klára tímabilið með ÍBV. Liðið siglir lygnan sjó um miðja Lengjudeild og á ekki möguleika á því að fara upp þegar tvær umferðir eru eftir. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Gary Martin og Jack Lambert. Bjarni Ólafur er 38 ára gamall og […]
HSÍ frestar mótahaldi til 11. nóvember

Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta mótahaldi sínu til 11. nóvember nk. „Vegna takmarkanna á æfingum og keppni í íþróttum hefur HSÍ frestað mótahaldi sínu til 11. nóvember nk,“ segir í tilkynningu frá HSÍ. „Unnið er að endurröðun leikja í deild og í bikarkeppni meistaraflokka og verður það kynnt nánar í næstu viku, stefnt er […]
Keppni haldið áfram í meistaraflokki

Stjórn KSÍ fundaði mánudag og þriðjudaginn 20. október, um stöðu Íslandsmóta í knattspyrnu og bikarkeppni karla og kvenna vegna takmarkana og banns við æfingum og keppni samkvæmt bráðabirgðaákvæði reglugerðar heilbrigðisráðuneytis. Á fundinum var eftirfarandi ákveðið: Að mótum meistaraflokka verði haldið áfram í öllum deildum að því tilskyldu að takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar […]
Líkamsræktarstöðvar opnar með skilyrðum

Ákvæði nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum sem heimilar opnun líkamsræktarstöðva að uppfylltum ströngum skilyrðum, byggist á því að jafnræðis og meðalhófs sé gætt. Horft er til þess að sömu skilyrði gildi um íþróttaiðkun og líkamsrækt, þ.e. að iðka megi hvoru tveggja ef regla um 20 manna hámarksfjölda og 2 metra nálægðarmörk er virt. […]
Hlynur bætti fimm ára gamalt Íslandsmet

Hlynur Andrésson setti nýtt Íslandsmet á HM í hálf maraþoni í Gdynia í Póllandi í dag. Hlynur kom í mark á tímanum 1:02:48 klukkustundum og bætti þar með fimm ára gamalt Íslandsmet Kára Steins Karlssonar um rúmlega tvær mínútur. Hlynur hafnaði í 52. sæti af 117 keppendum. Hálfmaraþon er ekki aðal vegalengd Hlyns sem hefur […]