Hákon markahæstur í stórsigri

Ísland gjörsigraði lið Litháen, 36-20, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2022 í handbolta í tómlegri Laugardalshöllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 19-10. Hákon Daði Styrmisson leikmaður ÍBV var markahæstur í íslenska liðinu en Hákon lék sinn sjötta A-landsleik í kvöld og nýtti tækifærið vel. Hákon skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum, […]

Íþrótta- og æskulýðsstarf: Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. Þátttaka barna og ungmenna í […]

Heimsending – samstarf hjá Kránni og Handknattleiksdeild ÍBV

Í dag, 31.október, hefjum við í handknattleiksdeildinni samstarf með Kránni sem snýr að heimsendingu á mat. Þetta verður í boði á milli klukkan 18 og 20 alla daga. Ef þú pantar fyrir 4.000 kr.- eða meira hjá Kránni getur þú fengið heimsendingu á matnum fyrir aðeins 500 kr.- sem renna beint til ÍBV og svo […]

Keppni hætt í fótboltanum

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19), sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi. Íslandsmót Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi […]

Hákon Daði kallaður inn í landsliðið

Guðmundur Guðmundsson valdi um miðjan mánuðinn 17 leikmenn fyrir leiki A landsliðs karla gegn Litáen. Oddur Grétarsson á ekki heimangengt af persónulegum ástæðum að þessu sinni og hefur Guðmundur Guðmundsson kallað Hákon Daða Styrmisson leikmann ÍBV inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík næstu helgi og æfir liðið á mánudag og þriðjudag. Leikurinn […]

Þrír leikmenn yfirgefa ÍBV

Það er orðið ljóst að þrír leikmenn munu ekki klára tímabilið með ÍBV. Liðið siglir lygnan sjó um miðja Lengjudeild og á ekki möguleika á því að fara upp þegar tvær umferðir eru eftir. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Gary Martin og Jack Lambert. Bjarni Ólafur er 38 ára gamall og […]

HSÍ frestar mótahaldi til 11. nóvember

Handball in the netting of a handball goal.

Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta mótahaldi sínu til 11. nóvember nk. „Vegna takmarkanna á æfingum og keppni í íþróttum hefur HSÍ frestað mótahaldi sínu til 11. nóvember nk,“ segir í tilkynningu frá HSÍ. „Unnið er að endurröðun leikja í deild og í bikarkeppni meistaraflokka og verður það kynnt nánar í næstu viku, stefnt er […]

Keppni haldið áfram í meistaraflokki

Stjórn KSÍ fundaði mánudag og þriðjudaginn 20. október, um stöðu Íslandsmóta í knattspyrnu og bikarkeppni karla og kvenna vegna takmarkana og banns við æfingum og keppni samkvæmt bráðabirgðaákvæði reglugerðar heilbrigðisráðuneytis. Á fundinum var eftirfarandi ákveðið: Að mótum meistaraflokka verði haldið áfram í öllum deildum að því tilskyldu að takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar […]

Líkamsræktarstöðvar opnar með skilyrðum

Ákvæði nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum sem heimilar opnun líkamsræktarstöðva að uppfylltum ströngum skilyrðum, byggist á því að jafnræðis og meðalhófs sé gætt. Horft er til þess að sömu skilyrði gildi um íþróttaiðkun og líkamsrækt, þ.e. að iðka megi hvoru tveggja ef regla um 20 manna hámarksfjölda og 2 metra nálægðarmörk er virt. […]

Hlynur bætti fimm ára gamalt Íslandsmet

Hlyn­ur Andrés­son setti nýtt Íslands­met á HM í hálf maraþoni í Gdynia í Póllandi í dag. Hlyn­ur kom í mark á tím­an­um 1:02:48 klukku­stund­um og bætti þar með fimm ára gamalt Íslands­met Kára Steins Karls­son­ar um rúm­lega tvær mín­út­ur. Hlyn­ur hafnaði í 52. sæti af 117 kepp­end­um. Hálfmaraþon er ekki aðal vegalengd Hlyns sem hefur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.