Stelpurnar fara í Garðabær og strákarnir mæta botnliðinu

Fótboltalið félagsins leggja land undir fót í dag. Stelpurnar sem hafa verið á mikilli siglingu mæta stjörnunni í Garðabæ klukkan 14:00. Á sama tíma fara strákarni í Ólafsvík og mæta Víkingum sem eru í harðri fallbaráttu. En Eyjamenn eru sem stendur í þriðjasætinu. Leikurinn hefst einnig klukkan 14:00. (meira…)
Körfuboltinn af stað

Körfuboltaæfingar ÍBV hefjast í næstu viku en þjálfari eru Brynjar Ólafsson. Eins og áður eru engin æfingagjöld og eru æfingar ætlaðar bæði stelpum og strákum. 5. og 6. bekkur Mánudaga 16:15-17:15 salur 1 Fimmtudaga 16:00-17:00 salur 1 7. og 8 bekkur Þriðjudaga 17:15-18:15 salur 1 Miðvikudaga 15:30-16:30 salur 3 Frekari upplýsingar má nálgast á facebook hópi […]
Ný æfingatafla tekur gildi í dag hjá ÍBV

Æfingatafla fyrir veturinn 2020-2021 er klár og hefjast æfingar eftir henni í dag miðvikudag, þá fara einnig fram flokkaskipti í knattspyrnunni. (meira…)
70 ár liðin frá Evrópumeistaratitli Torfa í langstökki

Í dag 26. ágúst eru liðin 70 ár frá því að Eyjamaðurinn Torfi Bryngeirsson varð Evrópumeistari í langstökki sem enn í dag þykir eitt fræknasta afrek íslensks íþróttamanns. Evrópumótið í frjálsum íþróttum 1950 fór fram á Heysel leikvanginum í Brüssel, höfuðborg Belgíu dagana 23. – 27. Ágúst. Þar kom saman allt besta fjálsíþróttafólk Evrópu. Á […]
Bikarleikur á tómlegum Hásteinsvelli

ÍBV mætir Fram í dag klukkan 17:15 í átta liða úrslitum Coca cola bikarsins. Liðin hafa mæst einu sinni í sumar og lauk þeim leik með jafntefli. Liðin eru bæði í toppbaráttu Lengjudeildarinnar og því um hörkuleik að ræða. Sem fyrr eru áhorfendur bannaðir á Hásteinsvelli en leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 […]
Þór/KA í heimsókn á Hásteinsvelli

Kvennalið Þórs/KA kemur í heimsókn á Hásteinsvöll í dag klukkan 16.00. ÍBV liðið hefur verið á góðu róli og sitja í fjórða sæti deildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á Vísir.is (meira…)
Strákarnir fara á Grenivík og mæta Magna

Fótbolta strákarnir mæta í dag klukkan 14:00 botnliðið Lengjudeildarinnar, Magna á Grenivík. Leikurinn verður í beinni útsendingu á youtube rás Magna. Klukkan 14:30 leika handboltastrákarnir um um þriðja sæti á Ragnarsmótinu gegn Selfossi á heimavelli þeirra, sá leikur verður einnig aðgegngilegur á youtube. (meira…)
ÍBV mætir Stjörnunni í Ragnarsmótinu

Strákarnir í ÍBV mæta Stjörnunni í Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi í dag kl.17:45. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Selfoss TV á Youtube. Ragnarsmótið er eitt af stóru æfingamótunum fyrir komandi tímabil í handboltanum sem hefst að öllu óbreyttu í karlaflokki þann 10. september. Þetta er annar leikur ÍBV í mótinu en strákarnir […]
Elliði Snær til Gummersbach

Elliði Snær Viðarsson hefur samið við þýska liðið Gummersbach sem leikur í næst efstu deild í Þýskalandi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ÍBV. Fyrr í sumar var Guðjón Valur Sigurðsson ráðinn þjálfari Gummerbach og vildi hann fá Elliða til liðs við sig fyrir baráttuna í vetur. Elliði er 21 árs gamall línumaður sem hefur leikið […]
Strákarnir taka á móti Aftureldingu í dag

ÍBV tekur á móti Aftureldingu á Hásteinsvelli kl. 18.15 í dag. ÍBV sigraði fyrri viðureign liðanna í sumar með tveimur mörkum gegn einu. Liðin hafa fimm sinnum mæst og hefur ÍBV alltaf haft betur. Leikið verður án áhorfenda en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. (meira…)