Stelpurnar fara í Garðabær og strákarnir mæta botnliðinu

Fótboltalið félagsins leggja land undir fót í dag. Stelpurnar sem hafa verið á mikilli siglingu mæta stjörnunni í Garðabæ klukkan 14:00. Á sama tíma fara strákarni í Ólafsvík og mæta Víkingum sem eru í harðri fallbaráttu. En Eyjamenn eru sem stendur í þriðjasætinu. Leikurinn hefst einnig klukkan 14:00. (meira…)

Körfuboltinn af stað

Körfuboltaæfingar ÍBV hefjast í næstu viku en þjálfari eru Brynjar Ólafsson. Eins og áður eru engin æfingagjöld og eru æfingar ætlaðar bæði stelpum og strákum. 5. og 6. bekkur Mánudaga 16:15-17:15 salur 1 Fimmtudaga 16:00-17:00 salur 1 7. og 8 bekkur Þriðjudaga 17:15-18:15 salur 1 Miðvikudaga 15:30-16:30 salur 3 Frekari upplýsingar má nálgast á facebook hópi […]

70 ár liðin frá Evrópumeistaratitli Torfa í langstökki

Í dag 26. ágúst eru liðin 70 ár frá því að Eyjamaðurinn Torfi Bryngeirsson varð Evrópumeistari í langstökki sem enn í dag þykir eitt fræknasta afrek íslensks íþróttamanns. Evrópumótið í frjálsum íþróttum 1950 fór fram á Heysel leikvanginum í Brüssel, höfuðborg Belgíu dagana 23. – 27. Ágúst. Þar kom saman allt besta fjálsíþróttafólk Evrópu. Á […]

Bikarleikur á tómlegum Hásteinsvelli

ÍBV mætir Fram í dag klukkan 17:15 í átta liða úrslitum Coca cola bikarsins. Liðin hafa mæst einu sinni í sumar og lauk þeim leik með jafntefli. Liðin eru bæði í toppbaráttu Lengjudeildarinnar og því um hörkuleik að ræða. Sem fyrr eru áhorfendur bannaðir á Hásteinsvelli en leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 […]

Þór/KA í heimsókn á Hásteinsvelli

Kvennalið Þórs/KA kemur í heimsókn á Hásteinsvöll í dag klukkan 16.00. ÍBV liðið hefur verið á góðu róli og sitja í fjórða sæti deildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á Vísir.is (meira…)

Strákarnir fara á Grenivík og mæta Magna

Fótbolta strákarnir mæta í dag klukkan 14:00 botnliðið Lengjudeildarinnar, Magna á Grenivík. Leikurinn verður í beinni útsendingu á youtube rás Magna. Klukkan 14:30 leika handboltastrákarnir um um þriðja sæti á Ragnarsmótinu gegn Selfossi á heimavelli þeirra, sá leikur verður einnig aðgegngilegur á youtube. (meira…)

ÍBV mætir Stjörnunni í Ragnarsmótinu

Strákarnir í ÍBV mæta Stjörnunni í Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi í dag kl.17:45. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Selfoss TV á Youtube. Ragnarsmótið er eitt af stóru æfingamótunum fyrir komandi tímabil í handboltanum sem hefst að öllu óbreyttu í karlaflokki þann 10. september. Þetta er annar leikur ÍBV í mótinu en strákarnir […]

Elliði Snær til Gummersbach

Elliði Snær Viðarsson hefur samið við þýska liðið Gummersbach sem leikur í næst efstu deild í Þýskalandi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ÍBV. Fyrr í sumar var Guðjón Valur Sigurðsson ráðinn þjálfari Gummerbach og vildi hann fá Elliða til liðs við sig fyrir baráttuna í vetur. Elliði er 21 árs gamall línumaður sem hefur leikið […]

Strákarnir taka á móti Aftureldingu í dag

ÍBV tekur á móti Aftureldingu á Hásteinsvelli kl. 18.15 í dag. ÍBV sigraði fyrri viðureign liðanna í sumar með tveimur mörkum gegn einu. Liðin hafa fimm sinnum mæst og hefur ÍBV alltaf haft betur. Leikið verður án áhorfenda en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.   (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.