Stelpurnar sækja heim Fylki

ÍBV sækir heim Fylki í dag kl. 18.00 á Wurth vellinum í frestuðum leik í Pepsi Max-deild kvenna. Liðin hafa tuttugu og einu sinni mæst áður og hefur ÍBV haft yfirhöndina tólf sinnum, Fylkir átta sinnum og einu sinni hefur leik lokið með jafntefli. Það má því búast við hörku viðureign í dag. Leikið verður […]
Svanur Páll semur við ÍBV

Svanur Páll Vilhjálmsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV. Svanur Páll er Eyjapeyi og leikur sem hægri hornamaður. Hann lék frá haustinu 2016 með Fram og Víkingi en kom síðan til ÍBV á láni um síðustu áramót og kláraði tímabilið í Eyjum. Nú hefur verið gengið frá endanlegum félagaskiptum hans aftur til ÍBV. “Við […]
Stelpurnar sækja heim Þrótt í dag

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna ÍBV sækja heim Þrótt Reykjavík, í dag í fyrsta leik síðari umferðar Pepsi-max deildar kvenna. ÍBV sigraði fyrri leik liðanna með fjórum mörkum gegn þremur á Hásteinsvelli. Alls hafa liðin mæst nítján sinnum og hefur ÍBV aldrei tapað. Sigrað fjórtán sinnum og fimm jafntefli. Liðin eru hlið við hlið í töflunni […]
Kristrún framlengir við ÍBV

Handboltakonan Kristrún Ósk Hlynsdóttir skrifaði fyrr í sumar undir eins árs samning við ÍBV. Kristrúnu þekkja allir ÍBV-arar enda hefur hún leikið með liðinu undanfarin ár. Kristrún lék til að mynda alla 18 deildarleikina í Olís deild kvenna á síðasta tímabili og skoraði í þeim 38 mörk. Við erum mjög ánægð að hafa tryggt okkur […]
ÍBV mætir Fram í bikarnum

Dregið hefur verið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Lið ÍBV dróst á móti Fram en bæði lið leika í Lengjudeild karla. Leikdagur skv. mótaskrá er 10. september. Einum leik í 16-liða úrslitum er ólokið, viðureign Vals og ÍA. Leikirnir í 8-liða úrslitum: FH – Stjarnan ÍBV – Fram Valur/ÍA – HK Breiðablik – KR (meira…)
Enn bætir Hlynur við Íslandsmeti

Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi á móti í Hollandi í gær. Hann hljóp á 8 mínútum, tveimur sekúndum og 60 sekúndubrotum og lenti í öðru sæti í hlaupinu. Hann var aðeins 90 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum Stan Niesten. Hlynur bætti Íslandsmet Jóns Diðrikssonar frá 1983 í síðasta mánuði en þá hljóp […]
Suðurlandsslagur á Hásteinsvelli

Í dag klukkan 18.00 mætast á Hásteinsvelli ÍBV og Selfoss í Pepsí Max deild kvenna. ÍBV situr í níunda sæti deildarinnar með sex stig og getur með sigri lyft sér upp úr fallsæti. Selfoss stúlkur eru með 10 stig í fjórða sæti. (meira…)
Björn Viðar Björnsson gerir nýjan samning við ÍBV

Björn Viðar skrifaði fyrr í sumar undir nýjan 1 árs samning við ÍBV. Björn Viðar hefur leikið með liðinu síðustu 2 tímabil við góðan orðstír. Hann tók skóna víðfrægu af hillunni fyrir tímabilið 2018-19, þegar hann hljóp undir bagga þegar markmannsvandræði komu upp í byrjun tímabils og hefur hann stimplað sig virkilega vel inn hjá […]
Góður árangur á Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba 2020 í 1. deild karla – og kvenna fór fram dagana 23.-25. júlí 2020. Keppt var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í 1. deild kvenna og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í 1. deild karla. Eins og undanfarin ár átti Golfklúbbur Vestmannaeyja sveit […]
Þróttarar mæta á Hásteinsvöll

Áttundu umferð Lengjudeildar karla líkur í dag þegar Eyjamenn taka á móti liði Þróttar Reykjavík. ÍBV þarf á sigri að halda til að endurheimta toppsæti deildarinnar. Þróttarar sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með eitt stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00. (meira…)