Stelpurnar sækja heim Fylki

ÍBV sækir heim Fylki í dag kl. 18.00 á Wurth vellinum í frestuðum leik í Pepsi Max-deild kvenna. Liðin hafa tuttugu og einu sinni mæst áður og hefur ÍBV haft yfirhöndina tólf sinnum, Fylkir átta sinnum og einu sinni hefur leik lokið með jafntefli. Það má því búast við hörku viðureign í dag. Leikið verður […]

Svanur Páll semur við ÍBV

Svanur Páll Vilhjálmsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV. Svanur Páll er Eyjapeyi og leikur sem hægri hornamaður. Hann lék frá haustinu 2016 með Fram og Víkingi en kom síðan til ÍBV á láni um síðustu áramót og kláraði tímabilið í Eyjum. Nú hefur verið gengið frá endanlegum félagaskiptum hans aftur til ÍBV. “Við […]

Stelpurnar sækja heim Þrótt í dag

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna ÍBV sækja heim Þrótt Reykjavík, í dag í fyrsta leik síðari umferðar Pepsi-max deildar kvenna. ÍBV sigraði fyrri leik liðanna með fjórum mörkum gegn þremur á Hásteinsvelli. Alls hafa liðin mæst nítján sinnum og hefur ÍBV aldrei tapað. Sigrað fjórtán sinnum og fimm jafntefli. Liðin eru hlið við hlið í töflunni […]

Kristrún framlengir við ÍBV

Handboltakonan Kristrún Ósk Hlynsdóttir skrifaði fyrr í sumar undir eins árs samning við ÍBV. Kristrúnu þekkja allir ÍBV-arar enda hefur hún leikið með liðinu undanfarin ár. Kristrún lék til að mynda alla 18 deildarleikina í Olís deild kvenna á síðasta tímabili og skoraði í þeim 38 mörk. Við erum mjög ánægð að hafa tryggt okkur […]

ÍBV mætir Fram í bikarnum

Dregið hefur verið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Lið ÍBV dróst á móti Fram en bæði lið leika í Lengjudeild karla. Leikdagur skv. mótaskrá er 10. september. Einum leik í 16-liða úrslitum er ólokið, viðureign Vals og ÍA. Leikirnir í 8-liða úrslitum: FH – Stjarnan ÍBV – Fram Valur/ÍA – HK Breiðablik – KR (meira…)

Enn bætir Hlynur við Íslandsmeti

Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi á móti í Hollandi í gær. Hann hljóp á 8 mínútum, tveimur sekúndum og 60 sekúndubrotum og lenti í öðru sæti í hlaupinu. Hann var aðeins 90 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum Stan Niesten. Hlynur bætti Íslandsmet Jóns Diðrikssonar frá 1983 í síðasta mánuði en þá hljóp […]

Suðurlandsslagur á Hásteinsvelli

Í dag klukkan 18.00 mætast á Hásteinsvelli ÍBV og Selfoss í  Pepsí Max deild kvenna. ÍBV situr í níunda sæti deildarinnar með sex stig og getur með sigri lyft sér upp úr fallsæti. Selfoss stúlkur eru með 10 stig í fjórða sæti. (meira…)

Björn Viðar Björnsson gerir nýjan samning við ÍBV

Björn Viðar skrifaði fyrr í sumar undir nýjan 1 árs samning við ÍBV. Björn Viðar hefur leikið með liðinu síðustu 2 tímabil við góðan orðstír. Hann tók skóna víðfrægu af hillunni fyrir tímabilið 2018-19, þegar hann hljóp undir bagga þegar markmannsvandræði komu upp í byrjun tímabils og hefur hann stimplað sig virkilega vel inn hjá […]

Góður árangur á Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba 2020 í 1. deild karla – og kvenna fór fram dagana 23.-25. júlí 2020. Keppt var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í 1. deild kvenna og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í 1. deild karla. Eins og undanfarin ár átti Golfklúbbur Vestmannaeyja sveit […]

Þróttarar mæta á Hásteinsvöll

Áttundu umferð Lengjudeildar karla líkur í dag þegar Eyjamenn taka á móti liði Þróttar Reykjavík. ÍBV þarf á sigri að halda til að endurheimta toppsæti deildarinnar. Þróttarar sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með eitt stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.