Æfingar hefjast á mánudag

Æfingar hefjast samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 4. maí. ÍBV sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að æfingar hjá iðkendum á grunnskólaaldri verða með eðlilegum hætti en iðkendur er þó hvattir til að hafa hreinlæti í hávegum. Foreldrum er ekki heimilt að koma inn í íþróttahús eða Herjólfshöll til að horfa á æfingar eða sækja […]
Golfklúbburinn opnar á sumarflatir

Kylfingar í Vestmannaeyjum geta tekið gleði sína því golfklúbbur Vestmannaeyja hefur opnað á sumarflatir á fyrstu 12 holum vallarins. Karl Haraldsson hjá GV segir að þetta sé heldur fyrr en í meðal ári og að völlurinn komi mjög vel undan vetri. (meira…)
Taflfélag Vestmannaeyja keppti á óopinberu Norðurlandamóti

Sveit Taflfélags Vestmannaeyja hafnaði í 43. sæti á óopinberu Norðurlandamóti skákfélaga í atskák sem fram fór á netinu um páskahelgina. A-sveit Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) sigraði mótið. Alls tóku 67 sveitir þátt í mótinu. Umhugsunartími var 10 mínútur auk tveggja sekúndna til viðbótar fyrir hvern leik. Teflt var á sex borðum í hverri umferð […]
Draumaleikur ÍBV

Kæru Eyjamenn Komandi laugardag átti fótboltasumarið að hefjast hjá okkur í ÍBV með bikarleik gegn Grindavík. Vetrarmótin höfðu gengið mjög vel og mátti hvergi sjá að ÍBV léki deild neðar en mörg lið sem liðið keppti við og vann. Ekki er ljóst hvenær knattspyrnusumarið hefst en miðað við fréttir Almannavarna nú dag eftir dag fer […]
Handbolta tímabilinu lokið

Stjórn HSÍ ákvað á fundi sínum í kvöld að aflýsa öllu frekara mótahaldi á vegum sambandsins. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þess að yfirvöld hafa ákveðið að framlengja samkomubanni til 4. maí nk. og er því ljóst að ekki verður unnt að hefja keppnir að nýju þar sem félögin þarfnast að minnsta kosti 2-3 […]
Tækniáskoranir meistaraflokka ÍBV

Allt íþróttastarf í landinu liggur niðri vegna Covid-19 en það er ekki þar með sagt að íþróttafólk liggi með tærnar upp í loft. Heimaæfingar eru mikið stundaðar hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Leikmenn meistaraflokkanna ÍBV í fótbolta leggja sitt af mörkum og eru með tækniáskoranir til yngri flokka félagsins. Foreldrar og […]
Aðalfundi ÍBV frestað

Aðalstjórn ÍBV hefur ákveðið að seinka fyrirhuguðum aðalfundi um óákveðinn tíma. Skv. lögum félagsins skal halda fundinn eigi síðar en 1 maí ár hvert en í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar verður honum seinkað. Boðað verður til fundarins með auglýingu síðar. (meira…)
Sigurður Arnar Magnússon stigahæsti nýliðinn

Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. apríl. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður landsins. Lítið er um reiknuð mót nú vegna Covid-19. Sigurður Arnar Magnússon hjá Taflfélagi Vestmannaeyja er stigahæstur nýliða og Matthías Björgvin Kjartansson hækkar mest frá mars-listanum. Litlar breytingar eru á listanum nú vegna samkomubannsins. Hjörvar Steinn Grétarsson (2579) er langstigahæsti skákmaður landsins. Í næstu […]
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur á suðurlandi

Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Suðurlandi blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund. Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30. Teflt verður á chess.com Mótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum […]
Karolina og Marta framlengja við ÍBV

Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska skrifuðu í gær undir eins árs framlengingu á samningi sínum við ÍBV. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu ÍBV þar segir að stelpurnar hafi spilað stór hlutverk í liðinu og staðið sig með mikilli prýði. Jafnframt hafa þær fundið sig vel í Eyjum og segjast ótrúlega ánægðar með fólkið […]