Æfingar hefjast á mánudag

Æfingar hefjast samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 4. maí. ÍBV sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að æfingar hjá iðkendum á grunnskólaaldri verða með eðlilegum hætti en iðkendur er þó hvattir til að hafa hreinlæti í hávegum. Foreldrum er ekki heimilt að koma inn í íþróttahús eða Herjólfshöll til að horfa á æfingar eða sækja […]

Golfklúbburinn opnar á sumarflatir

Kylfingar í Vestmannaeyjum geta tekið gleði sína því golfklúbbur Vestmannaeyja hefur opnað á sumarflatir á fyrstu 12 holum vallarins. Karl Haraldsson hjá GV segir að þetta sé heldur fyrr en í meðal ári og að völlurinn komi mjög vel undan vetri. (meira…)

Taflfélag Vestmannaeyja keppti á óopinberu Norðurlandamóti

Sveit Taflfélags Vestmannaeyja hafnaði í 43. sæti á óopinberu Norðurlandamóti skákfélaga í atskák sem fram fór á netinu um páskahelgina. A-sveit Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) sigraði mótið. Alls tóku 67 sveitir þátt í mótinu. Umhugsunartími var 10 mínútur auk tveggja sekúndna til viðbótar fyrir hvern leik. Teflt var á sex borðum í hverri umferð […]

Draumaleikur ÍBV

Kæru Eyjamenn Komandi laugardag átti fótboltasumarið að hefjast hjá okkur í ÍBV með bikarleik gegn Grindavík. Vetrarmótin höfðu gengið mjög vel og mátti hvergi sjá að ÍBV léki deild neðar en mörg lið sem liðið keppti við og vann. Ekki er ljóst hvenær knattspyrnusumarið hefst en miðað við fréttir Almannavarna nú dag eftir dag fer […]

Handbolta tímabilinu lokið

Stjórn HSÍ ákvað á fundi sínum í kvöld að aflýsa öllu frekara mótahaldi á vegum sambandsins. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þess að yfirvöld hafa ákveðið að framlengja samkomubanni til 4. maí nk. og er því ljóst að ekki verður unnt að hefja keppnir að nýju þar sem félögin þarfnast að minnsta kosti 2-3 […]

Tækniáskoranir meistaraflokka ÍBV

Allt íþróttastarf í landinu liggur niðri vegna Covid-19 en það er ekki þar með sagt að íþróttafólk liggi með tærnar upp í loft. Heimaæfingar eru mikið stundaðar hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Leikmenn meistaraflokkanna ÍBV í fótbolta leggja sitt af mörkum og eru með tækniáskoranir til yngri flokka félagsins. Foreldrar og […]

Aðalfundi ÍBV frestað

Aðalstjórn ÍBV hefur ákveðið að seinka fyrirhuguðum aðalfundi um óákveðinn tíma. Skv. lögum félagsins skal halda fundinn eigi síðar en 1 maí ár hvert en í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar verður honum seinkað. Boðað verður til fundarins með auglýingu síðar. (meira…)

Sigurður Arnar Magnússon stigahæsti nýliðinn

Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. apríl. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður landsins. Lítið er um reiknuð mót nú vegna Covid-19. Sigurður Arnar Magnússon hjá Taflfélagi Vestmannaeyja er stigahæstur nýliða og Matthías Björgvin Kjartansson hækkar mest frá mars-listanum. Litlar breytingar eru á listanum nú vegna samkomubannsins. Hjörvar Steinn Grétarsson (2579) er langstigahæsti skákmaður landsins. Í næstu […]

Netskákmót fyrir grunnskólanemendur á suðurlandi

Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Suðurlandi blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund. Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30. Teflt verður á chess.com Mótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum […]

Karolina og Marta framlengja við ÍBV

Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska skrifuðu í gær undir eins árs framlengingu á samningi sínum við ÍBV. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu ÍBV þar segir að stelpurnar hafi spilað stór hlutverk í liðinu og staðið sig með mikilli prýði. Jafnframt hafa þær fundið sig vel í Eyjum og segjast ótrúlega ánægðar með fólkið […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.