Suðurlandsslagur kl. 18:30 í kvöld

Strákarnir í ÍBV taka á móti Selfyssingum í fimmtu umferð Olís deildar karla í kvöld. Selfysingar standa í ströngu þessa dagana en þeir taka á móti HK Malmö í hleðsluhöllinni næstu helgi. ÍBV er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og geta með sigri í kvöld jafnað ÍR á toppi deildarinnar. (meira…)
Sveitir Taflfélags Vestmannaeyja ná góðum árangri á íslandsmóti skákfélaga

Helgina 4.-6. október sl. fór fram fyrrihluti Íslandsmóts skákfélaga 2019-2020 í Rimaskóla í Reykjavík. Taflfélag Vestmannaeyja sendi þrjú lið á mótið, þar af eina sveit í 2. deild og tvær sveitir í 4. deild. Í fyrra var TV með tvær sveitir, eina í 3ju deild sem vann sig upp í 2. deild og eina í […]
Daníel heldur áfram að standa sig

Daníel Ingi Sigurjónsson endaði í gær í 3. sæti Warrior Fall Invite mótinu sem fram fór á Lewiston Golf and Country Club. Daníel endaði mótið á 1 höggi yfir pari. Daníel Ingi er fyrsti meðlimur GV sem fer í háskóla í Ameríku og er hann frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur klúbbsins. (meira…)
Fjölliðamót blásið af vegna veðurs

Til stóð að í Vestmannaeyjum færi fram um helgina stórt fjölliðamót í handknattleik en því hefur verið frestað um mánuð vegna veðurs. Von var á um 400 gestum til Eyja vegna mótsins. Keppendur eru fæddir árið 2006 á eldra ári í 5. flokki karla og kvenna. “Þetta er auðvitað leiðinlegt en okkur voru farnar að […]
Kristófer Tjörvi bætti vallarmet af gulum teigum

Kristófer Tjörvi Einarsson 19 ára kylfingur bætti á dögunum vallarmet Golfklúbbs Vestmannaeyja er hann spilaði á 62 höggum af gulum teigum. Á hringnum fékk Kristófer 9 pör, 1 skolla, 7 fugla og 1 örn. Hann bætir þar með 13 ára gamalt vallarmet Örlygs Helga um eitt högg. Óskum við Kristófer til hamingju með áfangann. Frá […]
Toppsætið í boði á Hlíðarenda í kvöld

ÍBV strákarnir heimsækja Valsara í lokaleik fjórðu umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. ÍBV getur með sigri komist í efsta sæti deildarinnar en ÍBV hefur hingað til unnið alla þrá leiki sína. Valsmenn eru með þrjú stig eftir þrár umferðir. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. (meira…)
Ragna Sara og Róbert Aron fengu fréttabikarinn 2019

Lokahóf knattspyrnudeildar ÍBV fór fram í gærkvöldi. Venju samkvæmt voru leikmenn verðlaunaðir fyrir frammistöðu sumarsins. Eyjafréttir veittu fréttabikarinn eins og hefð er fyrir og að þessu sinni voru það Ragna Sara Magnúsdóttir og Róbert Aron Eysteinsson sem urðu fyrir valinu. Hér að neðan má lesa umsögn um þetta unga og efnilega íþróttafólk. Öðrum verðlaunahöfum ásamt […]
Gary hreppti gullskóinn

Í dag lauk PepsiMax deildinni í knattspyrnu. ÍBV mætti Stjörnunni í Garðabæ og tapaði 3-2. Gary Martin skoraði bæði mörk ÍBV og hreppti því gullskóinn. Gary Martin (ÍBV) 14 mörk í 15 leikjum Steven Lennon (FH) 13 mörk í 18 leikjum Thomas Mikkelsen (Breiðablik) 13 mörk í 20 leikjum Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) 13 mörk […]
Enn von á titli í lokaleik ÍBV í efstudeild

Gary Martin skoraði sitt tólfta mark í sumar þegar hann jafnaði úr vítaspyrnu á móti Breiðablik í síðustu umferð. Gary er næstmarkahæstur fyrir lokaumferðina í Pepsi Max deildinni en aðeins Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar hefur skorað meira, en Hilmar er kominn með þrettán mörk í sumar. ÍBV heimsækir einmitt Stjörnuna í lokaumferð deildarinnar þannig […]
Daníel Ingi að gera það gott í Ameríku

Daníel Ingi Sigurjónsson stóð uppi sem sigurvegar í sínu öðru móti fyrir Rocky Mountain háskólan. Daníel sem er á fyrsta ári í háskólanum var í öðru sæti fyrir lokadaginn. Á meðan liðsfélagar hans gáfu eftir spilaði hann öruggt golf og kom í hús á pari vallarins. Mótið endaði Daníel á einu höggi undir pari sem […]