Eyjakonur með góðan sigur á botnliðinu

Kvennalið ÍBV vann góðan 5-2 sigur á botnliði Aftureldingar þegar liðin mættust í 14. umferð Lengjudeildar kvenna á Hásteinsvelli í kvöld. Leikurinn byrjaði frekar rólega en heimakonur brutu ísinn á 21. mínútu þegar Allison Lowrey fylgdi á eftir sínum eigin skalla eftir góða fyrirgjöf Helenu Heklu Hlynsdóttur. Eyjakonur tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu eftir frábært […]
Toppliðið tekur á móti botnliðinu

Í kvöld fer fram heil umferð í Lengudeild kvenna. Í fyrsta leik kvöldsins tekur ÍBV á móti Aftureldingu á Hásteinsvelli. Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar. Eyjaliðið í toppsætinu með 31 stig úr 12 leikjum. Afturelding á botni deildarinnar með einungis 3 stig úr 13 leikjum. Fyrri leikur þessara liða endaði með stórsigri ÍBV, 8-0. […]
Sigurður Bragason í þjálfarateymi ÍBV

Sigurður Bragason hefur skrifað undir samning og kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla í handbolta. Sigurður verður þar með aðstoðarmaður Erlings Birgis Richardssonar sem tók í sumar við liðinu af Magnúsi Stefánssyni en Magnús leysti Sigurð af sem þjálfari kvennaliðsins. Á facebook síðu ÍBV kemur fram að: “Sigurður sé vel að sér í handboltaheiminum og […]
Eyjamenn sigruðu Þjóðhátíðarleikinn

Karlalið ÍBV vann stórkostlegan 2-1 sigur á KR í 17. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörlegur en Eyjamenn fengu víti strax á 11. mínútu leiksins. Oliver Heiðarsson átti þá sendingu í gegn á Sverri Pál Hjaltested sem var tekinn niður inn í teig KR-inga. Vicente Valor steig á […]
Patrick jafnaði markamet Tryggva í efstu deild

Danski framherjinn Patrick Pedersen jafnaði met Tryggva Guðmundssonar í efstu deild karla í fótbolta þegar Valur vann FH 3:1 í Bestu deild karla í fótbolta. Hafa Patrick og Tryggvi skorað 131 mark. Þess ber að geta að Tryggvi spilaði erlendis frá því hann var 23 til 30 ára og hann er kantmaður en Patrick er […]
Þjóðhátíðarleikur á Hásteinsvelli

Í dag hefst 17. umferð Bestu deildar karla þegar ÍBV fæ KR í heimsókn. Bæði lið í baráttu í neðri hluta deildarinnar. KR er í næstneðsta sæti með 17 stig og Eyjamenn eru í níunda sæti með stigi meira. Það má búast við að fjlmennt verði á Hásteinsvelli í dag þar sem mikið af fólki […]
Símamótið í máli og myndum

Símamótið fór fram dagana 10.-13. júlí. Símamótið er stærsta stúlknamótið á Íslandi og sendi ÍBV stelpur úr 7., 6. og 5. flokki á mótið. Stelpurnar stóðu sig vel á mótinu og skemmtu sér frábærlega. Við ræddum við þjálfara flokkana, Trausta Hjaltason, Guðnýju Geirsdóttur og Richard Goffe um mótið og gengi stelpnanna. Þjálfari 5. flokks, Trausti […]
Grátlegt tap hjá Eyjakonum

Kvennalið ÍBV komst ansi nálægt því að komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þegar þær mættu Bestu deildar liði Breiðabliks á Kópavogsvelli í kvöld. Eyjakonur byrjuðu leikinn mun betur og komust í 0-1 strax á 10. mínútu leiksins. Kristín Klara Óskarsdóttir átti þá frábæra fyrirgjöf inn á teig Blika og Allison Grace Lowrey stökk manna hæst í […]
Stórleikur hjá stelpunum

Seinni undanúrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fer fram í kvöld þegar ÍBV sækir Breiðablik heim. Eyjaliðið verið að gera mjög góða hluti það sem af er sumri og hefur þrátt fyrir að vera í Lengjudeildinni slegið út Bestudeildarlið á leið sinni í undanúrslitin. Liðið sem sigrar þennan leik í kvöld mætir FH í úrslitum en þær sigruðu […]
Fullmótað Draumalið ÍBV B fyrir þjóðhátíð

Draumaliðið hans Guðmundar Ásgeirs Grétarssonar, ÍBV B er óðum að taka á sig mynd og að venju er það stærstu nöfn handboltans sem eru í sigtinu. Vill Guðmundur Ásgeir vera búinn að binda sem flesta enda áður en hátíðin stóra, Þjóðhátíð Vestmannaeyja gengur í garð. Þeir sem hann vill krækja fyrir ÍBV B í eru Róbert Aron Hoster Val, Smári Kristinn, Halldór […]