Kvennalið ÍBV í fallhættu – Breytingar framundan? Uppfært

Kvennalið ÍBV í handbolta hefur átt erfitt tímabil í vetur og stendur frammi fyrir þeirri hættu að falla niður um deild. Orðrómur er á kreiki um að Sigurður Bragason muni hætta þjálfun liðsins og líklegt þykir að Magnús Stefánsson núverandi þjálfari karlaliðsins taki við þjálfun kvennaliðsins, en engin formleg staðfesting hefur borist frá félaginu um […]

ÍBV lagði Gróttu

ÍBV náði í tvö stig í Olísdeild karla í dag. Eini leikur dagsins var háður í Eyjum er heimamenn tóku á móti Gróttu. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en ÍBV leiddi í leikhléi, 17-15. Heimamenn héldu svo forystunni en náðu samt aldrei að hrista Gróttumenn almennilega af sér. Þó hélst forystan þetta 1-2 mörk […]

ÍBV fær Gróttu í heimsókn

Eyja 3L2A9290

Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í dag. Þar mætast ÍBV og Grótta. Leikið er í Eyjum. Um er að ræða leik úr 16. umferð en öll önnur lið hafa leikið 17 leiki. Eyjamenn eru í sjöunda sæti með 16 stig en Grótta er í tíunda sæti með 10 stig. Í fyrri leik þessara […]

Strákarnir töpuðu – jafntefli hjá stelpunum

Bæði kvenna- og karlalið ÍBV léku deildarleiki í gær. Það var sannkallaður botnslagur á Seltjarnarnesi þegar Grótta tók á móti ÍBV í Olísdeild kvenna. Grótta neðstar og ÍBV í næsta sæti fyrir ofan. Enduðu leikar 22-22. Hjá ÍBV voru þær Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir atkvæðamestar með sitthvor sex mörkin, þá gerði Alexandra Ósk […]

Kári ekki meira með á tímabilinu

Það er skarð fyrir skildi hjá ÍBV því Kári Kristján Kristjánsson leikur væntanlega ekki fleiri leiki á tímabilinu vegna veikinda. Í síðustu viku var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur með mikinn verk fyrir brjósti. Kári Kristján segir frá þessu í samtali við RÚV í dag. Fór hann í hjartaþræðingu   á Landspítalanum vegna mikillar hjartabólgu. […]

Strákarnir mæta Haukum og stelpurnar Gróttu

Handbolti (43)

Bæði karla- og kvennalið ÍBV eiga leiki í kvöld í Olísdeildunum í handbolta. Klukkan 18.00 verður flautað til leiks Gróttu og ÍBV á Seltjarnarnesi. Grótta í botnsætinu með 4 stig og ÍBV í því næstneðsta með 6 stig. Bæði lið hafa ekki náð í eitt einasta stig það sem af er ári og er því […]

Efnilegir Eyjamenn skrifa undir

Heidmar Alexander Siggi Cr

Eyjamennirnir Sigurður Valur Sigursveinsson, Heiðmar Þór Magnússon og Alexander Örn Friðriksson hafa allir skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV sem gildir út keppnistímabilið 2027. Greint er frá samningsgerðinni á vefsíðu ÍBV. Strákarnir hafa allir leikið með yngri flokkum ÍBV upp allan sinn feril og eiga einnig allir systkini sem hafa leikið eða leika […]

ÍBV áfram eftir vítakeppni

Það var mikil dramantík í bikarleik ÍBV og FH sem háður var í Eyjum í dag. Knýja þurfti fram úrslit með vítakeppni, eftir tvíframlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 33-33 og enn var jafnt efir tvær framlengingar. Í vítakeppninni varði Pet­ar Jokanovic tvö af fimm vít­um FH-inga og skoruðu Eyja­menn úr sín­um fjór­um vít­aköstum […]

Aftur tap gegn Val

ÍBV og Valur mættust öðru sinni í þessari viku í Eyjum. Í dag var um deildarleik að ræða en á fimmtudaginn slógu þær rauðklæddu lið ÍBV úr bikarkeppninni. Íslands- og bikar­meist­ar­arnir héldu uppteknum hætti í dag og fóru leikar þannig að Valur vann með 10 mörkum, 32-22, en liðið náði öruggri forystu strax í fyrri […]

Handbolta-tvenna í dag

Ahorfendur_handb_stemning_fagn_DSC_5614

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Eyjum í dag. Veislan hefst klukkan 11.30 þegar flautað verður til leiks ÍBV og Vals í Olísdeild kvenna. Liðin eru að mætast öðru sinni á tveimur dögum en í bikarleiknum í fyrradag höfðu Valsstúlkur betur. Það má því segja að ÍBV eigi harma að hefna í dag. Í kjölfarið á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.