Kynningarfundur um nýtt íþróttafræðinám HR í Vestmannaeyjum

Í dag miðvikudaginn 4. mars, kl. 12:00, verður haldinn opinn kynningarfundur um nýtt íþróttafræðinám Háskólans í Reykjavík í Vestmannaeyjum. Fundurinn verður í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2. Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR, Erlingur Richardsson, umsjónarmaður námsins og útskrifaðir íþróttafræðingar úr HR sem búa og starfa í Vestmannaeyjum, munu kynna námið og fyrirkomulag þess, aðstöðuna sem í […]
Miðasalan fer vel af stað og góð skráning í rútuferðir

Miðasala fyrir undanúrslitaleik ÍBV og Hauka í Coka cola bikarnum er hafin. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn 5.mars í Laugardalshöll, klukkan 18:00. Miðasala fer fram í Íþróttamiðstöðinni og verða miðar til sölu þar fram á miðvikudag. Allur aðgangseyrir fyrir þessa miða rennur beint til ÍBV. Miðaverð er 2.000 kr.- fyrir fullorðna og 500 kr.- fyrir börn (miðast […]
Góð úrslit í Lengjubikar karla

Undirbúningstímabilið fyrir sumarið er á fullu og það sem af er hefur árangur karlaliðsins verið góður. Í Lengjubikarnum situr liðið í þriðja sæti síns riðils með tvo sigra og eitt tap. ÍBV vann stórsigur 5:0 á móti Víkingi Ólafsvík og sigraði einnig lið Stjörnunnar 2:1. Tapið kom á móti Val síðastliðna helgi en Valur vann […]
Mikill kraftur í skákkennslu hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur gengið mjög vel frá því hún hófst að nýju hjá Taflfélagi Vestmannaeyja fyrir rúmlega einu ári. Kennt er í tveimur aldursflokkum í GRV 1.-3. bekk og 4.-7. bekk. Er kennslan í gangi flesta virka daga í skákheimili TV við Heiðarveg, rúmlega eina klukkustund í hvert sinn. Sigurður Arnar Magnússon og Eyþór Daði Kjartansson annast kennsluna […]
Stelpurnar mæta HK í mikilvægum leik

HK og ÍBV mætast í dag klukkan 16:00 í Olís deild kvenna í Kórnum í Kópavogi. Um er að ræða sannkallaðan fjögurra stiga leik fyrir stelpurnar. HK situr í fjórða sæti deildarinnar einu sæti fyrir ofan ÍBV. ÍBV getur með sigri jafnað HK að stigum og fært sig skrefi nær sæti í úrslitakeppninni. (meira…)
Undanúrslit í bikarkeppni 3.flokks karla

Í kvöld spila strákarnir í 3.flokki ÍBV gegn HK í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni og hefst klukkan 19:00. Með Sigri í þessum leik tryggja strákarnir sér sæti í bikarúrslitaleik sem fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 6. mars. Á leiknum verða miðar til sölu á undanúrslitaleikinn hjá meistaraflokki karla gegn Haukum (meira…)
Klappa í stað þess að takast í hendur vegna Kórónaveirunnar

Vegna tilmæla frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis fer KSÍ þess á leit við aðildarfélögin að þau sleppi því að heilsast með handabandi fyrir leiki eins og venjan er þangað til annað verður ákveðið. Í stað handabandsins mælist KSÍ með því að liðin stilli sér upp með hefðbundnum hætti og klappi í stutta stund áður […]
Blaðamannafundur vegna úrslitahelgi Coca Cola bikarsins í beinni

Í dag kl. 12:15 verður blaðamannafundur í sal 1 í Laugardalshöll með þjálfurum og fyrirliðum þeirra liða sem leika til undanúrslita í Coca Cola bikarnum í næstu viku. Fundurinn hefst á að stjórnandinn opnar fundinn með svo tölu og þjálfarar og fyrirliðar karla sitja fyrir svörum í panel og endað er á þjálfurum og leikmönnum […]
Sunna og Fannar framlengja

Í dag undirrituðu Sunna Jónsdóttir og Fannar Þór Friðgeirsson nýja samninga við ÍBV. Bæði gera þau samning til tveggja ára en þau hafa bæði verið hjá ÍBV síðast liðin tvö tímabil. Frá þessu er greint á facebook síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Sunna og Fannar hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðunum ÍBV og mikill fengur fyrir félagið […]
Jose Sito orðinn löglegur með ÍBV

Knattspyrnumaðurinn knái, Jose Sito, sem sneri aftir ÍBV í janúar er nú loks orðinn löglegur með liðinu. Sito gerði tveggja ára samning við liðið í janúar og mun meðfram því þjálfa hjá félaginu. Þó ólöglegur hafi verið, hefur Sito leikið vel með ÍBV á undirbúningstímabilinu sem og allt liðið. Sito tryggði m.a. ÍBV annað sæti […]