Leikmannakynning í Akóges í kvöld

Nú er handboltatímabilið að hefjast og ætlum við að keyra það í gang með leikmannakynningu fyrir Krókódílana okkar. Farið verður yfir leikmannahópa vetrarins ásamt því að þjálfarar svara spurningum úr sal. Leikmannakynningin verður föstudaginn 6.september í sal Akóges, klukkan 20:00, og verður boðið upp á léttar veitingar í föstu og fljótandi formi. Fyrir þá sem […]

ÍBV – Valur á Hásteinsvelli

Í dag klukkan 16:00 tekur ÍBV á móti Val á Hásteinsvelli. Að litlu er að keppa fyrir ÍBV sem er fallið um deild en Valur er í harðri samkeppni um evrópusæti þar sem hvert stig skiptir máli. Allir á völlinn, Áfram ÍBV. (meira…)

Rafael Veloso farinn frá ÍBV

Portúgalski markvörðurinn Rafael Veloso hefur yfirgefið herbúðir ÍBV en þetta staðfesti Daníel Geir Moritz formaður knattspyrnuráðs í samtali við Fótbolta.net í dag. Veloso kom til ÍBV síðastliðinn vetur eftir að hafa þar áður leikið í Noregi. Í byrjun tímabils skiptust Veloso og Halldór Páll Geirsson á að verja mark ÍBV undir stjórn Pedro Hipolito. Eftir […]

Leik ÍBV og HK/Víkings frestað

Leik ÍBV og HK/​Vík­ings í Pepsi Max-deild kvenna í fót­bolta hef­ur verið frestað vegna veðurs. Leik­ur­inn átti að fara fram kl. 14 í dag í Vest­manna­eyj­um. Gul viðvör­un er á Suður­landi og spáð miklu roki og rign­ingu. Ein­ar Guðna­son, yfirþjálf­ari hjá Vík­ingi, staðfesti á Twitter í dag að lið HK/​Vík­ing hafi verið komið fram­hjá Sel­fossi […]

ÍBV fallið

Nú rétt í þessu lauk leik ÍBV gegn ÍA á Skaganum þar sem ÍA hafði sigur 2-1.  Það var Gary Martin sem skoraði mark Eyjamanna en  með þessum úrslitum er ljóst að ÍBV er fallið úr efstu deild eftir að hafa verið í hóp þeirra bestu frá 2009.  Nú liggur fyrir að það þarf að […]

Pepsí Max deildirnar

Það er nóg um að vera hjá meirstarflokkum félagsins um helgina.  Bæði lið félagsins í fótboltanum eiga leiki.  Karlaliðið skreppur á Skagann og keppir við ÍA, en síðasti sigurleikur liðsins var einmitt gegn Skaganum 2 júní sl. þar sem ÍBV hafði sigur 3-1 og er þetta eini sigurleikur liðsins í deildinni í sumar. Stelpurnar sem […]

Spá Arsenal sigri gegn evrópumeisturum Liverpool

Í vetur ætla Eyjafréttir að fylgjast aðeins með enska boltanum enda áhugi Eyjamanna mikill fyrir leikjum liða í Englandi.  Tvær umferðir eru nú búnar í efstu deildinni og lýtur út fyrir spennandi vetur.  Flestir telja að baráttan um titilinn verði fyrst og fremst hjá þeim liðum sem skipuðu efstu tvö sætin í vor, þ.e.a.s. englandsmeistara […]

Erlingur ráðinn íþróttastjóri ÍBV

ÍBV íþróttafélag hefur ráðið Erling Birgi Richardsson sem íþróttastjóra félagsins. Erlingur mun hafa yfirumsjón með öllu faglegu starfi félagsins í fótbolta og handbolta. Íþróttastjóri tekur við störfum af yfirþjálfurum í fótbolta og handbolta og hefur störf á næstu dögum. Erling þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum en Erlingur er með meistargráðu í íþrótta- og heilsufræði […]

Handboltinn – Æfingaleikir

Þá er handboltinn farinn að rúlla og liðin að leika æfingaleiki í dag og á morgun. Föstudagur: ÍBV-HK mfl.kk klukkan 18:00 ÍBV U – HK U klukkan 19:30 Laugardagur: FH – ÍBV mfl.kvk (í Kaplakrika) klukkan 11. ÍBV-HK mfl.kk ÍBV U-HK U Enginn tími er kominn á leikina hjá körlunum á laugardaginn og verða þeir auglýstir síðar á facebook síðu handboltans. Við hvetjum alla til að kíkja á þessa leiki og skoða liðin sem eru að spila sig saman fyrir mótið.  Olísdeild karla hefst svo 8 sept. þar sem fyrsti leikur verður viðureign ÍBV og Stjörnunar í Eyjum.  Stelpurnar […]

IBV fær tvo nýja leikmenn í handboltann

ÍBV hefur tilkynnt að gengið hafi verið frá samningi við tvo nýja leikmenn fyrir kvennaliðið en það eru Darija Zecevic og Ksenija Dzaferovic en báðar koma þær frá Svartfjallalandi.  Darija er 21 árs gamall markvörður sem var síðast á mála hjá Zurd Koper í Slóveníu.  Ksenija er 19 ára gömul skytta og var síðast á mála hjá ŽRK Budućnost í Svartfjallalandi.  ÍBV býður stelpurnar velkomnar til Eyja.  (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.