Kynningarfundur um nýtt íþróttafræðinám HR í Vestmannaeyjum

Í dag miðvikudaginn 4. mars, kl. 12:00, verður haldinn opinn kynningarfundur um nýtt íþróttafræðinám Háskólans í Reykjavík í Vestmannaeyjum. Fundurinn verður í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2. Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR, Erlingur Richardsson, umsjónarmaður námsins og útskrifaðir íþróttafræðingar úr HR sem búa og starfa í Vestmannaeyjum, munu kynna námið og fyrirkomulag þess, aðstöðuna sem í […]

Miðasalan fer vel af stað og góð skráning í rútuferðir

Miðasala fyrir undanúrslitaleik ÍBV og Hauka í Coka cola bikarnum er hafin. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn 5.mars í Laugardalshöll, klukkan 18:00. Miðasala fer fram í Íþróttamiðstöðinni og verða miðar til sölu þar fram á miðvikudag. Allur aðgangseyrir fyrir þessa miða rennur beint til ÍBV. Miðaverð er 2.000 kr.- fyrir fullorðna og 500 kr.- fyrir börn (miðast […]

Góð úrslit í Lengjubikar karla

Undirbúningstímabilið fyrir sumarið er á fullu og það sem af er hefur árangur karlaliðsins verið góður. Í Lengjubikarnum situr liðið í þriðja sæti síns riðils með tvo sigra og eitt tap. ÍBV vann stórsigur 5:0 á móti Víkingi Ólafsvík og sigraði einnig lið Stjörnunnar 2:1. Tapið kom á móti Val síðastliðna helgi en Valur vann […]

Mikill kraftur í skákkennslu hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur gengið mjög vel frá því hún hófst að nýju hjá Taflfélagi Vestmannaeyja fyrir rúmlega einu ári. Kennt er í tveimur aldursflokkum í GRV 1.-3. bekk og 4.-7. bekk. Er kennslan í gangi flesta virka daga í skákheimili TV við Heiðarveg, rúmlega eina klukkustund í hvert sinn. Sigurður Arnar Magnússon og Eyþór Daði Kjartansson annast kennsluna […]

Stelpurnar mæta HK í mikilvægum leik

HK og ÍBV mætast í dag klukkan 16:00 í Olís deild kvenna í Kórnum í Kópavogi. Um er að ræða sannkallaðan fjögurra stiga leik fyrir stelpurnar. HK situr í fjórða sæti deildarinnar einu sæti fyrir ofan ÍBV. ÍBV getur með sigri jafnað HK að stigum og fært sig skrefi nær sæti í úrslitakeppninni. (meira…)

Undanúrslit í bikarkeppni 3.flokks karla

Í kvöld spila strákarnir í 3.flokki ÍBV gegn HK í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni og hefst klukkan 19:00. Með Sigri í þessum leik tryggja strákarnir sér sæti í bikarúrslitaleik sem fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 6. mars. Á leiknum verða miðar til sölu á undanúrslitaleikinn hjá meistaraflokki karla gegn Haukum (meira…)

Klappa í stað þess að takast í hendur vegna Kórónaveirunnar

Vegna tilmæla frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis fer KSÍ þess á leit við aðildarfélögin að þau sleppi því að heilsast með handabandi fyrir leiki eins og venjan er þangað til annað verður ákveðið. Í stað handabandsins mælist KSÍ með því að liðin stilli sér upp með hefðbundnum hætti og klappi í stutta stund áður […]

Blaðamannafundur vegna úrslitahelgi Coca Cola bikarsins í beinni

Í dag kl. 12:15 verður blaðamannafundur í sal 1 í Laugardalshöll með þjálfurum og fyrirliðum þeirra liða sem leika til undanúrslita í Coca Cola bikarnum í næstu viku. Fundurinn hefst á að stjórnandinn opnar fundinn með svo tölu og þjálfarar og fyrirliðar karla sitja fyrir svörum í panel og endað er á þjálfurum og leikmönnum […]

Sunna og Fannar framlengja

Í dag undirrituðu Sunna Jónsdóttir og Fannar Þór Friðgeirsson nýja samninga við ÍBV. Bæði gera þau samning til tveggja ára en þau hafa bæði verið hjá ÍBV síðast liðin tvö tímabil. Frá þessu er greint á facebook síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Sunna og Fannar hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðunum ÍBV og mikill fengur fyrir félagið […]

Jose Sito orðinn löglegur með ÍBV

Knattspyrnumaðurinn knái, Jose Sito, sem sneri aftir ÍBV í janúar er nú loks orðinn löglegur með liðinu. Sito gerði tveggja ára samning við liðið í janúar og mun meðfram því þjálfa hjá félaginu. Þó ólöglegur hafi verið, hefur Sito leikið vel með ÍBV á undirbúningstímabilinu sem og allt liðið. Sito tryggði m.a. ÍBV annað sæti […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.