Unglingalandsliðs markvörður til ÍBV

ÍBV og Valur hafa náð samkomulagi um að Auður Scheving landsliðsmarkvörður Íslands U-19 muni leika með ÍBV sem lánsmaður á komandi leiktímabili. Auður sem á að baki 20 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd tekur nú slaginn með ÍBV í Pepsí Max deildinni. ÍBV bíður Auði innilega velkomna til félagsins. (meira…)

ÍBV semur við sex leikmenn

Á síðustu dögum hefur kvennalið ÍBV skrifað undir samninga við nokkra leikmenn í undirbúningi sínum fyrir komandi átök í Lengjubikar, Mjólkurbikar og Pepsí Max deildinni en ÍBV ætlar sér stóra hluti undir stjórn Andra Ólafssonar og Birkis Hlynssonar. Birgitta Sól Vilbergsdóttir skrifaði undir nýja samning við félagið en Birgitta Sól sem er fædd 2002 er […]

Handbolti um helgina

Það er stór helgi framundan hjá deildinni, en allflestir flokkar eru að spila um helgina. 5., 6. og 7. flokkar karla og kvenna eru að fara á fjölliðamót á höfuðborgarsvæðinu og ríkir mikil eftirvænting hjá krökkunum. Hérna eru svo plan helgarinnar hjá þeim sem eldri eru, allir leikir uppi á landi nema 1. Í Vestmannaeyjum: […]

Kári Kristján íþróttamaður Vestmannaeyja 2019 (myndir)

Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt árlegt uppskeruhóf sitt í kvöld. Það var Kári Kristján Kristjánsson sem var valin íþróttamaður Vestmannaeyja 2019. Íþróttafólk æskunnar voru valin þau Helena Jónsdóttir knattspyrnu- og handboltakona, Clara Sigurðardóttir knattspyrnukona og kylfingurinn Kristófer Tjörvi Einarsson. Helga Jóhanna Harðardóttir formaður Fjölskyldu- og tómstundaráðs veitti viðurkenningar Vestmannaeyjabæjar til Íslandsmeistara ársins 2019 og til íþróttafólks sem […]

Íþróttamiðstöðin lokar kl. 13:00 laugardaginn 1. Febrúar

Laugardaginn 1. Febrúar lokar íþróttamiðstöðin kl 13:00 vegna framkvæmda. Svenni Hjörleifs og hans menn ætla að skipta um vatnslagnir 😉 Framkvæmdir ganga vel og mun Siggi múrari færa sig yfir í kvennaklefann fyrir helgi. Eins og sést á myndunum eru klefarnir farnir að líkjast 5 stjörnu lúxus heilsulind. Þegar Viðar Togga kikti á klefann sagði […]

Grétar Þór klár – óvíst með Sigurberg og Tedda

Olísdeild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld klukkan 18:30, þegar ÍBV tekur á móti Val. Valsmenn voru á mikilli siglingu í deildinni fram að hléi og hafa á að skipa sterku liði og því ljóst að verkefnið er krefjandi. Við heyrðum í Kristni Guðmundssyni og spurðum hann út í ástandið á hópnum […]

Byrjað að steypa við stúkuna

Hafist var handa í mogun að steypa viðbyggingu við áhorfendastúku við Hásteinsvöll. Í viðbyggingu verður komið fyrir búningklefum ásamt aðstöðu. Það er verktaka fyrirtækið Steini og Olli sem annast framkvæmdina en áætlað er að taka aðstöðuna í gagnið í sumar skv. því sem kemur fram á heimasíðu ÍBV, ibvsport.is. (meira…)

Strákarnir fengu FH heima í bikarnum

Dregiðr var í hádeginu í dag í 8-liða úrslit Coca Cola-bikarsins í handbolta. Leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram 5. og 6. febrúar. ÍBV fengur bikarmeistara FH á heimavelli, aðrir leikir eru: Aftureldingar-ÍR Haukar-Fjölnir Stjarnan-Selfoss (meira…)

Ester Óskars ekki meira með í vetur

ÍBV mætti Haukum um síðustu helgi en leikurinn endaði mér jafntefli. Það vakti athygli að Ester Óskarsdóttir var skráð liðstjóri á leikskýrslu liðsins. Ástæðan fyrir því að Ester á von á barni í júlí og hefur því lokið keppni í Olísdeildinni í vetur. Ester og Magnús Stefánsson eiga fyrir eina dóttur og er því mikil […]

Handbolti um helgina – Olís deild kvenna af stað

Það er spilaður handbolti víðar en á Evrópumótinu um helgina hér má sjá dagskrá ÍBV um helgina. Olís deild kvenna fer aftur af stað, ÍBV stelpurnar fara á Ásvelli og mæta Haukum. Haukar eru í 6. sæti en ÍBV í því 7. þannig að ljóst er að um hörku leik að ræða. Í Eyjum: lau.18.jan. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.